Netflix fjarlægði barnaþátt eftir ábendingar um bakgrunnsböll Stefán Ó. Jónsson skrifar 21. september 2017 08:54 Býflugan Maya á sér ungan aðdáendahóp. netflix Netflix hefur fjarlægt teiknimyndaþátt eftir að hafa fengið fjölmargar ábendingar um ósiðlega tréristu. Áhyggjufullir áhorfendur bentu streymisveituna á að í einu atriði þáttarinns Maya the bee mætti sjá hvernig búið var að rista útlínur getnaðarlims í trjábol í bakgrunninum. Móðir ungs barns var ein þeirra sem varð ballarins vör og lýsti hún áhyggjum sínum á Facebook.Böllinn mátti sjá inni í bolnum.Netflix„Passiði vel upp á hvað börnin ykkar horfa á. Ég veit að ég er ekki að missa vitið og ég veit að eitthvað þessu líkt á ekki heima í barnaefni,“ skrifaði Chey Robinson og bætti við: „Mér býður algjörlega við þessu, það er ekki nokkur ástæða fyrir því að börnin mín ættu að sjá eitthvað þessu líkt.“ Netflix hefur ekki enn tjáð sig um málið en hefur þó fjarlægt umræddan þátt, þann þrítugasta og fimmta í fyrstu þáttaröð Maya the bee. Hún er ekki aðgengileg á íslensku útgáfu streymisveitunnar. Maya the bee hóf göngu sína árið 2012 og eru þættirnir 78 talsins. Þeir eru framleiddir af fyrirtækinu Studio 100 sem hefur ekki heldur útskýrt hvernig fyrrnefndur limur rataði í bolinn. Hér að neðan má sjá Chey Robinson benda á tréristuna sem fór fyrir brjóstið á henni. Mest lesið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Lífið „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ Makamál „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Lífið Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull Lífið Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Netflix hefur fjarlægt teiknimyndaþátt eftir að hafa fengið fjölmargar ábendingar um ósiðlega tréristu. Áhyggjufullir áhorfendur bentu streymisveituna á að í einu atriði þáttarinns Maya the bee mætti sjá hvernig búið var að rista útlínur getnaðarlims í trjábol í bakgrunninum. Móðir ungs barns var ein þeirra sem varð ballarins vör og lýsti hún áhyggjum sínum á Facebook.Böllinn mátti sjá inni í bolnum.Netflix„Passiði vel upp á hvað börnin ykkar horfa á. Ég veit að ég er ekki að missa vitið og ég veit að eitthvað þessu líkt á ekki heima í barnaefni,“ skrifaði Chey Robinson og bætti við: „Mér býður algjörlega við þessu, það er ekki nokkur ástæða fyrir því að börnin mín ættu að sjá eitthvað þessu líkt.“ Netflix hefur ekki enn tjáð sig um málið en hefur þó fjarlægt umræddan þátt, þann þrítugasta og fimmta í fyrstu þáttaröð Maya the bee. Hún er ekki aðgengileg á íslensku útgáfu streymisveitunnar. Maya the bee hóf göngu sína árið 2012 og eru þættirnir 78 talsins. Þeir eru framleiddir af fyrirtækinu Studio 100 sem hefur ekki heldur útskýrt hvernig fyrrnefndur limur rataði í bolinn. Hér að neðan má sjá Chey Robinson benda á tréristuna sem fór fyrir brjóstið á henni.
Mest lesið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Lífið „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ Makamál „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Lífið Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull Lífið Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein