Þeir verða í opinni dagskrá og í beinni útsendingu bæði á Stöð 2 og hér á Vísi. Einn þáttur verður fyrir hvert kjördæmi en Reykjavíkurkjördæmin verða tekin saman.
Í kvöld er fókusinn á Suðurkjördæmi og munu fulltrúar allra þeirra flokka sem eru á þingi í dag ásamt þeim flokkum sem mælst hafa yfir fimm prósentum í könnunum mæta í þáttinn.
Stjórnandi þáttarins er Höskuldur Kári Schram.