Í fréttum er þetta helst ... Rakel Sveinsdóttir skrifar 4. október 2017 07:00 Árið 1937 voru aðildarfélagar Blaðamannafélags Íslands tuttugu talsins. Þetta voru þá blaðamenn helstu dagblaða í Reykjavík og innan hópsins var ein kona. Sem betur fer hefur mikið breyst síðan þá, enda get ég ekki ímyndað mér hversu einsleitir fjölmiðlar væru ef 95% starfsmanna frétta væru eingöngu karlar. Persónulega tel ég líka að aukin hlutdeild kvenna í fjölmiðlum hafi aukið fjölbreytileika efnis og umræðu svo um munar. Með fleiri konum í fjölmiðlum höfum við hreinlega uppskorið meira, betra og fjölbreyttara efni. En við þurfum ekki aðeins að fjölga konum innan fjölmiðla, heldur einnig í hópi viðmælenda. Þar er oft talað um að hlutföllin séu 70:30, karlmönnum í vil. Undantekning var þó fjölmiðladagur FKA í fyrra. Þá tóku fjölmiðlar svo rækilega þátt, að konur urðu nánast allsráðandi í umræðunni og mjög áberandi í öllum tegundum miðla. Tvennt gerðist í kjölfarið: í fyrsta lagi víxluðust kynjahlutföllin í ljósvakafréttum, konum í vil. Þetta teljum við vera einsdæmi í heiminum. Hins vegar staðfesti góð þátttaka fjölmiðla áhuga þeirra og vilja til að jafna stöðu kynjanna í umræðunni. Við konurnar stöndum líka alveg undir því að taka meiri þátt. Við erum virkar á öllum sviðum atvinnulífs, í stjórnmálum, erum vel menntaðar og stöndum jafnfætis öðrum sem álitsgjafar. Jöfn ásýnd kynja í fjölmiðlum getur líka leitt til hraðari breytinga í svo mörgu. Ég nefni sem dæmi hraðari árangur í að jafna hlutdeild kynja í stjórnunarstöðum, í launum eða í stjórnmálum. Í dag er fjölmiðladagur FKA 2017 og er sérlegur gestur okkar Mary Hockaday frá BBC. Mary mun hitta fyrir fjölmiðlafólk, FKA konur og fleiri, en í tilefni dagsins hvet ég líka fjölmiðla til að ræða við sem flestar konur, hvert svo sem viðfangsefnið er. Markmiðið er að víxla kynjahlutföllum viðmælenda í einn dag, eins og í fyrra. Í þetta sinn hefur Jafnréttisráð Evrópu óskað eftir upplýsingum um hvernig til tekst. Það er því aldrei að vita nema að þetta sameiginlega verkefni FKA og fjölmiðla um aukna ásýnd kvenna í fjölmiðlum, endi með að verða öðrum þjóðum til fyrirmyndar. Háleit hugmynd en ekki fráleit. Eða hvað finnst ykkur?Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjölmiðlar Mest lesið Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Keld Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson Skoðun Skoðun Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Keld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes skrifar Sjá meira
Árið 1937 voru aðildarfélagar Blaðamannafélags Íslands tuttugu talsins. Þetta voru þá blaðamenn helstu dagblaða í Reykjavík og innan hópsins var ein kona. Sem betur fer hefur mikið breyst síðan þá, enda get ég ekki ímyndað mér hversu einsleitir fjölmiðlar væru ef 95% starfsmanna frétta væru eingöngu karlar. Persónulega tel ég líka að aukin hlutdeild kvenna í fjölmiðlum hafi aukið fjölbreytileika efnis og umræðu svo um munar. Með fleiri konum í fjölmiðlum höfum við hreinlega uppskorið meira, betra og fjölbreyttara efni. En við þurfum ekki aðeins að fjölga konum innan fjölmiðla, heldur einnig í hópi viðmælenda. Þar er oft talað um að hlutföllin séu 70:30, karlmönnum í vil. Undantekning var þó fjölmiðladagur FKA í fyrra. Þá tóku fjölmiðlar svo rækilega þátt, að konur urðu nánast allsráðandi í umræðunni og mjög áberandi í öllum tegundum miðla. Tvennt gerðist í kjölfarið: í fyrsta lagi víxluðust kynjahlutföllin í ljósvakafréttum, konum í vil. Þetta teljum við vera einsdæmi í heiminum. Hins vegar staðfesti góð þátttaka fjölmiðla áhuga þeirra og vilja til að jafna stöðu kynjanna í umræðunni. Við konurnar stöndum líka alveg undir því að taka meiri þátt. Við erum virkar á öllum sviðum atvinnulífs, í stjórnmálum, erum vel menntaðar og stöndum jafnfætis öðrum sem álitsgjafar. Jöfn ásýnd kynja í fjölmiðlum getur líka leitt til hraðari breytinga í svo mörgu. Ég nefni sem dæmi hraðari árangur í að jafna hlutdeild kynja í stjórnunarstöðum, í launum eða í stjórnmálum. Í dag er fjölmiðladagur FKA 2017 og er sérlegur gestur okkar Mary Hockaday frá BBC. Mary mun hitta fyrir fjölmiðlafólk, FKA konur og fleiri, en í tilefni dagsins hvet ég líka fjölmiðla til að ræða við sem flestar konur, hvert svo sem viðfangsefnið er. Markmiðið er að víxla kynjahlutföllum viðmælenda í einn dag, eins og í fyrra. Í þetta sinn hefur Jafnréttisráð Evrópu óskað eftir upplýsingum um hvernig til tekst. Það er því aldrei að vita nema að þetta sameiginlega verkefni FKA og fjölmiðla um aukna ásýnd kvenna í fjölmiðlum, endi með að verða öðrum þjóðum til fyrirmyndar. Háleit hugmynd en ekki fráleit. Eða hvað finnst ykkur?Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Keld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun