Ávanabindandi fjölskyldugott: Bananakúlur með rjómasúkkulaði Þórdís Lilja Gunnarsdóttir skrifar 23. september 2017 09:00 Theodóra gaf út bókina Matargatið árið 2014 þar sem hún sýndi hvernig börn geta matreitt gómsæta rétti með eða án aðstoðar. Hún vinnur nú að bók um sínar eigin gómsætu súkkulaðikökur. Vísir/Anton Brink Nammidagur er til að njóta, segir Theodóra Sigurðardóttir, heimilisfræðikennari í Melaskóla. Hún vonar að fjölskyldur landsins dundi sér saman í eldhúsinu um helgar og búi til heimagerð sætindi. „Samverustund yfir matarstússi í eldhúsinu er dýrmætur fjölskyldutími,“ segir Theodóra sem í starfi sínu sem heimilisfræðikennari þekkir vel einskæran áhuga barna á matargerð og bakstri. „Börn njóta þess að búa til eitthvað sem þeim þykir gott og það eykur með þeim hugrekki að smakka nýja hluti þegar þau hafa sjálf handfjatlað hráefnið og átt þátt í matreiðslunni.“ Theodóra kennir 4. til 7. bekkingum Melaskóla að elda sér mat og segir staðreynd að flest börn séu lítt gefin fyrir fisk. „Það er helst að þau vilji þá fiskinn sem pabbi eldar eða pabbi veiðir, en ég er að byrja með fisklotur í skólanum til að kenna þeim að matreiða fisk og kynnast honum betur, og sjá hvort það hafi áhrif.“ Á nammidögum er Theodóra sjálf veik fyrir blandi í poka og súkkulaðirúsínum, en hún bakar reyndar upp á hvern dag. „Ég baka á hverjum einasta degi þegar ég kem heim úr bökunarkennslunni og er alltaf að prófa eitthvað nýtt. Ég er víst bakari af lífi og sál og forvitin um allt sem tengist bakstri. Samkennarar mínir og fjölskyldan njóta svo afrakstursins,“ segir hún og brosir yfir girnilegum sælgætiskúlum sem hún gefur hér uppskrift að. „Það sem ég geri er yfirleitt fljótlegt og einfalt og flest hráefnin eru til í skápunum heima. Það er smávegis hollusta í þessum kúlum líka, sem er banani. Athugið bara að kúlurnar eru mjög ávanabindandi og erfitt að hætta að úða þeim í sig. Njótið vel!“ Kúlurnar eru mjög ávanabindandi og erfitt er að hætta að úða þeim í sigVísir/Anton Brink Bananakúlur með rjómasúkkulaði (16 - 20 stykki)1 pakki Haustkex (rúmlega 225 g)1 banani3 - 4 msk niðursoðin karamellumjólk (caramelized milk)pínulitlir sykurpúðar eftir smekk250 g rjómasúkkulaði brætt í vatnsbaði Myljið Haustkex í matvinnsluvél og hellið svo í skál. Stappið bananann og setjið í skálina með kexmylsnunni. Setjið 3 msk af karamellumjólk saman við, til að byrja með. Síðast eru sykurpúðar settir saman við. Blandið öllu vel saman. Ef ykkur finnst þurfa, má bæta annarri msk. af karamellumjólki. Rúllið kúlur úr deiginu. Kælið kúlurnar í ísskáp í 2 klst eða í frysti í klukkustund. Bræðið rjómasúkkulaði í vatnsbaði, veltið kúlunum upp úr því, raðið á plötu með bökunarpappír og látið súkkulaðið harðna. Skreyta má kúlurnar með fallegu kökuskrauti og líka er hægt að dreifa smá kexmylsnu yfir þær. Gott er að gera það áður en súkkulaðið verður hart. Það kemur líka ljómandi vel út að nota smátt saxað súkkulaði í þessar kúlur og auðvitað má nota annað súkkulaði en rjómasúkkulaði. Geymið í frysti. Eftirréttir Partýréttir Uppskriftir Mest lesið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Húðrútína Birtu Abiba Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig Tónlist Frægar í fantaformi Lífið Fleiri fréttir Þetta borðuðu Jói Fel og frú í sex mánuði Sjá meira
Nammidagur er til að njóta, segir Theodóra Sigurðardóttir, heimilisfræðikennari í Melaskóla. Hún vonar að fjölskyldur landsins dundi sér saman í eldhúsinu um helgar og búi til heimagerð sætindi. „Samverustund yfir matarstússi í eldhúsinu er dýrmætur fjölskyldutími,“ segir Theodóra sem í starfi sínu sem heimilisfræðikennari þekkir vel einskæran áhuga barna á matargerð og bakstri. „Börn njóta þess að búa til eitthvað sem þeim þykir gott og það eykur með þeim hugrekki að smakka nýja hluti þegar þau hafa sjálf handfjatlað hráefnið og átt þátt í matreiðslunni.“ Theodóra kennir 4. til 7. bekkingum Melaskóla að elda sér mat og segir staðreynd að flest börn séu lítt gefin fyrir fisk. „Það er helst að þau vilji þá fiskinn sem pabbi eldar eða pabbi veiðir, en ég er að byrja með fisklotur í skólanum til að kenna þeim að matreiða fisk og kynnast honum betur, og sjá hvort það hafi áhrif.“ Á nammidögum er Theodóra sjálf veik fyrir blandi í poka og súkkulaðirúsínum, en hún bakar reyndar upp á hvern dag. „Ég baka á hverjum einasta degi þegar ég kem heim úr bökunarkennslunni og er alltaf að prófa eitthvað nýtt. Ég er víst bakari af lífi og sál og forvitin um allt sem tengist bakstri. Samkennarar mínir og fjölskyldan njóta svo afrakstursins,“ segir hún og brosir yfir girnilegum sælgætiskúlum sem hún gefur hér uppskrift að. „Það sem ég geri er yfirleitt fljótlegt og einfalt og flest hráefnin eru til í skápunum heima. Það er smávegis hollusta í þessum kúlum líka, sem er banani. Athugið bara að kúlurnar eru mjög ávanabindandi og erfitt að hætta að úða þeim í sig. Njótið vel!“ Kúlurnar eru mjög ávanabindandi og erfitt er að hætta að úða þeim í sigVísir/Anton Brink Bananakúlur með rjómasúkkulaði (16 - 20 stykki)1 pakki Haustkex (rúmlega 225 g)1 banani3 - 4 msk niðursoðin karamellumjólk (caramelized milk)pínulitlir sykurpúðar eftir smekk250 g rjómasúkkulaði brætt í vatnsbaði Myljið Haustkex í matvinnsluvél og hellið svo í skál. Stappið bananann og setjið í skálina með kexmylsnunni. Setjið 3 msk af karamellumjólk saman við, til að byrja með. Síðast eru sykurpúðar settir saman við. Blandið öllu vel saman. Ef ykkur finnst þurfa, má bæta annarri msk. af karamellumjólki. Rúllið kúlur úr deiginu. Kælið kúlurnar í ísskáp í 2 klst eða í frysti í klukkustund. Bræðið rjómasúkkulaði í vatnsbaði, veltið kúlunum upp úr því, raðið á plötu með bökunarpappír og látið súkkulaðið harðna. Skreyta má kúlurnar með fallegu kökuskrauti og líka er hægt að dreifa smá kexmylsnu yfir þær. Gott er að gera það áður en súkkulaðið verður hart. Það kemur líka ljómandi vel út að nota smátt saxað súkkulaði í þessar kúlur og auðvitað má nota annað súkkulaði en rjómasúkkulaði. Geymið í frysti.
Eftirréttir Partýréttir Uppskriftir Mest lesið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Húðrútína Birtu Abiba Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig Tónlist Frægar í fantaformi Lífið Fleiri fréttir Þetta borðuðu Jói Fel og frú í sex mánuði Sjá meira