Bálreiður bóndi segir afurðastöðvar halda bændum í hengingaról Sigurður Mikael Jónsson skrifar 27. september 2017 06:00 Sauðfjárbændur eru verulega uggandi yfir framtíð sinni vísir/eyþór Afurðastöðvarnar halda bændum í hengingaról, segir bálreiður bóndi á Norðurlandi sem sér fram á að fá 830 þúsund krónum minna fyrir 260 lömb í ár en í fyrra. Mikil ólga er meðal bænda vegna kjaraskerðingar sem þeir verða fyrir vegna ákvörðunar afurðastöðva um að lækka greiðslur til bænda um 35 prósent frá árinu í fyrra þegar lækkunin nam þó rúmum 10 prósentum.Eyjólfur Ingvi Bjarnason, formaður Félags sauðfjárbænda í Dalasýslu, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 á mánudag að það stefndi í gjaldþrotahrinu og byggðahrun þar sem tekjur bænda í Dalabyggð hefðu hrunið um 160 milljónir á tveimur árum. Þar tók hann sem dæmi að frá afurðastöð fái hann í dag 360 krónur fyrir kílóið og 550 krónur frá ríkinu í gegnum búvörusamning. Upp á vanti 290 krónur til að mæta 1.200 króna framleiðslukostnaði við hvert kíló lambakjöts. Bændur standi frammi fyrir því að vera tekjulausir í ár.Sjá einnig: Staðan svo alvarleg að bændur eru kjaftstopp Eyjólfur Ingvi óttast að upplausn í stjórnmálum komi í veg fyrir nauðsynlegar aðgerðir til að bregðast við ófremdarástandi. Ástandið er víða slæmt. Bóndi á Norðurlandi sem Fréttablaðið ræddi við baðst undan því að koma fram undir nafni af ótta við að verða úthýst hjá afurðastöðvum. Segir hann ótta bænda við að stíga fram og gagnrýna núverandi fyrirkomulag til marks um það kverkatak sem stöðvarnar hafi á stéttinni, sem eigi allt sitt undir að geta slátrað hjá þeim. Stöðvarnar hafi kýlt niður verðið á fölskum forsendum. „Ég slátraði 260 lömbum fyrir ári síðan, haustið 2016. Ég geri ráð fyrir að slátra sama fjölda núna og ég er búinn að slátra um helmingnum og fá skrá yfir verðgildi þess sem ég er búinn að slátra. Samkvæmt útreikningum mínum fæ ég 830 þúsund krónum minna fyrir þessi 260 lömb í ár en í fyrra en þá var þó 10 prósenta skerðing.“ Hann segir muna um minna hjá sauðfjárbændum. „Þetta er eiginlega bara svakalegt.“ Birtist í Fréttablaðinu Landbúnaður Tengdar fréttir Réttað í Þverárrétt: Staðan fær ekki að skemma réttardaginn Réttað var í Þverárrétt í Borgarfirði mánudaginn 11. september síðastliðinn. Safnið kom af fjalli sunnudeginum áður og hófst dráttur þá í litlum mæli til að létta á safngirðingunni og vinnu daginn eftir. 14. september 2017 09:00 Staðan svo alvarleg að bændur eru kjaftstopp Formaður Félags sauðfjárbænda í Dalasýslu segir stefna í gjaldþrotahrinu og byggðahrun og óttast að upplausn í stjórnmálum komi í veg fyrir aðgerðir. 25. september 2017 20:55 Mest lesið „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Erlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Innlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Þremur vísað út af Landspítalanum Innlent Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda Erlent Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Innlent Fleiri fréttir Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Sjá meira
Afurðastöðvarnar halda bændum í hengingaról, segir bálreiður bóndi á Norðurlandi sem sér fram á að fá 830 þúsund krónum minna fyrir 260 lömb í ár en í fyrra. Mikil ólga er meðal bænda vegna kjaraskerðingar sem þeir verða fyrir vegna ákvörðunar afurðastöðva um að lækka greiðslur til bænda um 35 prósent frá árinu í fyrra þegar lækkunin nam þó rúmum 10 prósentum.Eyjólfur Ingvi Bjarnason, formaður Félags sauðfjárbænda í Dalasýslu, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 á mánudag að það stefndi í gjaldþrotahrinu og byggðahrun þar sem tekjur bænda í Dalabyggð hefðu hrunið um 160 milljónir á tveimur árum. Þar tók hann sem dæmi að frá afurðastöð fái hann í dag 360 krónur fyrir kílóið og 550 krónur frá ríkinu í gegnum búvörusamning. Upp á vanti 290 krónur til að mæta 1.200 króna framleiðslukostnaði við hvert kíló lambakjöts. Bændur standi frammi fyrir því að vera tekjulausir í ár.Sjá einnig: Staðan svo alvarleg að bændur eru kjaftstopp Eyjólfur Ingvi óttast að upplausn í stjórnmálum komi í veg fyrir nauðsynlegar aðgerðir til að bregðast við ófremdarástandi. Ástandið er víða slæmt. Bóndi á Norðurlandi sem Fréttablaðið ræddi við baðst undan því að koma fram undir nafni af ótta við að verða úthýst hjá afurðastöðvum. Segir hann ótta bænda við að stíga fram og gagnrýna núverandi fyrirkomulag til marks um það kverkatak sem stöðvarnar hafi á stéttinni, sem eigi allt sitt undir að geta slátrað hjá þeim. Stöðvarnar hafi kýlt niður verðið á fölskum forsendum. „Ég slátraði 260 lömbum fyrir ári síðan, haustið 2016. Ég geri ráð fyrir að slátra sama fjölda núna og ég er búinn að slátra um helmingnum og fá skrá yfir verðgildi þess sem ég er búinn að slátra. Samkvæmt útreikningum mínum fæ ég 830 þúsund krónum minna fyrir þessi 260 lömb í ár en í fyrra en þá var þó 10 prósenta skerðing.“ Hann segir muna um minna hjá sauðfjárbændum. „Þetta er eiginlega bara svakalegt.“
Birtist í Fréttablaðinu Landbúnaður Tengdar fréttir Réttað í Þverárrétt: Staðan fær ekki að skemma réttardaginn Réttað var í Þverárrétt í Borgarfirði mánudaginn 11. september síðastliðinn. Safnið kom af fjalli sunnudeginum áður og hófst dráttur þá í litlum mæli til að létta á safngirðingunni og vinnu daginn eftir. 14. september 2017 09:00 Staðan svo alvarleg að bændur eru kjaftstopp Formaður Félags sauðfjárbænda í Dalasýslu segir stefna í gjaldþrotahrinu og byggðahrun og óttast að upplausn í stjórnmálum komi í veg fyrir aðgerðir. 25. september 2017 20:55 Mest lesið „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Erlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Innlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Þremur vísað út af Landspítalanum Innlent Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda Erlent Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Innlent Fleiri fréttir Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Sjá meira
Réttað í Þverárrétt: Staðan fær ekki að skemma réttardaginn Réttað var í Þverárrétt í Borgarfirði mánudaginn 11. september síðastliðinn. Safnið kom af fjalli sunnudeginum áður og hófst dráttur þá í litlum mæli til að létta á safngirðingunni og vinnu daginn eftir. 14. september 2017 09:00
Staðan svo alvarleg að bændur eru kjaftstopp Formaður Félags sauðfjárbænda í Dalasýslu segir stefna í gjaldþrotahrinu og byggðahrun og óttast að upplausn í stjórnmálum komi í veg fyrir aðgerðir. 25. september 2017 20:55