Facebook afhendir þinginu Rússagögnin Stefán Ó. Jónsson skrifar 22. september 2017 08:26 Mark Zuckerberg ávarpaði netheima í beinni útsendingu í gærkvöldi. Facebook Facebook mun veita báðum deildum bandaríska þingsins aðgang að gögnum er varða kaup rússneskra fyrirtækja á auglýsingum fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum í fyrra.Fulltrúar Facebook greindu bandarískum rannsakendum frá því í upphafi mánaðarins að rússnesk fyrirtæki sem þekkkt eru fyrir að dreifa áróðri í þágu stjórnvalda í Kreml hafi keypt þúsundir auglýsinga í aðdraganda kosninganna. Kaupverðið var um 100 þúsund dalir, næstum 11 milljónir króna. Talið er að auglýsingarnar hafi verið rúmlega 3000 talsins og dreifst yfir næstum tveggja ára tímabil, frá júní 2015 fram í maí í ár.Sjá einnig: Facebook seldi rússnesku fyrirtæki auglýsingar fyrir kosningarnar í Bandaríkjunum Í beinni Facebook-útsendingu í gærkvöldi greindi forstjóri samfélagsmiðilsins, Mark Zuckerberg, frá níu stiga aðgerðaráætlun sem fyrirtækið hefur sett saman til að koma í veg fyrir að áróður af þessu tagi fái brautargengi á miðlinum.„Við búum í nýjum heimi. Netsamfélög standa frammi fyrir nýrri áskorun þegar þjóðríki reyna að hafa áhrif á kosningar. Ef þetta er það sem við verðum að gera þá munum við ekki skorast undan,“ sagði Zuckerberg. Facebook mun að sama skapi taka stefnu sína í stjórnmálatengdum auglýsingum til gagngerrar endurskoðunar. Þá mun fyrirtækið fjölga í kosningateymi sínu um 250. Facebook hefur veitt sérstakri rannsóknarnefnd Roberts Mueller, sem kannar tengsl kosningateymis Trump við rússnesk stjórnvöld, aðgang að fyrrnefndum gögnum og upplýsingar um hverjir stóðu að baki auglýsingakaupunum. „Ég ætla ekki að sitja hér og segja ykkur að við munum ná að koma í veg fyrir allt slæmt á miðlinum. Við könnum ekki hvað fólk skrifar áður en það birtir það og ég er nokkuð viss um að samfélagið myndi ekki vilja hafa það þannig. Frelsi þýðir að þú þurfir ekki að spyrja um leyfi fyrst,“ sagði Zuckerberg í yfirlýsingunni sem sjá má hér að ofan. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Kosningastjóri Trump bauð rússneskum auðjöfri upplýsingar um kosningabaráttuna Aðeins tveimur vikum áður en Donald Trump var útnefndur frambjóðandi Repúblikana fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum á síðasta ári bauð þáverandi kosningastjóri hans rússneskum auðjöfri upplýsingar um kosningabaráttuna. 20. september 2017 21:47 Facebook seldi rússnesku fyrirtæki auglýsingar fyrir kosningarnar í Bandaríkjunum Fréttirnar vekja spurningar um hvar Rússarnir fengu upplýsingar um að hvaða hópum kjósenda þeir ættu að beina auglýsingunum. 6. september 2017 20:41 Mueller krefst gagna frá Hvíta húsinu Umdeildar athafnir Donalds Trump í embætti eru á meðal viðburða sem sérstakur rannsakandi bandaríska dómsmálaráðuneytisins vill fá gögn um frá Hvíta húsinu. 21. september 2017 10:26 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Innlent Fleiri fréttir Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Sjá meira
Facebook mun veita báðum deildum bandaríska þingsins aðgang að gögnum er varða kaup rússneskra fyrirtækja á auglýsingum fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum í fyrra.Fulltrúar Facebook greindu bandarískum rannsakendum frá því í upphafi mánaðarins að rússnesk fyrirtæki sem þekkkt eru fyrir að dreifa áróðri í þágu stjórnvalda í Kreml hafi keypt þúsundir auglýsinga í aðdraganda kosninganna. Kaupverðið var um 100 þúsund dalir, næstum 11 milljónir króna. Talið er að auglýsingarnar hafi verið rúmlega 3000 talsins og dreifst yfir næstum tveggja ára tímabil, frá júní 2015 fram í maí í ár.Sjá einnig: Facebook seldi rússnesku fyrirtæki auglýsingar fyrir kosningarnar í Bandaríkjunum Í beinni Facebook-útsendingu í gærkvöldi greindi forstjóri samfélagsmiðilsins, Mark Zuckerberg, frá níu stiga aðgerðaráætlun sem fyrirtækið hefur sett saman til að koma í veg fyrir að áróður af þessu tagi fái brautargengi á miðlinum.„Við búum í nýjum heimi. Netsamfélög standa frammi fyrir nýrri áskorun þegar þjóðríki reyna að hafa áhrif á kosningar. Ef þetta er það sem við verðum að gera þá munum við ekki skorast undan,“ sagði Zuckerberg. Facebook mun að sama skapi taka stefnu sína í stjórnmálatengdum auglýsingum til gagngerrar endurskoðunar. Þá mun fyrirtækið fjölga í kosningateymi sínu um 250. Facebook hefur veitt sérstakri rannsóknarnefnd Roberts Mueller, sem kannar tengsl kosningateymis Trump við rússnesk stjórnvöld, aðgang að fyrrnefndum gögnum og upplýsingar um hverjir stóðu að baki auglýsingakaupunum. „Ég ætla ekki að sitja hér og segja ykkur að við munum ná að koma í veg fyrir allt slæmt á miðlinum. Við könnum ekki hvað fólk skrifar áður en það birtir það og ég er nokkuð viss um að samfélagið myndi ekki vilja hafa það þannig. Frelsi þýðir að þú þurfir ekki að spyrja um leyfi fyrst,“ sagði Zuckerberg í yfirlýsingunni sem sjá má hér að ofan.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Kosningastjóri Trump bauð rússneskum auðjöfri upplýsingar um kosningabaráttuna Aðeins tveimur vikum áður en Donald Trump var útnefndur frambjóðandi Repúblikana fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum á síðasta ári bauð þáverandi kosningastjóri hans rússneskum auðjöfri upplýsingar um kosningabaráttuna. 20. september 2017 21:47 Facebook seldi rússnesku fyrirtæki auglýsingar fyrir kosningarnar í Bandaríkjunum Fréttirnar vekja spurningar um hvar Rússarnir fengu upplýsingar um að hvaða hópum kjósenda þeir ættu að beina auglýsingunum. 6. september 2017 20:41 Mueller krefst gagna frá Hvíta húsinu Umdeildar athafnir Donalds Trump í embætti eru á meðal viðburða sem sérstakur rannsakandi bandaríska dómsmálaráðuneytisins vill fá gögn um frá Hvíta húsinu. 21. september 2017 10:26 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Innlent Fleiri fréttir Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Sjá meira
Kosningastjóri Trump bauð rússneskum auðjöfri upplýsingar um kosningabaráttuna Aðeins tveimur vikum áður en Donald Trump var útnefndur frambjóðandi Repúblikana fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum á síðasta ári bauð þáverandi kosningastjóri hans rússneskum auðjöfri upplýsingar um kosningabaráttuna. 20. september 2017 21:47
Facebook seldi rússnesku fyrirtæki auglýsingar fyrir kosningarnar í Bandaríkjunum Fréttirnar vekja spurningar um hvar Rússarnir fengu upplýsingar um að hvaða hópum kjósenda þeir ættu að beina auglýsingunum. 6. september 2017 20:41
Mueller krefst gagna frá Hvíta húsinu Umdeildar athafnir Donalds Trump í embætti eru á meðal viðburða sem sérstakur rannsakandi bandaríska dómsmálaráðuneytisins vill fá gögn um frá Hvíta húsinu. 21. september 2017 10:26