Tesla rústar 11 kraftakögglum Finnur Thorlacius skrifar 25. september 2017 10:49 Bílunum stillt upp fyrir átökin. Á hverju ári er efnt til keppninnar „Worlds Greatest Drag Race“ á Vandenberg Air Force flugbrautinni í Santa Barbara á vegum bílatímaritsins Motor Trend. Sem fyrr er þar att saman 12 af sprettharðari bílum heims og keppt er í kvartmílu. Var þetta sjöunda árið í röð sem efnt er til þessarar keppni. Bílarnir sem tóku þátt í spyrnunni nú voru 662 hestafla Ferrari 488 GTB, 580 hestafla Porsche 911 Turbo S, 600 hestafla Nissan GT-R Nismo, 600 hestafla Aston Martin DB11, 650 hestafla Camaro ZL1, 577 hestafla Mercedes-AMG GT R, 460 hestafla Corvette Grand Sport, 471 hestafla Lexus LC500, 562 hestafla McLaren 570GT, 350 hestafla Porsche 718 Cayman S, 505 hestafla Alfa Romeo Guilia Quadrifiglio og 680 hestafla Tesla Model S P100D. Alls voru því samankomin yfir 6.000 hestöfl á startlínunni. Samanlagt virði þessara bíla var yfir 120 milljónir í Bandaríkjunum og líklega langt að helmingi meira virði hingað komið. Öllum þessum kraftakögglum með brunavélar tókst ekki að standa rafmagnsbílnum Tesla Model S P100D snúning, þó svo sigur hans hafi staðið tæpt. Sjá má spyrnuna fjölmennu í meðfylgjandi myndskeiði. Mest lesið Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Erlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Innlent
Á hverju ári er efnt til keppninnar „Worlds Greatest Drag Race“ á Vandenberg Air Force flugbrautinni í Santa Barbara á vegum bílatímaritsins Motor Trend. Sem fyrr er þar att saman 12 af sprettharðari bílum heims og keppt er í kvartmílu. Var þetta sjöunda árið í röð sem efnt er til þessarar keppni. Bílarnir sem tóku þátt í spyrnunni nú voru 662 hestafla Ferrari 488 GTB, 580 hestafla Porsche 911 Turbo S, 600 hestafla Nissan GT-R Nismo, 600 hestafla Aston Martin DB11, 650 hestafla Camaro ZL1, 577 hestafla Mercedes-AMG GT R, 460 hestafla Corvette Grand Sport, 471 hestafla Lexus LC500, 562 hestafla McLaren 570GT, 350 hestafla Porsche 718 Cayman S, 505 hestafla Alfa Romeo Guilia Quadrifiglio og 680 hestafla Tesla Model S P100D. Alls voru því samankomin yfir 6.000 hestöfl á startlínunni. Samanlagt virði þessara bíla var yfir 120 milljónir í Bandaríkjunum og líklega langt að helmingi meira virði hingað komið. Öllum þessum kraftakögglum með brunavélar tókst ekki að standa rafmagnsbílnum Tesla Model S P100D snúning, þó svo sigur hans hafi staðið tæpt. Sjá má spyrnuna fjölmennu í meðfylgjandi myndskeiði.
Mest lesið Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Erlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Innlent