Trump kynnir sér eyðilegginguna á Púertó Ríkó í skugga gagnrýni í næstu viku Kjartan Kjartansson skrifar 26. september 2017 16:36 Fólk sækir sér vatn í laug sem myndaðist eftir aurskriðu nærri Corozal, vestur af San Juan. Stór hluti landsmanna er án nauðsynja eins og rafmagns og vatns. Vísir/AFP Donald Trump Bandaríkjaforseti ætlar að heimsækja Púertó Ríkó í næstu viku til að sjá með eigin augum eyðilegginguna sem fellibylurinn María hefur valdið þar. Ráðamenn á eyjunni vara við aðsteðjandi mannúðarástandi. Allir rafmagnsnotendur eyjunnar eru enn án rafmagns og fjarskiptakerfi liggja að miklu leyti niðri þrátt fyrir að tæplega vika sé liðin frá því að María gekk yfir eyjuna sem fjórða stigs fellibylur. Fátt bendir til að rafmagn komist aftur á í bráð, að sögn CNN-fréttastofunnar. Matvæli og lyf eru einnig að verða af skornum skammti, ekki síst í byggðum inn til lands sem hafa einangrast vegna skemmda á vegum. Sjúkrahús hafa þurft að keyra á dísilvararafstöðvum en eldsneytisskortur er einnig yfirvofandi. Þá eru margir án drykkjavatns. Púertó Ríkó er bandarískt yfirráðasvæði og landsmenn teljast bandarískir þegnar þótt þeir hafi ekki kosningarétt í bandarískum kosningum.Gagnrýnd fyrir sein viðbrögð Almannavarnir Bandaríkjanna hafa sent tíu þúsund starfsmenn til eyjunnar ásamt neyðargögnum. Skemmdir sem hafa orðið á innviðum eins og höfnum og flugvöllum hafa hins vegar tafið hjálparstarf. Ríkisstjórinn Ricardo Castelló hefur óskað eftir frekari aðstoð frá alríkisstjórn Bandaríkjanna og það fljótt.Miklar skemmdir hafa orðið á samgönguinnviðum Púertó Ríkó. Dreifbýlissvæði hafa einangrast af þeim sökum og ekki hjálpar til að fjarskiptakerfi liggja að miklu leyti niðri sömuleiðis.Vísir/AFPTrump sagði í dag að hann ætli sér að heimsækja eyjuna þriðjudaginn 3. október. Dagskrá hans leyfi honum ekki að fara fyrr og þá vilji hann ekki trufla neyðarstarf, að því er kemur fram í frétt Washington Post. Forsetinn og alríkisstjórnin hafa verið gagnrýnd fyrir að taka ástandið á Púertó Ríkó ekki eins föstum tökum og í Texas og Flórída þegar fellibyljirnir Harvey og Irma gengu þar yfir.Taki fólk fram yfir skuldirEkki síst vakti það armæðu þegar Trump tísti loksins um ástandið í gær eftir að hafa þagað þunnu hljóði um það og kosið frekar að beina kröftum sínum að því að efna til illdeilna um mótmæli ruðningsmanna. Trump talaði í tístunum um miklar skuldir Púertó Ríkó og að á þeim þyrfti að taka. Púertó Ríkó lenti í greiðsluþroti fyrr á þessu ári. Stjórnvöld þar óskuðu eftir fjögurra vikna framlengingu á fresti sem þau höfðu til að standast skilmála um greiðsluþrotið. Skuldir Púertó Ríkó nema 72 milljörðum dollara, samkvæmt frétt Reuters. Sú ákvörðun Trump að blanda fjármálum Púertó Ríkó saman við neyðarástandið þar féll ekki í frjóan jarðveg hjá Carmen Yulin Cruz, borgarstjóra höfuðborgarinnar San Juan. Hún lýsti ástandinu á eyjunni sem mannúðarástandi við CNN í dag. „Maður setur ekki skuldir ofar fólki, maður setur fólk ofar skuldum,“ sagði Yulin. Donald Trump Tengdar fréttir Heilbrigðiskerfi Púertó Ríkó í lamasessi eftir Maríu Alvarlegt mannúðarástand er í uppsiglingu á Púertó Ríkó. Skortur á eldsneyti ágerir rafmagnsleysi sem gæti varað í mánuði. 25. september 2017 14:36 María nær landi Puerto Rico Þúsundir íbúa halda til í neyðarskýlum en búist er við miklum skemmdum. 20. september 2017 12:02 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Fleiri fréttir Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti ætlar að heimsækja Púertó Ríkó í næstu viku til að sjá með eigin augum eyðilegginguna sem fellibylurinn María hefur valdið þar. Ráðamenn á eyjunni vara við aðsteðjandi mannúðarástandi. Allir rafmagnsnotendur eyjunnar eru enn án rafmagns og fjarskiptakerfi liggja að miklu leyti niðri þrátt fyrir að tæplega vika sé liðin frá því að María gekk yfir eyjuna sem fjórða stigs fellibylur. Fátt bendir til að rafmagn komist aftur á í bráð, að sögn CNN-fréttastofunnar. Matvæli og lyf eru einnig að verða af skornum skammti, ekki síst í byggðum inn til lands sem hafa einangrast vegna skemmda á vegum. Sjúkrahús hafa þurft að keyra á dísilvararafstöðvum en eldsneytisskortur er einnig yfirvofandi. Þá eru margir án drykkjavatns. Púertó Ríkó er bandarískt yfirráðasvæði og landsmenn teljast bandarískir þegnar þótt þeir hafi ekki kosningarétt í bandarískum kosningum.Gagnrýnd fyrir sein viðbrögð Almannavarnir Bandaríkjanna hafa sent tíu þúsund starfsmenn til eyjunnar ásamt neyðargögnum. Skemmdir sem hafa orðið á innviðum eins og höfnum og flugvöllum hafa hins vegar tafið hjálparstarf. Ríkisstjórinn Ricardo Castelló hefur óskað eftir frekari aðstoð frá alríkisstjórn Bandaríkjanna og það fljótt.Miklar skemmdir hafa orðið á samgönguinnviðum Púertó Ríkó. Dreifbýlissvæði hafa einangrast af þeim sökum og ekki hjálpar til að fjarskiptakerfi liggja að miklu leyti niðri sömuleiðis.Vísir/AFPTrump sagði í dag að hann ætli sér að heimsækja eyjuna þriðjudaginn 3. október. Dagskrá hans leyfi honum ekki að fara fyrr og þá vilji hann ekki trufla neyðarstarf, að því er kemur fram í frétt Washington Post. Forsetinn og alríkisstjórnin hafa verið gagnrýnd fyrir að taka ástandið á Púertó Ríkó ekki eins föstum tökum og í Texas og Flórída þegar fellibyljirnir Harvey og Irma gengu þar yfir.Taki fólk fram yfir skuldirEkki síst vakti það armæðu þegar Trump tísti loksins um ástandið í gær eftir að hafa þagað þunnu hljóði um það og kosið frekar að beina kröftum sínum að því að efna til illdeilna um mótmæli ruðningsmanna. Trump talaði í tístunum um miklar skuldir Púertó Ríkó og að á þeim þyrfti að taka. Púertó Ríkó lenti í greiðsluþroti fyrr á þessu ári. Stjórnvöld þar óskuðu eftir fjögurra vikna framlengingu á fresti sem þau höfðu til að standast skilmála um greiðsluþrotið. Skuldir Púertó Ríkó nema 72 milljörðum dollara, samkvæmt frétt Reuters. Sú ákvörðun Trump að blanda fjármálum Púertó Ríkó saman við neyðarástandið þar féll ekki í frjóan jarðveg hjá Carmen Yulin Cruz, borgarstjóra höfuðborgarinnar San Juan. Hún lýsti ástandinu á eyjunni sem mannúðarástandi við CNN í dag. „Maður setur ekki skuldir ofar fólki, maður setur fólk ofar skuldum,“ sagði Yulin.
Donald Trump Tengdar fréttir Heilbrigðiskerfi Púertó Ríkó í lamasessi eftir Maríu Alvarlegt mannúðarástand er í uppsiglingu á Púertó Ríkó. Skortur á eldsneyti ágerir rafmagnsleysi sem gæti varað í mánuði. 25. september 2017 14:36 María nær landi Puerto Rico Þúsundir íbúa halda til í neyðarskýlum en búist er við miklum skemmdum. 20. september 2017 12:02 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Fleiri fréttir Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Sjá meira
Heilbrigðiskerfi Púertó Ríkó í lamasessi eftir Maríu Alvarlegt mannúðarástand er í uppsiglingu á Púertó Ríkó. Skortur á eldsneyti ágerir rafmagnsleysi sem gæti varað í mánuði. 25. september 2017 14:36
María nær landi Puerto Rico Þúsundir íbúa halda til í neyðarskýlum en búist er við miklum skemmdum. 20. september 2017 12:02