Kóngurinn drekkur líka úr ánni Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 7. október 2017 10:15 Jón Svavar, Arnar Dan og Álfrún í forgrunni – Stúlknakór Reykjavíkur á bak við. Vísir/Ernir Hljómburðurinn í Hafnarborg er góður og myndlistin falleg. Vissulega er plássið knappt svo við verðum að nálgast uppsetninguna eins og torgleikhús að nokkru leyti en tveir sögumenn halda okkur við efnið,“ lýsir Atli Ingólfsson, höfundur tónleikhússverksins Annarleiks sem sýnt verður í Hafnarborg í dag og á morgun, klukkan 18 báða dagana. „Verkið byggir á gamalli persneskri sögu um þjóðflokk sem fær neysluvatn sitt úr á sem rennur gegnum landið en konungur ríkisins á eigin uppsprettu. Þeir sem drekka úr ánni missa vitið og verða léttklikkaðir og kónginum þykir svo vænt um fólkið sitt að hann vill vera eins og það, því drekkur hann líka úr ánni. Frá þessum upphafspunkti spinnast málin í ýmsar áttir,“ lýsir Atli og heldur áfram: „Það kemur í ljós að annar þjóðflokkur býr ofar og hefur mengað ána. Þaðan kemur sendiboði til að vara klikkaða fólkið við en þegar hann áttar sig á að það er hamingjusamt og sterkt finnst honum sjálfsagt að það borgi fyrir það og hótar að senda því reikning. Þannig upphefst rekistefna svo úr verður stríð. Tónverkið fer í gegnum þetta ástand, hamingjuna í upphafi, klikkunina, deiluna um vatnið, stríð og efnahagshrun, hvorki meira né minna.“ Annarleikur var frumfluttur í Cinnober-leikhúsinu í Gautaborg fyrir fimm árum, það leikhús hefur sýnt þrjú tónleikhúsverk eftir Atla. Þaðan koma líka búningarnir nú. Jón Svavar Jósefsson barítón er í aðalhlutverki og var það líka í Gautaborg. Með honum á sviðinu eru Álfrún Helga Örnólfsdóttir, Arnar Dan Kristjánsson og Stúlknakór Reykjavíkur, auk hljóðfæraleikaranna Önnu Petrini á blokkflautu, Kristínar Þóru Haraldsdóttur á víólu, Franks Aarnink á slagverk og Katie Buckley á hörpu. „Það er gaman að vinna erlendis,“ segir Atli. „En enn meira gaman er að verkin berist hingað heim.“ Menning Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Fleiri fréttir Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Hljómburðurinn í Hafnarborg er góður og myndlistin falleg. Vissulega er plássið knappt svo við verðum að nálgast uppsetninguna eins og torgleikhús að nokkru leyti en tveir sögumenn halda okkur við efnið,“ lýsir Atli Ingólfsson, höfundur tónleikhússverksins Annarleiks sem sýnt verður í Hafnarborg í dag og á morgun, klukkan 18 báða dagana. „Verkið byggir á gamalli persneskri sögu um þjóðflokk sem fær neysluvatn sitt úr á sem rennur gegnum landið en konungur ríkisins á eigin uppsprettu. Þeir sem drekka úr ánni missa vitið og verða léttklikkaðir og kónginum þykir svo vænt um fólkið sitt að hann vill vera eins og það, því drekkur hann líka úr ánni. Frá þessum upphafspunkti spinnast málin í ýmsar áttir,“ lýsir Atli og heldur áfram: „Það kemur í ljós að annar þjóðflokkur býr ofar og hefur mengað ána. Þaðan kemur sendiboði til að vara klikkaða fólkið við en þegar hann áttar sig á að það er hamingjusamt og sterkt finnst honum sjálfsagt að það borgi fyrir það og hótar að senda því reikning. Þannig upphefst rekistefna svo úr verður stríð. Tónverkið fer í gegnum þetta ástand, hamingjuna í upphafi, klikkunina, deiluna um vatnið, stríð og efnahagshrun, hvorki meira né minna.“ Annarleikur var frumfluttur í Cinnober-leikhúsinu í Gautaborg fyrir fimm árum, það leikhús hefur sýnt þrjú tónleikhúsverk eftir Atla. Þaðan koma líka búningarnir nú. Jón Svavar Jósefsson barítón er í aðalhlutverki og var það líka í Gautaborg. Með honum á sviðinu eru Álfrún Helga Örnólfsdóttir, Arnar Dan Kristjánsson og Stúlknakór Reykjavíkur, auk hljóðfæraleikaranna Önnu Petrini á blokkflautu, Kristínar Þóru Haraldsdóttur á víólu, Franks Aarnink á slagverk og Katie Buckley á hörpu. „Það er gaman að vinna erlendis,“ segir Atli. „En enn meira gaman er að verkin berist hingað heim.“
Menning Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Fleiri fréttir Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira