Flokkarnir flestir á elleftu stundu með framboðslista sína Sigurður Mikael Jónsson skrifar 13. október 2017 06:00 Flokkarnir hafa til hádegis í dag til að skila framboðum. Vísir/Ernir Ljóst er að meirihluti flokkanna sem ætla að bjóða fram í alþingiskosningunum 28. október næstkomandi verður á síðustu stundu með að skila inn formlegum framboðslistum sínum til yfirkjörstjórna kjördæmanna. Framboðsfrestur rennur út á hádegi í dag. Á framboðslista skulu vera tvöfalt fleiri frambjóðendur en nemur þingsætum í kjördæminu. Listanum þarf að fylgja skrifleg yfirlýsing þeirra sem á honum eru um að þeir veiti leyfi fyrir því að nöfn þeirra séu þar. Þá þarf að skila inn meðmælum, skriflegri yfirlýsingu um stuðning við listann frá kjósendum í viðkomandi kjördæmi. Fjöldi meðmælenda skal vera margfeldi af þingsætatölu kjördæmisins og talnanna 30 að lágmarki og 40 að hámarki. Kjörstjórnir fara síðan yfir hvort framboð séu gild og veita flokkum skamman frest, ef þörf er á, til að bæta úr. Staðan á framlagningu framboðslista er mismunandi milli kjördæma. Í Suðvesturkjördæmi hafði til að mynda enginn flokkur skilað inn formlegum framboðslista þegar Fréttablaðið athugaði málið hjá yfirkjörstjórn þar. Tekið verður á móti framboðum í Kaplakrika kl. 10-12 í dag og stefnir því í að það verði traffík í Krikanum fram að hádegi. Í Norðvesturkjördæmi höfðu þrír flokkar skilað inn listum í gær, Sjálfstæðisflokkurinn, Samfylkingin og Vinstri græn. Þar fengust þær upplýsingar að von væri á fleiri framboðum, eins og gefur að skilja. Staðan er best í Norðausturkjördæmi þar sem 10 flokkar hafa skilað framboðslistum og bjóst oddviti yfirkjörstjórnar ekki við fleiri listum. Sjö framboðslistar höfðu borist í Suðurkjördæmi og höfðu þeir komið á þriðjudag. Í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur, suður og norður, höfðu aðeins Vinstri græn og Píratar skilað inn framboðslistum sínum á þriðjudag. Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Reikningum Flokks fólksins lokað um stund Innlent Fleiri fréttir Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Sjá meira
Ljóst er að meirihluti flokkanna sem ætla að bjóða fram í alþingiskosningunum 28. október næstkomandi verður á síðustu stundu með að skila inn formlegum framboðslistum sínum til yfirkjörstjórna kjördæmanna. Framboðsfrestur rennur út á hádegi í dag. Á framboðslista skulu vera tvöfalt fleiri frambjóðendur en nemur þingsætum í kjördæminu. Listanum þarf að fylgja skrifleg yfirlýsing þeirra sem á honum eru um að þeir veiti leyfi fyrir því að nöfn þeirra séu þar. Þá þarf að skila inn meðmælum, skriflegri yfirlýsingu um stuðning við listann frá kjósendum í viðkomandi kjördæmi. Fjöldi meðmælenda skal vera margfeldi af þingsætatölu kjördæmisins og talnanna 30 að lágmarki og 40 að hámarki. Kjörstjórnir fara síðan yfir hvort framboð séu gild og veita flokkum skamman frest, ef þörf er á, til að bæta úr. Staðan á framlagningu framboðslista er mismunandi milli kjördæma. Í Suðvesturkjördæmi hafði til að mynda enginn flokkur skilað inn formlegum framboðslista þegar Fréttablaðið athugaði málið hjá yfirkjörstjórn þar. Tekið verður á móti framboðum í Kaplakrika kl. 10-12 í dag og stefnir því í að það verði traffík í Krikanum fram að hádegi. Í Norðvesturkjördæmi höfðu þrír flokkar skilað inn listum í gær, Sjálfstæðisflokkurinn, Samfylkingin og Vinstri græn. Þar fengust þær upplýsingar að von væri á fleiri framboðum, eins og gefur að skilja. Staðan er best í Norðausturkjördæmi þar sem 10 flokkar hafa skilað framboðslistum og bjóst oddviti yfirkjörstjórnar ekki við fleiri listum. Sjö framboðslistar höfðu borist í Suðurkjördæmi og höfðu þeir komið á þriðjudag. Í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur, suður og norður, höfðu aðeins Vinstri græn og Píratar skilað inn framboðslistum sínum á þriðjudag.
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Reikningum Flokks fólksins lokað um stund Innlent Fleiri fréttir Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Sjá meira
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent