Dagskráin var viðburðarík og helsta fagfólk landsins sótti viðburðinn. Dagurinn byrjaði á viðskiptaþjálfun, þar sem viðskiptavinir fengu hvatningu og fræðslu frá Eamonn. Indira fór síðan yfir ferill sinn sem er ansi magnaður, en hún er þrefaldur vinningshafi British Hairdresser Awards í flokknum Avant-Garde Hairdresser of the Year. Síðan tók við ,,rokkuð” veisla, þar sem sýnd voru útlit eins og Avant-Garde, Get The Look og Fashion Fix.
Góð stemning myndaðist og fór fólk heim stútfullt af nýrri þekkingu og innblæstri.
Skoðið skemmtilegar myndir!







