Framboðslistar flokkanna væntanlega tilbúnir í lok næstu viku Heimir Már Pétursson skrifar 27. september 2017 21:00 Píratar eru einir um að halda prófkjör í öllum kjördæmum. Stöð 2/Grafík Stjórnmálaflokkarnir eru að ganga frá framboðslistum sínum þessa dagana og er útlit fyrir að þeir verði flestir tilbúnir í lok næstu viku. Nær undantekningalaust verður stillt upp á listana end aðeins ár síðan síðast var kosið til Alþingis og stuttur tími fram að kjördegi. Eftir tæpar fimm vikur ganga landsmenn eina ferðina enn að kjörborðinu til að kjósa fulltrúa á þing. Á fráfarandi þingi áttu í fyrsta skipti sjö stjórnmálaflokkar fulltrúa á þingi. En í kosningunum hinn 28. október stefnir í að jafnvel átta flokkar gætu náð fulltrúum á þing og það er ekki víst að það auðveldi stjórnarmyndun. Kjördæmisráð gömlu flokkanna í hverju kjördæmi ráða því hvernig stillt er upp á lista þeirra. Kjördæmisráð Sjálfsætisflokksins í Reykjavík kemur saman í kvöld og í Suðvesturkjördæmi á morgun en í öðrum kjördæmum verða málin afgreidd um komandi helgi. Búist er við að stillt verði upp í öllum kjördæmum. Það sama er upp á teningnum í Framsóknarflokknum nema í Norðvesturkjördæmi þar sem boðað hefur verið til tvöfalds kjördæmaþings hinn 8. október þar sem tekist er á um hver skipar fyrsta sæti listans, en eftir það munu allir listar flokksins væntanlega liggja fyrir. Uppstilling verður líka almenna reglan hjá Vinstri grænum nema í Suðvesturkjördæmi þar sem Ólafur Þór Gunnarsson, Ingvar Arnarson og Sigursteinn Másson sækjast allir eftir öðru sæti og því verður viðhaft forval í því kjördæmi. Síðan verður uppstilligu á lista flokksins í Norðausturkjördæmi ekki lokið fyrr en að loknum landsfundi VG dagana 6. til 8. október, ar sem tveir frambjóðendur í kjördæminu sækjast einnig eftir varaformannsembættinu í flokknum. Píratar eru einir um að halda prófkjör í öllum kjördæmum. Það hófst síðast liðin laugardag og lýkur næst komandi laugardag. Samfylkingin stillir upp á lista í fjórum kjördæmum um komandi helgi og í Suðvesturkjördæmi hinn 3. október. Þá verður boðað til aukins kjördæmaþings í Norðvesturkjördæmi þar sem forval fer fram um fulltrúa í fjögur efstu sætin en listarnir verða síðan allir afgreiddir á flokksstjórnarfundi hinn 6. október, Hjá Viðreisn verður stilt upp á lista í öllum kjördæmum og áætlað að því verði lokið í næstu viku og stjórn Bjartrar framtíðar greiðir sömuleiðis atkvæði um tillögur uppstillingarnefndar í næstu viku. Flokkur fólksins tekur ákvörðun á laugardag um hvernig verður staðið að uppstillingu á lista flokksins og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir að á næstu dögum liggi fyrir hvað framboð hans verði kallað og hvernig skipað verði á lista þess. Kosningar 2017 Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Fleiri fréttir Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Sjá meira
Stjórnmálaflokkarnir eru að ganga frá framboðslistum sínum þessa dagana og er útlit fyrir að þeir verði flestir tilbúnir í lok næstu viku. Nær undantekningalaust verður stillt upp á listana end aðeins ár síðan síðast var kosið til Alþingis og stuttur tími fram að kjördegi. Eftir tæpar fimm vikur ganga landsmenn eina ferðina enn að kjörborðinu til að kjósa fulltrúa á þing. Á fráfarandi þingi áttu í fyrsta skipti sjö stjórnmálaflokkar fulltrúa á þingi. En í kosningunum hinn 28. október stefnir í að jafnvel átta flokkar gætu náð fulltrúum á þing og það er ekki víst að það auðveldi stjórnarmyndun. Kjördæmisráð gömlu flokkanna í hverju kjördæmi ráða því hvernig stillt er upp á lista þeirra. Kjördæmisráð Sjálfsætisflokksins í Reykjavík kemur saman í kvöld og í Suðvesturkjördæmi á morgun en í öðrum kjördæmum verða málin afgreidd um komandi helgi. Búist er við að stillt verði upp í öllum kjördæmum. Það sama er upp á teningnum í Framsóknarflokknum nema í Norðvesturkjördæmi þar sem boðað hefur verið til tvöfalds kjördæmaþings hinn 8. október þar sem tekist er á um hver skipar fyrsta sæti listans, en eftir það munu allir listar flokksins væntanlega liggja fyrir. Uppstilling verður líka almenna reglan hjá Vinstri grænum nema í Suðvesturkjördæmi þar sem Ólafur Þór Gunnarsson, Ingvar Arnarson og Sigursteinn Másson sækjast allir eftir öðru sæti og því verður viðhaft forval í því kjördæmi. Síðan verður uppstilligu á lista flokksins í Norðausturkjördæmi ekki lokið fyrr en að loknum landsfundi VG dagana 6. til 8. október, ar sem tveir frambjóðendur í kjördæminu sækjast einnig eftir varaformannsembættinu í flokknum. Píratar eru einir um að halda prófkjör í öllum kjördæmum. Það hófst síðast liðin laugardag og lýkur næst komandi laugardag. Samfylkingin stillir upp á lista í fjórum kjördæmum um komandi helgi og í Suðvesturkjördæmi hinn 3. október. Þá verður boðað til aukins kjördæmaþings í Norðvesturkjördæmi þar sem forval fer fram um fulltrúa í fjögur efstu sætin en listarnir verða síðan allir afgreiddir á flokksstjórnarfundi hinn 6. október, Hjá Viðreisn verður stilt upp á lista í öllum kjördæmum og áætlað að því verði lokið í næstu viku og stjórn Bjartrar framtíðar greiðir sömuleiðis atkvæði um tillögur uppstillingarnefndar í næstu viku. Flokkur fólksins tekur ákvörðun á laugardag um hvernig verður staðið að uppstillingu á lista flokksins og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir að á næstu dögum liggi fyrir hvað framboð hans verði kallað og hvernig skipað verði á lista þess.
Kosningar 2017 Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Fleiri fréttir Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Sjá meira