Syndaferðir með fagmönnum Tómas Þór Þórðarson skrifar 16. október 2017 07:00 Það er stór misskilningur að druslugangan eða „The walk of shame“ sé versta ferðalagið eftir kvöld þegar mennirnir voru hittir. Þetta benda konur þessa lands árlega á með sjálfri Druslugöngunni enda kemur engum við hvað þú varst að gera í gærkvöldi og með hverjum. Syndaferðin, daginn eftir, er ekki að koma sér heim eftir slíkt kvöld heldur að ná í blessaðan bílinn. Hann hefur staðið einhvers staðar víðs fjarri heimili manns, aleinn og yfirgefinn, og skilur ekkert hvers vegna hann fékk ekki að gista heima um nóttina. Oftar en ekki er sjálfrennireiðin það langt í burtu að maður nennir ekki að rölta að honum og helst vill maður ekki hringja í einhvern og fá skutl að honum; félaga eða foreldra. Það þurfa ekkert allir að vita um fundinn með mönnunum. Þegar staðan er svona á sunnudagsmorgni rífur maður oft upp símtólið og hringir á atvinnumenn í akstri, svokallaða leigubílstjóra. Það er náttúrlega toppurinn á skömminni að vera svo illa skipulagður að veislan heldur áfram að kosta eftir að þú vaknar næsta dag. Ég hef samt alveg lúmskt gaman að þessum ferðum því á þessum tíma er gamli skólinn á vaktinni; heldri menn og reynsluboltar í faginu sem klæða sig upp á áður en þeir fara að skutla syndaselum þvers og kruss um borgina í misjöfnu ástandi eftir nóttina. Þetta eru menn sem bjóða góðan daginn með virktum og lesa strax hvort þú sért í stuði fyrir samtal eða ekki. Þeir nota ekki GPS-tæki enda gætu þeir ekið um gjörvallt höfuðborgarsvæðið blindandi. Syndaferðin er aldrei góð en hún er strax betri með svona fagmönnum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Tómas Þór Þórðarson Mest lesið Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun
Það er stór misskilningur að druslugangan eða „The walk of shame“ sé versta ferðalagið eftir kvöld þegar mennirnir voru hittir. Þetta benda konur þessa lands árlega á með sjálfri Druslugöngunni enda kemur engum við hvað þú varst að gera í gærkvöldi og með hverjum. Syndaferðin, daginn eftir, er ekki að koma sér heim eftir slíkt kvöld heldur að ná í blessaðan bílinn. Hann hefur staðið einhvers staðar víðs fjarri heimili manns, aleinn og yfirgefinn, og skilur ekkert hvers vegna hann fékk ekki að gista heima um nóttina. Oftar en ekki er sjálfrennireiðin það langt í burtu að maður nennir ekki að rölta að honum og helst vill maður ekki hringja í einhvern og fá skutl að honum; félaga eða foreldra. Það þurfa ekkert allir að vita um fundinn með mönnunum. Þegar staðan er svona á sunnudagsmorgni rífur maður oft upp símtólið og hringir á atvinnumenn í akstri, svokallaða leigubílstjóra. Það er náttúrlega toppurinn á skömminni að vera svo illa skipulagður að veislan heldur áfram að kosta eftir að þú vaknar næsta dag. Ég hef samt alveg lúmskt gaman að þessum ferðum því á þessum tíma er gamli skólinn á vaktinni; heldri menn og reynsluboltar í faginu sem klæða sig upp á áður en þeir fara að skutla syndaselum þvers og kruss um borgina í misjöfnu ástandi eftir nóttina. Þetta eru menn sem bjóða góðan daginn með virktum og lesa strax hvort þú sért í stuði fyrir samtal eða ekki. Þeir nota ekki GPS-tæki enda gætu þeir ekið um gjörvallt höfuðborgarsvæðið blindandi. Syndaferðin er aldrei góð en hún er strax betri með svona fagmönnum.
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun