Hugmyndir uppi um tvær nýjar ylstrandir í Reykjavík Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. október 2017 14:49 Ströndin við Skarfaklett er að mati borgarstjóra falin perla í Reykjavík. vísir/anton brink Til skoðunar er hjá Reykjavíkurborg að opna tvær nýjar ylstrandir, annars vegar við Skarfaklett og hins vegar í Gufunesi. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, kynnti hugmyndir um þetta á kynningarfundi um uppbyggingu í Reykjavík í Ráðhúsinu í morgun. Ylströndin í Nauthólsvík, sem opnuð var árið 2000, hefur notið mikilla vinsælda hjá borgarbúum og því ef til vill ekki úr vegi að kanna möguleiki á fleiri slíkum svæðum í borginni. „Ég hef óskað eftir því við Orkuveituna að það fari fram skoðun á tveimur hugmyndum að nýjum ylströndum þar sem afgangsvatn sem þarf að skila í sjó sem er síðan heitt yrði notað. Þetta er annars vegar mjög lítil strönd við Skarfaklett, nálægt þeim stað þar sem skemmtiferðaskipin leggjast að. Það gæti orðið svona lítill yndisreitur og myndi mynda nýjan viðkomustað fyrir alls konar útivist,“ segir Dagur í samtali við Vísi sem segir þessa litlu strönd falinn gimstein í borgarlandinu.Frá ströndinni við Skarfaklett en hinn staðurinn er í Gufunesi.vísir/anton brinkNokkuð var rætt um mengun frá skemmtiferðaskipum sem komu í íslenskar hafnir í sumar. Dagur segir að ekki sé rætt um að skemmtiferðaskipin komi einhvers staðar annars staðar að í borginni verði hugmyndir um ylströndina að veruleika en verið sé að skoða loftmengun frá skemmtiferðaskipum sérstaklega. Hinn staðurinn sem um ræðir er í Gufunesi. „Þar er líka strönd þar sem gamla áburðarverksmiðjan var. Þar eru Baltasar Kormákur og RVK Studios að fara að opna kvikmyndatökuver og er að fara í tökur á Ófærð seinna í vetur. Í skipulagssamkeppni sem við héldum þar voru þeir sem voru með sigurtillöguna með svolítið djarfa hugmynd að sjóböðum, það er sundlaug í sjónum,“ segir Dagur og bætir við að þessi litla strönd kalli nánast á heitara vatn. „Allavega fyrir þá sem vilja svamla og treysta sér ekki í úthafsölduna.“ Skipulag Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Sjá meira
Til skoðunar er hjá Reykjavíkurborg að opna tvær nýjar ylstrandir, annars vegar við Skarfaklett og hins vegar í Gufunesi. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, kynnti hugmyndir um þetta á kynningarfundi um uppbyggingu í Reykjavík í Ráðhúsinu í morgun. Ylströndin í Nauthólsvík, sem opnuð var árið 2000, hefur notið mikilla vinsælda hjá borgarbúum og því ef til vill ekki úr vegi að kanna möguleiki á fleiri slíkum svæðum í borginni. „Ég hef óskað eftir því við Orkuveituna að það fari fram skoðun á tveimur hugmyndum að nýjum ylströndum þar sem afgangsvatn sem þarf að skila í sjó sem er síðan heitt yrði notað. Þetta er annars vegar mjög lítil strönd við Skarfaklett, nálægt þeim stað þar sem skemmtiferðaskipin leggjast að. Það gæti orðið svona lítill yndisreitur og myndi mynda nýjan viðkomustað fyrir alls konar útivist,“ segir Dagur í samtali við Vísi sem segir þessa litlu strönd falinn gimstein í borgarlandinu.Frá ströndinni við Skarfaklett en hinn staðurinn er í Gufunesi.vísir/anton brinkNokkuð var rætt um mengun frá skemmtiferðaskipum sem komu í íslenskar hafnir í sumar. Dagur segir að ekki sé rætt um að skemmtiferðaskipin komi einhvers staðar annars staðar að í borginni verði hugmyndir um ylströndina að veruleika en verið sé að skoða loftmengun frá skemmtiferðaskipum sérstaklega. Hinn staðurinn sem um ræðir er í Gufunesi. „Þar er líka strönd þar sem gamla áburðarverksmiðjan var. Þar eru Baltasar Kormákur og RVK Studios að fara að opna kvikmyndatökuver og er að fara í tökur á Ófærð seinna í vetur. Í skipulagssamkeppni sem við héldum þar voru þeir sem voru með sigurtillöguna með svolítið djarfa hugmynd að sjóböðum, það er sundlaug í sjónum,“ segir Dagur og bætir við að þessi litla strönd kalli nánast á heitara vatn. „Allavega fyrir þá sem vilja svamla og treysta sér ekki í úthafsölduna.“
Skipulag Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Sjá meira