Lokatölur úr laxveiðiánum á síðustu dögum tímabilsins Karl Lúðvíksson skrifar 21. september 2017 10:15 Veiðitímabilinu í sjálfbæru laxveiðiánum er að ljúka þessa dagana en áfram er veitt í ánum sem byggðar eru upp á seiðasleppingum í það minnsta fram yfir miðjan október. Það berast nú lokatölur úr fleiri ám og það verður ekki annað sagt við að fara yfir þær tölur að í flestum ánum til að mynda á vesturlandi var sumarið bara ljómandi gott. Samkvæmt listanum sem var birtur í gærkvöldi á vefsíðu Landssambands Veiðifélaga hafa eftirtaldar ár nú lokað fyrir veiðum og skilað inn sínum lokatölum. Þverá og Kjarrá, Norðurá, Blanda, Haffjarðará, Laxá á Ásum, Selá, Elliðaár, Laxá í Aðaldal, Skjálfandafljót, Straumfjarðará, Straumarnir, Búðardalsá, Laugardalsá og Krossá á Skarðsströnd. Ennþá er veitt í Miðafjarðará en hún er hæst sjálfbærru ánna á listnum á þessu tímabili með 3.627 laxa með nokkra daga eftir af tímabilinu. Ytri Rangá er aflahæst ánna með 6.526 laxa og þar á eftir að veiða í um mánuð í viðbót svo hún gæti vel farið yfir 7.000 laxa sem verður þó nokkuð undir veiðinni í fyrra en þá veiddust 9.323 laxar í ánni. Systuráin Eystri Rangá hefur einhverra hluta vegna ekki komist í gang og heimturnar í hana greinilega undir því sem þær voru í fyrra. Það hafa veiðst í henni 2.030 laxar sem gera hana að fjórðu aflahæstu ánni í sumar en heildarveiðin er engu að síður minni en í fyrra þegar það veiddust 3.254 laxar. Listann í heild sinni má finna á www.angling.is Mest lesið 112 sentimetra stórlax úr Vatnsdalsá Veiði Gæsaveiðin gengur vel um allt land Veiði Breyta veiðireglum vegna urriðadráps Veiði Ertu eiginkona veiðimanns? Veiði Fyrsti laxinn kominn úr Eystri Rangá Veiði Framleiða sjónvarpsþætti um sportveiði Veiði Villingavatnsárós opnar á laugardag Veiði Laxá í Kjós gaf 137 laxa í liðinni viku Veiði Veiðin fer vel af stað í Hlíðarvatni Veiði Veiðimyndakeppni flugunnar Zeldu í gangi Veiði
Veiðitímabilinu í sjálfbæru laxveiðiánum er að ljúka þessa dagana en áfram er veitt í ánum sem byggðar eru upp á seiðasleppingum í það minnsta fram yfir miðjan október. Það berast nú lokatölur úr fleiri ám og það verður ekki annað sagt við að fara yfir þær tölur að í flestum ánum til að mynda á vesturlandi var sumarið bara ljómandi gott. Samkvæmt listanum sem var birtur í gærkvöldi á vefsíðu Landssambands Veiðifélaga hafa eftirtaldar ár nú lokað fyrir veiðum og skilað inn sínum lokatölum. Þverá og Kjarrá, Norðurá, Blanda, Haffjarðará, Laxá á Ásum, Selá, Elliðaár, Laxá í Aðaldal, Skjálfandafljót, Straumfjarðará, Straumarnir, Búðardalsá, Laugardalsá og Krossá á Skarðsströnd. Ennþá er veitt í Miðafjarðará en hún er hæst sjálfbærru ánna á listnum á þessu tímabili með 3.627 laxa með nokkra daga eftir af tímabilinu. Ytri Rangá er aflahæst ánna með 6.526 laxa og þar á eftir að veiða í um mánuð í viðbót svo hún gæti vel farið yfir 7.000 laxa sem verður þó nokkuð undir veiðinni í fyrra en þá veiddust 9.323 laxar í ánni. Systuráin Eystri Rangá hefur einhverra hluta vegna ekki komist í gang og heimturnar í hana greinilega undir því sem þær voru í fyrra. Það hafa veiðst í henni 2.030 laxar sem gera hana að fjórðu aflahæstu ánni í sumar en heildarveiðin er engu að síður minni en í fyrra þegar það veiddust 3.254 laxar. Listann í heild sinni má finna á www.angling.is
Mest lesið 112 sentimetra stórlax úr Vatnsdalsá Veiði Gæsaveiðin gengur vel um allt land Veiði Breyta veiðireglum vegna urriðadráps Veiði Ertu eiginkona veiðimanns? Veiði Fyrsti laxinn kominn úr Eystri Rangá Veiði Framleiða sjónvarpsþætti um sportveiði Veiði Villingavatnsárós opnar á laugardag Veiði Laxá í Kjós gaf 137 laxa í liðinni viku Veiði Veiðin fer vel af stað í Hlíðarvatni Veiði Veiðimyndakeppni flugunnar Zeldu í gangi Veiði