Kári: Hefðum tekið þessa stöðu fyrir mót Anton Ingi Leifsson skrifar 6. október 2017 21:23 Kári Árnason, miðvörður Íslands, átti frábæran leik í kvöld sem og allir leikmenn íslensa liðsins í 3-0 sigri á Tyrkjum. Kári segir að liðið hefði tekið þessa stöðu fyrir mót; að vera sigri frá sæti á HM. „Þetta voru mikil læti í byrjun og þeir náðu okkur aftarlega á völlinn. Það hentaði okkur ágætlega og ég man ekki eftir að þeir hafi átt skot á markið, ekki fyrr en í seinni hálfleik,“ sagði Kári. „Þetta spilaðist upp í hendurnar á okkur. Við vorum með þetta í fanginu allan tímann,” sagði miðvörðurinn öflugi en Tyrkirnir hafa einungis skorað eitt mark á 360 mínútum gegn Kára og félögum í vörninni. Takið á þeim er gott. „Ég held að þeir verði dálítið frústeraðir þegar það gengur lítið fram á við hjá þeim. Við lokuðum öllum svæðunum vel; skipulagið okkar sem er gott hentar þeim illa og þeir eru með einstaklinga sem geta gert eitthvað.“ „Við erum með prinsipp sem við fylgjum. Við höngum í mönnum þangað til að “the job is done“ og ég meina; 8-1 í fjórum leikjum gegn Tyrklandi.“ Kári og Ragnar Sigurðsson náðu enn og aftur frábærlega saman gegn stórum og stæðilegum framherjum Tyrkja. „Þetta hentar okkur ágætlega að spila gegn stórum og sterkum strákum. Þeir vinna sinn skerf af boltum og það er ekki létt að eiga við þá. Þeir eru grófir og maður þarf að passa að brjóta ekki á þeim eins og í síðasta leik þegar þeir skoruðu beint úr aukaspyrnu,“ sagði Kári. „Þeir eru með stórhættulega spyrnumenn og mér fannst það mjög jákvætt að þeir fengu lítið af aukaspyrnum fyrir utan teiginn sem hefði verið þeirra helsta ógn.“ Hvernig hljómar það að vera 90 mínútum og sigri frá sæti á HM í Rússlandi 2018? „Það hljómar bara ágætlega. Við höfðum trú á þessu fyrir, en við vissum að þetta myndi ráðast á síðasta leik. Við hefðum tekið þessa stöðu fyrir mót,“ sagði Kári glaður í leikslok. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Íslenski boltinn Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Íslenski boltinn Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Enski boltinn „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Íslenski boltinn „Ég get ekki beðið“ Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenski boltinn Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenskt mark, sjálfsmark og rautt spjald Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Aron á að hjálpa leikmönnum að hugsa ekki um ströndina Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Svona var blaðamannafundur Arnars Aron Einar með en enginn Gylfi Þróttur mætir bikarmeisturunum Áhorfandi hljóp inn á og réðist á fyrrverandi leikmann Vals Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Ronaldo langtekjuhæsti íþróttamaður heims Fjórtán slösuðust þegar ekið var á áhorfendur Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Daníel Tristan skoraði í svekkjandi jafntefli Barcelona Spánarmeistari Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina Glódís fær nýjan þjálfara Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Sjá meira
Kári Árnason, miðvörður Íslands, átti frábæran leik í kvöld sem og allir leikmenn íslensa liðsins í 3-0 sigri á Tyrkjum. Kári segir að liðið hefði tekið þessa stöðu fyrir mót; að vera sigri frá sæti á HM. „Þetta voru mikil læti í byrjun og þeir náðu okkur aftarlega á völlinn. Það hentaði okkur ágætlega og ég man ekki eftir að þeir hafi átt skot á markið, ekki fyrr en í seinni hálfleik,“ sagði Kári. „Þetta spilaðist upp í hendurnar á okkur. Við vorum með þetta í fanginu allan tímann,” sagði miðvörðurinn öflugi en Tyrkirnir hafa einungis skorað eitt mark á 360 mínútum gegn Kára og félögum í vörninni. Takið á þeim er gott. „Ég held að þeir verði dálítið frústeraðir þegar það gengur lítið fram á við hjá þeim. Við lokuðum öllum svæðunum vel; skipulagið okkar sem er gott hentar þeim illa og þeir eru með einstaklinga sem geta gert eitthvað.“ „Við erum með prinsipp sem við fylgjum. Við höngum í mönnum þangað til að “the job is done“ og ég meina; 8-1 í fjórum leikjum gegn Tyrklandi.“ Kári og Ragnar Sigurðsson náðu enn og aftur frábærlega saman gegn stórum og stæðilegum framherjum Tyrkja. „Þetta hentar okkur ágætlega að spila gegn stórum og sterkum strákum. Þeir vinna sinn skerf af boltum og það er ekki létt að eiga við þá. Þeir eru grófir og maður þarf að passa að brjóta ekki á þeim eins og í síðasta leik þegar þeir skoruðu beint úr aukaspyrnu,“ sagði Kári. „Þeir eru með stórhættulega spyrnumenn og mér fannst það mjög jákvætt að þeir fengu lítið af aukaspyrnum fyrir utan teiginn sem hefði verið þeirra helsta ógn.“ Hvernig hljómar það að vera 90 mínútum og sigri frá sæti á HM í Rússlandi 2018? „Það hljómar bara ágætlega. Við höfðum trú á þessu fyrir, en við vissum að þetta myndi ráðast á síðasta leik. Við hefðum tekið þessa stöðu fyrir mót,“ sagði Kári glaður í leikslok.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Íslenski boltinn Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Íslenski boltinn Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Enski boltinn „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Íslenski boltinn „Ég get ekki beðið“ Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenski boltinn Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenskt mark, sjálfsmark og rautt spjald Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Aron á að hjálpa leikmönnum að hugsa ekki um ströndina Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Svona var blaðamannafundur Arnars Aron Einar með en enginn Gylfi Þróttur mætir bikarmeisturunum Áhorfandi hljóp inn á og réðist á fyrrverandi leikmann Vals Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Ronaldo langtekjuhæsti íþróttamaður heims Fjórtán slösuðust þegar ekið var á áhorfendur Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Daníel Tristan skoraði í svekkjandi jafntefli Barcelona Spánarmeistari Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina Glódís fær nýjan þjálfara Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Sjá meira
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó