Sundrung, upplausn og óvissa til umræðu í Víglínunni Samúel Karl Ólason skrifar 30. september 2017 11:28 Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins stendur í ströngu þessa dagana. Ekki bara við undirbúning alþingiskosninga eftir fjórar vikur heldur glímir hann einnig við upplausn í eigin flokki því nánast daglega berast fréttir af úrsögnum forystufólks og almennra flokksmanna úr flokknum víðs vegar um land. Sigurður Ingi verður gestur Heimis Más Péturssonar fréttamanns í Víglínunni í opinni dagskrá og beinni útsendingu á Stöð 2 og Vísi klukkan 12:20 í dag. Þar verður farið yfir stöðuna innan Framsóknarflokksins og hvað formaðurinn telur að flokkurinn hafi fram að færa á næsta kjörtímabili. Stjórnmálaflokkarnir munu allir ljúka frágangi framboðslista sinna nú um helgina og fyrir lok komandi viku. Vinstri græn hafa verið hástökkvarar kannanna undanfarnar vikur og mælst með allt að 30 prósenta fylgi. Rósa Björk Brynjólfsdóttir þingmaður flokksins sækist eftir fyrsta sætinu í suðvesturkjördæmi (Kraganum) sem er eina kjördæmið þar sem fram fer forval hjá flokknum fyrir komandi kosningar. Rósa Björk mætir í seinni hluta Víglínunnar ásamt Þorsteini Víglundssyni þingmanni Viðreisnar og Ingu Sæland formanni Flokks fólksins. Flokkur fólksins hefur mælst ágætlega í könnunum að undanförnu og fengi kjörna fulltrúa á þing samkvæmt þeim. En Viðreisn á hins vegar á brattan að sækja og nær samkvæmt nýjustu könnun Félagsvísindastofnunar ekki fulltrúum á Alþingi. Víglínan er í opinni dagskrá og í beinni útsendingu á Stöð 2 og Vísi klukkan 12:20. Kosningar 2017 Víglínan Mest lesið Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins stendur í ströngu þessa dagana. Ekki bara við undirbúning alþingiskosninga eftir fjórar vikur heldur glímir hann einnig við upplausn í eigin flokki því nánast daglega berast fréttir af úrsögnum forystufólks og almennra flokksmanna úr flokknum víðs vegar um land. Sigurður Ingi verður gestur Heimis Más Péturssonar fréttamanns í Víglínunni í opinni dagskrá og beinni útsendingu á Stöð 2 og Vísi klukkan 12:20 í dag. Þar verður farið yfir stöðuna innan Framsóknarflokksins og hvað formaðurinn telur að flokkurinn hafi fram að færa á næsta kjörtímabili. Stjórnmálaflokkarnir munu allir ljúka frágangi framboðslista sinna nú um helgina og fyrir lok komandi viku. Vinstri græn hafa verið hástökkvarar kannanna undanfarnar vikur og mælst með allt að 30 prósenta fylgi. Rósa Björk Brynjólfsdóttir þingmaður flokksins sækist eftir fyrsta sætinu í suðvesturkjördæmi (Kraganum) sem er eina kjördæmið þar sem fram fer forval hjá flokknum fyrir komandi kosningar. Rósa Björk mætir í seinni hluta Víglínunnar ásamt Þorsteini Víglundssyni þingmanni Viðreisnar og Ingu Sæland formanni Flokks fólksins. Flokkur fólksins hefur mælst ágætlega í könnunum að undanförnu og fengi kjörna fulltrúa á þing samkvæmt þeim. En Viðreisn á hins vegar á brattan að sækja og nær samkvæmt nýjustu könnun Félagsvísindastofnunar ekki fulltrúum á Alþingi. Víglínan er í opinni dagskrá og í beinni útsendingu á Stöð 2 og Vísi klukkan 12:20.
Kosningar 2017 Víglínan Mest lesið Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Sjá meira