Þarfnast móðir náttúra umboðsmanns? Tómas Guðbjartsson skrifar 21. september 2017 06:00 Það er flestum ljóst sem fylgst hafa með umræðunni um fyrirhugaða Hvalárvirkun og stóriðju í Helguvík að náttúra Íslands á undir högg að sækja. Orkufyrirtæki og erlend stóriðja ásælast vatnsföll okkar og jarðhitasvæði til raforkuframleiðslu. Þetta á við um Strandir, Reykjanes, Þjórsársvæðið, en einnig hjarta landsins, miðhálendið, þar sem hart er sótt að náttúruperlum við jaðar Vatnajökulsþjóðgarðs. Skammt frá vill Landsnet ennfremur fórna víðernum Sprengisands með lagningu háspennulínu.Íslensk náttúra seld í ánauð Nú eru á teikniborðinu 8 stórvirkjanir á Íslandi. Þær eiga alls að framleiða 419 MW af orku sem að langmestu leyti (80%) er hugsuð til stóriðju, ekki síst kísilvera í Helguvík. Þessar virkjanir kosta gríðarlegt fé og arðsemi þeirra er umdeild, enda virðist hagnaður af starfseminni sem þær þjóna oft á tíðum færður með bókfærslubrögðum til útlanda. Íslendingar eru því að selja náttúru sína – og það á undirverði eins og fékkst staðfest í bæklingi iðnaðarráðuneytisins frá 1995 með heitinu „Lowest Energy Prices in Europe for New Contracts – Your Springboard into Europe“, en þannig átti að lokka til landsins orkufrek stóriðjufyrirtæki. Vægast sagt vafasamt. Átakið átti sinn þátt í að gera Ísland að mesta orkuframleiðslulandi í heimi á íbúa. Þó eru enn hættulegri áform um lagningu háspennustrengs til Skotlands. Sú leið hvetur til frekari virkjunar fallvatna á hálendinu. „Grænt rafmagn“ til frænda okkar Skota yrði því dýrkeypt íslenskri náttúru - náttúru sem getur ekki varist klóm fjársterkra erlendra stóriðjufyrirtækja og orkufyrirtækja - aðila sem ekki bera hag komandi kynslóða Íslendinga nægilega fyrir brjósti.Umboðsmaður náttúrunnar Það er umhugsunarefni fyrir okkur Íslendinga hversu veikar eftirlitsstofnanir okkar eru hvað náttúruvernd varðar. Það sést t.d. á hiki Umhverfisstofnunar í málefnum United Silicon í Helguvík. Valdheimildir Skipulagsstofnunar og gölluð Rammáætlun hrökkva einnig skammt til að verja hagsmuni náttúrunnar. Ég tel því tímabært að setja á stofn nýtt embætti; Umboðsmann náttúrunnar, sem gjarna mætti vera kona, því þær virðast iðulega víðsýnni en karlar þegar kemur að náttúruvernd. Tilvalið er að nýta sér góða reynslu af embættum Umboðsmanns Alþingis og Umboðsmanns barna – embætta sem hafa gefið góða raun. Í starfslýsingu kæmi fram að umboðsmaður náttúrunnar myndi vinna að því að gæta hagsmuna náttúru Íslands og tryggja að farið sé að lögum og reglugerðum. Embættið myndi ekki taka til meðferðar ágreining milli einstaklinga en myndi leiðbeina þeim sem til þess leita með slík mál og benda á færar leiðir innan stjórnsýslu og hjá dómstólum.Full alvara Tillaga mín er sett fram af fullri alvöru og ég vona að umhverfisráðherra, ríkisstjórn og Alþingi taki hana til gaumgæfilegrar skoðunar. Náttúra sem ekki getur varið sig - en er samtímis ein okkar helsta auðlind - á undir högg að sækja og verður að fá að njóta vafans. Virði íslenskra víðerna og fossa vex sífellt með vaxandi fjölda innlendra og erlendra ferðamanna. Einnig verða seint metnar til fjár þær ánægjustundir sem íslensk náttúra veitir okkur Íslendingum, stundir sem eru helsta uppspretta sköpunar fyrir listamenn okkar og rithöfunda. Ég tel ljóst að unaðsstundir í náttúru Íslands séu í huga flestra Íslendinga og erlendra gesta dýrmætari en kílówattstundir. Þau viðhorf eru komin til að vera og stjórnmálamenn sem ekki átta sig á þessu eru úr takti við þjóð sína og minnkandi eftirspurn verður eftir kröftum þeirra á Alþingi. Nýtum því góða stöðu þjóðarbúsins til að bæta vegi og aðra innviði á Vestfjörðum. Á sama tíma á að kynna betur einstaka náttúru svæðisins. Þá mun ferðamönnum þar fjölga og búsetuskilyrði verða vænlegri fyrir heimamenn. Sköpum þannig sátt um náttúruvernd og tryggjum hagsmuni óspilltra víðerna.Höfundur er skurðlæknir, prófessor og náttúrverndarsinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Tómas Guðbjartsson Mest lesið D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Skoðun Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Sjá meira
Það er flestum ljóst sem fylgst hafa með umræðunni um fyrirhugaða Hvalárvirkun og stóriðju í Helguvík að náttúra Íslands á undir högg að sækja. Orkufyrirtæki og erlend stóriðja ásælast vatnsföll okkar og jarðhitasvæði til raforkuframleiðslu. Þetta á við um Strandir, Reykjanes, Þjórsársvæðið, en einnig hjarta landsins, miðhálendið, þar sem hart er sótt að náttúruperlum við jaðar Vatnajökulsþjóðgarðs. Skammt frá vill Landsnet ennfremur fórna víðernum Sprengisands með lagningu háspennulínu.Íslensk náttúra seld í ánauð Nú eru á teikniborðinu 8 stórvirkjanir á Íslandi. Þær eiga alls að framleiða 419 MW af orku sem að langmestu leyti (80%) er hugsuð til stóriðju, ekki síst kísilvera í Helguvík. Þessar virkjanir kosta gríðarlegt fé og arðsemi þeirra er umdeild, enda virðist hagnaður af starfseminni sem þær þjóna oft á tíðum færður með bókfærslubrögðum til útlanda. Íslendingar eru því að selja náttúru sína – og það á undirverði eins og fékkst staðfest í bæklingi iðnaðarráðuneytisins frá 1995 með heitinu „Lowest Energy Prices in Europe for New Contracts – Your Springboard into Europe“, en þannig átti að lokka til landsins orkufrek stóriðjufyrirtæki. Vægast sagt vafasamt. Átakið átti sinn þátt í að gera Ísland að mesta orkuframleiðslulandi í heimi á íbúa. Þó eru enn hættulegri áform um lagningu háspennustrengs til Skotlands. Sú leið hvetur til frekari virkjunar fallvatna á hálendinu. „Grænt rafmagn“ til frænda okkar Skota yrði því dýrkeypt íslenskri náttúru - náttúru sem getur ekki varist klóm fjársterkra erlendra stóriðjufyrirtækja og orkufyrirtækja - aðila sem ekki bera hag komandi kynslóða Íslendinga nægilega fyrir brjósti.Umboðsmaður náttúrunnar Það er umhugsunarefni fyrir okkur Íslendinga hversu veikar eftirlitsstofnanir okkar eru hvað náttúruvernd varðar. Það sést t.d. á hiki Umhverfisstofnunar í málefnum United Silicon í Helguvík. Valdheimildir Skipulagsstofnunar og gölluð Rammáætlun hrökkva einnig skammt til að verja hagsmuni náttúrunnar. Ég tel því tímabært að setja á stofn nýtt embætti; Umboðsmann náttúrunnar, sem gjarna mætti vera kona, því þær virðast iðulega víðsýnni en karlar þegar kemur að náttúruvernd. Tilvalið er að nýta sér góða reynslu af embættum Umboðsmanns Alþingis og Umboðsmanns barna – embætta sem hafa gefið góða raun. Í starfslýsingu kæmi fram að umboðsmaður náttúrunnar myndi vinna að því að gæta hagsmuna náttúru Íslands og tryggja að farið sé að lögum og reglugerðum. Embættið myndi ekki taka til meðferðar ágreining milli einstaklinga en myndi leiðbeina þeim sem til þess leita með slík mál og benda á færar leiðir innan stjórnsýslu og hjá dómstólum.Full alvara Tillaga mín er sett fram af fullri alvöru og ég vona að umhverfisráðherra, ríkisstjórn og Alþingi taki hana til gaumgæfilegrar skoðunar. Náttúra sem ekki getur varið sig - en er samtímis ein okkar helsta auðlind - á undir högg að sækja og verður að fá að njóta vafans. Virði íslenskra víðerna og fossa vex sífellt með vaxandi fjölda innlendra og erlendra ferðamanna. Einnig verða seint metnar til fjár þær ánægjustundir sem íslensk náttúra veitir okkur Íslendingum, stundir sem eru helsta uppspretta sköpunar fyrir listamenn okkar og rithöfunda. Ég tel ljóst að unaðsstundir í náttúru Íslands séu í huga flestra Íslendinga og erlendra gesta dýrmætari en kílówattstundir. Þau viðhorf eru komin til að vera og stjórnmálamenn sem ekki átta sig á þessu eru úr takti við þjóð sína og minnkandi eftirspurn verður eftir kröftum þeirra á Alþingi. Nýtum því góða stöðu þjóðarbúsins til að bæta vegi og aðra innviði á Vestfjörðum. Á sama tíma á að kynna betur einstaka náttúru svæðisins. Þá mun ferðamönnum þar fjölga og búsetuskilyrði verða vænlegri fyrir heimamenn. Sköpum þannig sátt um náttúruvernd og tryggjum hagsmuni óspilltra víðerna.Höfundur er skurðlæknir, prófessor og náttúrverndarsinni.
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar