Segir Lars von Trier hafa borið upp kynferðisleg boð á meðan konan hans stóð við hliðina á þeim Birgir Olgeirsson skrifar 17. október 2017 11:30 Björk og Lars von Trier á kvikmyndahátíðinni í Cannes. Vísir/Getty Tónlistarkonan Björk Guðmundsdóttir hefur lýst því frekar hvernig hún upplifði kynferðislega áreitni frá leikstjóranum Lars von Trier við tökur á dönsku kvikmyndinni Dancer in the Dark. Björk birti stöðuuppfærslu á Facebook á sunnudag þar sem hún lýsti áreitninni frá Lars á tökustað. Samdægurs birti Jótlandspósturinn viðtal við Peter Aalbæk Jensen, framleiðanda Dancer in the Dark, þar sem hann hafnaði þessum ásökunum og sagði Björk hafa stjórnað öllu á tökustað og gert öllum erfitt fyrir við tökur myndarinnar. Lars von Trier hefur sjálfur einnig hafnað þessum ásökunum Bjarkar og er málflutningar hans svipaður og sá frá Jensen. Segir hann hafa strokið hana mínútum saman Í Facebook-færslu sem Björk birtir í dag segir hún Lars hafa hlaupið til hennar eftir hverja töku, tekið utan um hana fyrir framan allt tökuteymið og stundum strokið hana mínútum saman gegn hennar vilja. Hún sagðist hafa hafa beðið hann um að hætta þessum snertingum og hann hafa brjálast við það og brotið stól fyrir framan alla á tökustað. „Eins og einhver sem alltaf hefur mátt láta vel að leikkonum sínum. Við vorum síðan öll send heim.“ Á meðan tökum stóð hafi Lars stöðugt hvíslað að henni kynferðisleg boð gegn hennar vilja. Þeim fylgdu grafískar lýsingar sem Björk segir hafa verið lamandi fyrir hana. „Stundum á meðan eiginkonan hans stóð hjá okkur.“ Klifraði á milli svala Þegar tökur fóru fram í Svíþjóð hafi hann hótað að klifra á milli svala á hóteli til að komast inn á hótelherbergi hennar með augljósan ásetning um kynferðislega tilburði. „Á meðan eiginkonan hans var í næsta herbergi. Ég náði að flýja í herbergi til vinar míns. Þetta er það sem gerði það að verkum að ég áttaði mig á alvarleika málsins og fékk mig til að standa á mínu.“ Hún segir Lars hafa skáldað sögur í fjölmiðlum um það að hún hefði verið erfið á tökustað. „Þetta passar fullkomlega við aðferðir Weinstein. Ég hef aldrei borðað blússu. Ekki viss um að það sé jafnvel hægt,“ skrifar Björk og vitnar þar í bandaríska kvikmyndaframleiðandann Harvey Weinstein sem hefur verið sakaður af fjölda kvenna um kynferðislega áreitni og kynferðislegt ofbeldi. Hafa margar þeirra sagst hafa verið hræddar við að segja frá framferði Weinsteins því þær óttuðust að hann myndi gera út af við feril þeirra, enda einn af valdamestu mönnum Hollywood. Peter Aalbæk Jensen minntist á þetta blússuatvik í viðtalinu við Jótlandspóstinn. Áður höfðu verið sagðar fréttir af því að Björk hefði neitað að klæðast blússu við tökur á myndinni sem von Trier hafði óskað eftir. Í mómælaskyni átti hún að hafa rifið blússuna og lagt tætlur hennar sér til munns. Hún segist ekki hafa samþykkt að vera beit kynferðislegri áreitni. Það hafi verið túlkað eins og hún hafi reynst erfið á tökustað. „Ef það að standa á sínu er að vera erfið, þá skal ég vera það,“ skrifar Björk. Björk MeToo Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Lars von Trier: „Ég gerði þetta ekki“ Danski leikstjórinn Lars von Trier segir ekkert til í frásögn söngkonunnar Bjarkar um að hann hafi áreitt hana kynferðislega á tökustað myndarinnar Dancer in the Dark. 16. október 2017 09:40 Björk stígur fram og segir frá kynferðislegri áreitni Lars von Trier Björk Guðmundsdóttir sakar danska leikstjórann Lars Von Trier um kynferðislega áreitni í stöðuuppfærslu sem hún birti á Facebook-síðu sinni í dag. Þau unnu saman að gerð kvikmyndarinnar Dancer in the Dark sem kom út árið 2000. 15. október 2017 14:12 Framleiðandi Dancer in the Dark hafnar ásökunum Bjarkar: „Þessi kona var öflugri en bæði Lars von Trier og ég til samans“ Segir Björk hafa verið erfiða á tökustað en Björk sagði sjálf Lars von Trier hafa borið upp á sig lygar og sakað hana um að vera erfiða í samstarfi eftir að hún hafnaði ítrekað kynferðislegum umleitunum hans. 15. október 2017 23:19 Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Fleiri fréttir Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Sjá meira
Tónlistarkonan Björk Guðmundsdóttir hefur lýst því frekar hvernig hún upplifði kynferðislega áreitni frá leikstjóranum Lars von Trier við tökur á dönsku kvikmyndinni Dancer in the Dark. Björk birti stöðuuppfærslu á Facebook á sunnudag þar sem hún lýsti áreitninni frá Lars á tökustað. Samdægurs birti Jótlandspósturinn viðtal við Peter Aalbæk Jensen, framleiðanda Dancer in the Dark, þar sem hann hafnaði þessum ásökunum og sagði Björk hafa stjórnað öllu á tökustað og gert öllum erfitt fyrir við tökur myndarinnar. Lars von Trier hefur sjálfur einnig hafnað þessum ásökunum Bjarkar og er málflutningar hans svipaður og sá frá Jensen. Segir hann hafa strokið hana mínútum saman Í Facebook-færslu sem Björk birtir í dag segir hún Lars hafa hlaupið til hennar eftir hverja töku, tekið utan um hana fyrir framan allt tökuteymið og stundum strokið hana mínútum saman gegn hennar vilja. Hún sagðist hafa hafa beðið hann um að hætta þessum snertingum og hann hafa brjálast við það og brotið stól fyrir framan alla á tökustað. „Eins og einhver sem alltaf hefur mátt láta vel að leikkonum sínum. Við vorum síðan öll send heim.“ Á meðan tökum stóð hafi Lars stöðugt hvíslað að henni kynferðisleg boð gegn hennar vilja. Þeim fylgdu grafískar lýsingar sem Björk segir hafa verið lamandi fyrir hana. „Stundum á meðan eiginkonan hans stóð hjá okkur.“ Klifraði á milli svala Þegar tökur fóru fram í Svíþjóð hafi hann hótað að klifra á milli svala á hóteli til að komast inn á hótelherbergi hennar með augljósan ásetning um kynferðislega tilburði. „Á meðan eiginkonan hans var í næsta herbergi. Ég náði að flýja í herbergi til vinar míns. Þetta er það sem gerði það að verkum að ég áttaði mig á alvarleika málsins og fékk mig til að standa á mínu.“ Hún segir Lars hafa skáldað sögur í fjölmiðlum um það að hún hefði verið erfið á tökustað. „Þetta passar fullkomlega við aðferðir Weinstein. Ég hef aldrei borðað blússu. Ekki viss um að það sé jafnvel hægt,“ skrifar Björk og vitnar þar í bandaríska kvikmyndaframleiðandann Harvey Weinstein sem hefur verið sakaður af fjölda kvenna um kynferðislega áreitni og kynferðislegt ofbeldi. Hafa margar þeirra sagst hafa verið hræddar við að segja frá framferði Weinsteins því þær óttuðust að hann myndi gera út af við feril þeirra, enda einn af valdamestu mönnum Hollywood. Peter Aalbæk Jensen minntist á þetta blússuatvik í viðtalinu við Jótlandspóstinn. Áður höfðu verið sagðar fréttir af því að Björk hefði neitað að klæðast blússu við tökur á myndinni sem von Trier hafði óskað eftir. Í mómælaskyni átti hún að hafa rifið blússuna og lagt tætlur hennar sér til munns. Hún segist ekki hafa samþykkt að vera beit kynferðislegri áreitni. Það hafi verið túlkað eins og hún hafi reynst erfið á tökustað. „Ef það að standa á sínu er að vera erfið, þá skal ég vera það,“ skrifar Björk.
Björk MeToo Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Lars von Trier: „Ég gerði þetta ekki“ Danski leikstjórinn Lars von Trier segir ekkert til í frásögn söngkonunnar Bjarkar um að hann hafi áreitt hana kynferðislega á tökustað myndarinnar Dancer in the Dark. 16. október 2017 09:40 Björk stígur fram og segir frá kynferðislegri áreitni Lars von Trier Björk Guðmundsdóttir sakar danska leikstjórann Lars Von Trier um kynferðislega áreitni í stöðuuppfærslu sem hún birti á Facebook-síðu sinni í dag. Þau unnu saman að gerð kvikmyndarinnar Dancer in the Dark sem kom út árið 2000. 15. október 2017 14:12 Framleiðandi Dancer in the Dark hafnar ásökunum Bjarkar: „Þessi kona var öflugri en bæði Lars von Trier og ég til samans“ Segir Björk hafa verið erfiða á tökustað en Björk sagði sjálf Lars von Trier hafa borið upp á sig lygar og sakað hana um að vera erfiða í samstarfi eftir að hún hafnaði ítrekað kynferðislegum umleitunum hans. 15. október 2017 23:19 Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Fleiri fréttir Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Sjá meira
Lars von Trier: „Ég gerði þetta ekki“ Danski leikstjórinn Lars von Trier segir ekkert til í frásögn söngkonunnar Bjarkar um að hann hafi áreitt hana kynferðislega á tökustað myndarinnar Dancer in the Dark. 16. október 2017 09:40
Björk stígur fram og segir frá kynferðislegri áreitni Lars von Trier Björk Guðmundsdóttir sakar danska leikstjórann Lars Von Trier um kynferðislega áreitni í stöðuuppfærslu sem hún birti á Facebook-síðu sinni í dag. Þau unnu saman að gerð kvikmyndarinnar Dancer in the Dark sem kom út árið 2000. 15. október 2017 14:12
Framleiðandi Dancer in the Dark hafnar ásökunum Bjarkar: „Þessi kona var öflugri en bæði Lars von Trier og ég til samans“ Segir Björk hafa verið erfiða á tökustað en Björk sagði sjálf Lars von Trier hafa borið upp á sig lygar og sakað hana um að vera erfiða í samstarfi eftir að hún hafnaði ítrekað kynferðislegum umleitunum hans. 15. október 2017 23:19
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent