Vill taka á bónusum í fjármálageiranum með skattlagningu Birgir Olgeirsson skrifar 2. október 2017 19:33 Katrín Jakobsdóttir, formaður VG. Vísir „Við ætlum ekki að hækka skatta á almenning,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, í Reykjavík Síðdegis í dag þar sem hún var spurð út í viðhorf VG til frekari skattahækkana. Flokkur Katrínar hefur verið að mælast stærstur í skoðanakönnunum en hún sagðist meta það svo að með því væri verið að kalla eftir uppbyggingu á innviðum samfélagsins sem fráfarandi ríkisstjórn hefði ekki staðið við. Kallað hefði verið eftir því að þessi efnahagslegi uppgangur sem ríkt hefur á Íslandi undanfarin ár skilaði sér í heilbrigðis-, mennta- og vegakerfið, en það hefði í raun ekki gerst. Vinstri græn hefðu tekið upp á því um síðastliðna helgi að hefja kosningabaráttuna með því að ganga í hús með bæklinga og bjóða fólki að segja sína skoðun á málum. Þar hefði innviðauppbyggingin borið hæst á góma.Skattbyrðin á Íslandi ekki lág Þáttastjórnendur minntu Katrínu á að hún hefði fagnað hækkun skatta á olíu og bensín og spurðu í kjölfarið hvort að þeir yrðu hækkaðir frekar komist Vinstri græn til valda. Hún svaraði því að skattar yrðu ekki hækkaðir frekar á almenning í landinu. „Ég er líka á því að við eigum að nýta græna skatta samhliða þessu,“ sagði Katrín og benti á að Íslendingar þyrftu að huga að orkuskiptum í samgöngum og hvernig á að ná markmiðum í umhverfismálum. Hún sagðist frekar horfa til þess að skattleggja ofurtekjur og nefndi bónusa í fjármálageiranum sem dæmi. „Hvernig ætlum við að taka á því nema einmitt að skattleggja ofurtekjur sem slíkar eru, byrjum þar en hækkum ekki skatta á almenning því íslenskur almenningur borgar alveg nógu háa skatta eins og er. Skattbyrðin á Íslandi er ekki lág á þennan stóra massa af fólki sem hér býr,“ sagði KatrínStóra þversögnin Hún sagði flesta hagvísa benda í rétta átt, ástandið sem blasi við sé gott hagfræðilega en stóra þversögnin sé sú að á meðan svo er sé ekki ráðist í almennilega uppbyggingu innviða. „Við vitum að við erum ríkt samfélag en samt erum við að horfa á að það sé ekki hægt að standa undir almennilegu heilbrigðiskerfi, að það sé ekki hægt að tryggja að lægstu laun dugi til framfærslu og ekki hægt að byggja upp í skólunum,“ sagði Katrín. Hún benti á að fyrir nokkrum áratugum hefðu „ömmur okkar og afar“ byggt upp öflugt samfélag á miklu fátækara Íslandi, þar sem var hægt að bjóða upp á ókeypis heilbrigðisþjónustu, skóla og vegi. „Fyrir okkur snýst þetta um skiptingu gæða og að þetta velferðarsamfélag standi undir nafni.“ Hægt er að hlusta á viðtalið í heild hér fyrir neðan. Kosningar 2017 Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent Reikningum Flokks fólksins lokað um stund Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Fleiri fréttir Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Sjá meira
„Við ætlum ekki að hækka skatta á almenning,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, í Reykjavík Síðdegis í dag þar sem hún var spurð út í viðhorf VG til frekari skattahækkana. Flokkur Katrínar hefur verið að mælast stærstur í skoðanakönnunum en hún sagðist meta það svo að með því væri verið að kalla eftir uppbyggingu á innviðum samfélagsins sem fráfarandi ríkisstjórn hefði ekki staðið við. Kallað hefði verið eftir því að þessi efnahagslegi uppgangur sem ríkt hefur á Íslandi undanfarin ár skilaði sér í heilbrigðis-, mennta- og vegakerfið, en það hefði í raun ekki gerst. Vinstri græn hefðu tekið upp á því um síðastliðna helgi að hefja kosningabaráttuna með því að ganga í hús með bæklinga og bjóða fólki að segja sína skoðun á málum. Þar hefði innviðauppbyggingin borið hæst á góma.Skattbyrðin á Íslandi ekki lág Þáttastjórnendur minntu Katrínu á að hún hefði fagnað hækkun skatta á olíu og bensín og spurðu í kjölfarið hvort að þeir yrðu hækkaðir frekar komist Vinstri græn til valda. Hún svaraði því að skattar yrðu ekki hækkaðir frekar á almenning í landinu. „Ég er líka á því að við eigum að nýta græna skatta samhliða þessu,“ sagði Katrín og benti á að Íslendingar þyrftu að huga að orkuskiptum í samgöngum og hvernig á að ná markmiðum í umhverfismálum. Hún sagðist frekar horfa til þess að skattleggja ofurtekjur og nefndi bónusa í fjármálageiranum sem dæmi. „Hvernig ætlum við að taka á því nema einmitt að skattleggja ofurtekjur sem slíkar eru, byrjum þar en hækkum ekki skatta á almenning því íslenskur almenningur borgar alveg nógu háa skatta eins og er. Skattbyrðin á Íslandi er ekki lág á þennan stóra massa af fólki sem hér býr,“ sagði KatrínStóra þversögnin Hún sagði flesta hagvísa benda í rétta átt, ástandið sem blasi við sé gott hagfræðilega en stóra þversögnin sé sú að á meðan svo er sé ekki ráðist í almennilega uppbyggingu innviða. „Við vitum að við erum ríkt samfélag en samt erum við að horfa á að það sé ekki hægt að standa undir almennilegu heilbrigðiskerfi, að það sé ekki hægt að tryggja að lægstu laun dugi til framfærslu og ekki hægt að byggja upp í skólunum,“ sagði Katrín. Hún benti á að fyrir nokkrum áratugum hefðu „ömmur okkar og afar“ byggt upp öflugt samfélag á miklu fátækara Íslandi, þar sem var hægt að bjóða upp á ókeypis heilbrigðisþjónustu, skóla og vegi. „Fyrir okkur snýst þetta um skiptingu gæða og að þetta velferðarsamfélag standi undir nafni.“ Hægt er að hlusta á viðtalið í heild hér fyrir neðan.
Kosningar 2017 Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent Reikningum Flokks fólksins lokað um stund Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Fleiri fréttir Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Sjá meira