Þorsteinn segir ekki hafa verið tilefni til stjórnarslita Kristín Ólafsdóttir skrifar 8. október 2017 15:39 Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra vísir/ernir Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra fyrir Viðreisn í fráfarandi ríkisstjórn, segir ekki hafa verið tilefni til að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu. Hann segir vonbrigði hvernig málinu hafi lyktað og segir Bjarta framtíð hafa mátt bíða með að „sprengja“ ríkisstjórnina.Gríðarleg vonbrigði hvernig fór með ríkisstjórnina Þorsteinn var gestur í útvarpsþættinum Sprengisandi á Bylgunni í morgun, ásamt Gunnari Braga Sveinssyni, frambjóðanda Miðflokksins, og Helgu Völu Helgadóttur, frambjóðanda Samfylkingarinnar.Gunnar Bragi reið á vaðið í þætti dagsins og ræddi óstöðugleika í stjórnmálum, sem hann telur m.a. tilkominn vegna þrýstings frá samfélagsmiðlum. Þá sagðist hann ekki halda að auðveldara yrði að mynda ríkisstjórn eftir komandi kosningar en þær síðustu. Þorsteinn tók undir orð Gunnars Braga og sagði örlög síðustu ríkisstjórnar hafa verið vonbrigði. „Það voru gríðarleg vonbrigði hvernig fór með þessa ríkisstjórn og eins og hefur nú komið á daginn þá var þetta aldrei tilefni til að sprengja stjórnarsamstarf. Menn þurfa að geta staðið í lappirnar,“ sagði Þorsteinn.Björt framtíð hefði betur mátt bíðaInntur eftir því hvað hann ætti við með þessum ummælum ítrekaði Þorsteinn að ekki hefði verið tilefni til að slíta stjórnarsamstarfinu. „Málið sem varð á endanum stjórninni að falli, þegar ríkið var fallið og þegar búið var að fara í gegnum það eins og við kölluðum eftir, þá var ekkert tilefni í því máli til að fara að sprengja stjórnarsamstarf,“ sagði Þorsteinn og vandaði fyrrverandi samstarfsflokki sínum, Bjartri framtíð, sem á endanum sleit samstarfinu, ekki kveðjurnar. „Þar hefði Björt framtíð betur mátt bíða og sjá hvernig málið væri nákvæmlega vaxið áður en það væri hlaupið út undir sér á næturfundi að sprengja ríkisstjórn.“ Í tilkynningu um samstarfsslitin sagði Björt framtíð ástæðu þeirra vera „alvarlegan trúnaðarbrest innan ríkisstjórnarinnar.“ Í kjölfar stjórnarslitanna í síðasta mánuði ályktaði ráðgjafaráð Viðreisnar enn fremur að nauðsynlegt væri að rannsaka embættisfærslur forsætis- og dómsmálaráðherra sem leiddu til stjórnarslita áður en gengið verður til kosninga.Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Þorstein, Gunnar Braga og Helgu Völu í heild sinni. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Bjarni segir stefna í myndun vinstristjórnar Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra, segir stefna í vinstristjórn undir forystu Vinstri grænna með stóraukinni útgjaldaaukningu og ríkisfjármálastefnu sem myndi leiða til verðbólgu og hærra vaxtastigs. 7. október 2017 14:32 Formaður Bjartrar framtíðar tekur skoðanakannanir ekki nærri sér Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, kveðst lesa það í kannanir síðustu daga að staðan í stjórnmálunum sé óljós og að mikil hreyfing sé á fylginu. 4. október 2017 15:49 Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Fleiri fréttir Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Sjá meira
Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra fyrir Viðreisn í fráfarandi ríkisstjórn, segir ekki hafa verið tilefni til að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu. Hann segir vonbrigði hvernig málinu hafi lyktað og segir Bjarta framtíð hafa mátt bíða með að „sprengja“ ríkisstjórnina.Gríðarleg vonbrigði hvernig fór með ríkisstjórnina Þorsteinn var gestur í útvarpsþættinum Sprengisandi á Bylgunni í morgun, ásamt Gunnari Braga Sveinssyni, frambjóðanda Miðflokksins, og Helgu Völu Helgadóttur, frambjóðanda Samfylkingarinnar.Gunnar Bragi reið á vaðið í þætti dagsins og ræddi óstöðugleika í stjórnmálum, sem hann telur m.a. tilkominn vegna þrýstings frá samfélagsmiðlum. Þá sagðist hann ekki halda að auðveldara yrði að mynda ríkisstjórn eftir komandi kosningar en þær síðustu. Þorsteinn tók undir orð Gunnars Braga og sagði örlög síðustu ríkisstjórnar hafa verið vonbrigði. „Það voru gríðarleg vonbrigði hvernig fór með þessa ríkisstjórn og eins og hefur nú komið á daginn þá var þetta aldrei tilefni til að sprengja stjórnarsamstarf. Menn þurfa að geta staðið í lappirnar,“ sagði Þorsteinn.Björt framtíð hefði betur mátt bíðaInntur eftir því hvað hann ætti við með þessum ummælum ítrekaði Þorsteinn að ekki hefði verið tilefni til að slíta stjórnarsamstarfinu. „Málið sem varð á endanum stjórninni að falli, þegar ríkið var fallið og þegar búið var að fara í gegnum það eins og við kölluðum eftir, þá var ekkert tilefni í því máli til að fara að sprengja stjórnarsamstarf,“ sagði Þorsteinn og vandaði fyrrverandi samstarfsflokki sínum, Bjartri framtíð, sem á endanum sleit samstarfinu, ekki kveðjurnar. „Þar hefði Björt framtíð betur mátt bíða og sjá hvernig málið væri nákvæmlega vaxið áður en það væri hlaupið út undir sér á næturfundi að sprengja ríkisstjórn.“ Í tilkynningu um samstarfsslitin sagði Björt framtíð ástæðu þeirra vera „alvarlegan trúnaðarbrest innan ríkisstjórnarinnar.“ Í kjölfar stjórnarslitanna í síðasta mánuði ályktaði ráðgjafaráð Viðreisnar enn fremur að nauðsynlegt væri að rannsaka embættisfærslur forsætis- og dómsmálaráðherra sem leiddu til stjórnarslita áður en gengið verður til kosninga.Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Þorstein, Gunnar Braga og Helgu Völu í heild sinni.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Bjarni segir stefna í myndun vinstristjórnar Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra, segir stefna í vinstristjórn undir forystu Vinstri grænna með stóraukinni útgjaldaaukningu og ríkisfjármálastefnu sem myndi leiða til verðbólgu og hærra vaxtastigs. 7. október 2017 14:32 Formaður Bjartrar framtíðar tekur skoðanakannanir ekki nærri sér Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, kveðst lesa það í kannanir síðustu daga að staðan í stjórnmálunum sé óljós og að mikil hreyfing sé á fylginu. 4. október 2017 15:49 Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Fleiri fréttir Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Sjá meira
Bjarni segir stefna í myndun vinstristjórnar Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra, segir stefna í vinstristjórn undir forystu Vinstri grænna með stóraukinni útgjaldaaukningu og ríkisfjármálastefnu sem myndi leiða til verðbólgu og hærra vaxtastigs. 7. október 2017 14:32
Formaður Bjartrar framtíðar tekur skoðanakannanir ekki nærri sér Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, kveðst lesa það í kannanir síðustu daga að staðan í stjórnmálunum sé óljós og að mikil hreyfing sé á fylginu. 4. október 2017 15:49