Umboðsmaður Alþingis kemur fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd vegna uppreistar æru Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 21. september 2017 09:11 Frá opnum fundi stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar með dómsmálaráðherra fyrr í vikunni þar sem uppreist æru var til umræðu. vísir/anton brink Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, mætir á fund stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar í dag til að ræða við nefndarmenn um uppreist æru, reglurnar sem um það gilda og framkvæmdina. „Við ætlum að fara yfir þessi mál með umboðsmanni og hvaða álitaefni kunna af vera uppi. Við erum enn fyrst og fremst í upplýsingaöflun hvar álitaefnin kunna að vera,“ segir Jón Steindór Valdimarsson, formaður nefndarinnar. Jón Steindór var kjörinn formaður fyrir fund nefndarinnar á þriðjudag þegar Viðreisn, flokkur hans, myndaði meirihluta með minnihlutanum og setti Brynjar Níelsson, þingmann Sjálfstæðisflokksins, af sem formann nefndarinnar. Komið hefur fram að Viðreisn vildi rannsaka embættisfærslur Sigríðar Á. Andersen, dómsmálaráðherra, og Bjarna Benediktssonar, forsætisráðherra, flokkssystkina Brynjars, í tengslum við það að Sigríður miðlaði upplýsingum um það til Bjarna að faðir hans, Benedikt Sveinsson, hafði skrifað undir umsögn á umsókn dæmds kynferðisbrotamanns um uppreist æru. Brynjar sagði svo í samtali við Vísi um helgina að Viðreisn gæti leitað til umboðsmanns Alþingis teldi flokkurinn þörf á að rannsaka embættisfærslur ráðherranna. Ekki kæmi til greina að stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd færi í slíka rannsókn. Nú hefur nefndin kallað umboðsmann til fundar og því liggur beint við að spyrja Jón Steindór að því hvort að rannsókn sé hafin. „Við erum á athugunarstigi og undirbúningsstigi og það er engin formleg rannsókn hafin. Við erum að skoða málið allt í heild, reglurnar, miðlun upplýsinga og annað,“ segir Jón Steindór. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Dæmdur kynferðisbrotamaður dró umsókn um uppreist æru til baka Maður sem dæmdur var fyrir kynferðisbrot gegn barni og hafði sótt um uppreist æru dró umsókn sína til baka í morgun. 19. september 2017 10:49 Brynjar settur af: Segist kannski hafa móðgað Viðreisn of mikið Minnihluti nefndarinnar og Viðreisn settu Brynjar Níelsson af sem formann. 19. september 2017 14:33 „Hér var engin tilraun til þöggunar eða þöggun yfirhöfuð“ Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, frábiður sér ásakanir á hendur henni og ráðuneyti hennar um að þöggun og leyndarhyggja hafi ríkt í kringum mál tengd uppreist æru. 19. september 2017 11:24 Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Fleiri fréttir Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Sjá meira
Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, mætir á fund stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar í dag til að ræða við nefndarmenn um uppreist æru, reglurnar sem um það gilda og framkvæmdina. „Við ætlum að fara yfir þessi mál með umboðsmanni og hvaða álitaefni kunna af vera uppi. Við erum enn fyrst og fremst í upplýsingaöflun hvar álitaefnin kunna að vera,“ segir Jón Steindór Valdimarsson, formaður nefndarinnar. Jón Steindór var kjörinn formaður fyrir fund nefndarinnar á þriðjudag þegar Viðreisn, flokkur hans, myndaði meirihluta með minnihlutanum og setti Brynjar Níelsson, þingmann Sjálfstæðisflokksins, af sem formann nefndarinnar. Komið hefur fram að Viðreisn vildi rannsaka embættisfærslur Sigríðar Á. Andersen, dómsmálaráðherra, og Bjarna Benediktssonar, forsætisráðherra, flokkssystkina Brynjars, í tengslum við það að Sigríður miðlaði upplýsingum um það til Bjarna að faðir hans, Benedikt Sveinsson, hafði skrifað undir umsögn á umsókn dæmds kynferðisbrotamanns um uppreist æru. Brynjar sagði svo í samtali við Vísi um helgina að Viðreisn gæti leitað til umboðsmanns Alþingis teldi flokkurinn þörf á að rannsaka embættisfærslur ráðherranna. Ekki kæmi til greina að stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd færi í slíka rannsókn. Nú hefur nefndin kallað umboðsmann til fundar og því liggur beint við að spyrja Jón Steindór að því hvort að rannsókn sé hafin. „Við erum á athugunarstigi og undirbúningsstigi og það er engin formleg rannsókn hafin. Við erum að skoða málið allt í heild, reglurnar, miðlun upplýsinga og annað,“ segir Jón Steindór.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Dæmdur kynferðisbrotamaður dró umsókn um uppreist æru til baka Maður sem dæmdur var fyrir kynferðisbrot gegn barni og hafði sótt um uppreist æru dró umsókn sína til baka í morgun. 19. september 2017 10:49 Brynjar settur af: Segist kannski hafa móðgað Viðreisn of mikið Minnihluti nefndarinnar og Viðreisn settu Brynjar Níelsson af sem formann. 19. september 2017 14:33 „Hér var engin tilraun til þöggunar eða þöggun yfirhöfuð“ Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, frábiður sér ásakanir á hendur henni og ráðuneyti hennar um að þöggun og leyndarhyggja hafi ríkt í kringum mál tengd uppreist æru. 19. september 2017 11:24 Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Fleiri fréttir Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Sjá meira
Dæmdur kynferðisbrotamaður dró umsókn um uppreist æru til baka Maður sem dæmdur var fyrir kynferðisbrot gegn barni og hafði sótt um uppreist æru dró umsókn sína til baka í morgun. 19. september 2017 10:49
Brynjar settur af: Segist kannski hafa móðgað Viðreisn of mikið Minnihluti nefndarinnar og Viðreisn settu Brynjar Níelsson af sem formann. 19. september 2017 14:33
„Hér var engin tilraun til þöggunar eða þöggun yfirhöfuð“ Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, frábiður sér ásakanir á hendur henni og ráðuneyti hennar um að þöggun og leyndarhyggja hafi ríkt í kringum mál tengd uppreist æru. 19. september 2017 11:24