Bandaríkjamenn töpuðu fyrir neðsta liðinu og Aron missir af HM í Rússlandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. október 2017 08:30 Michael Bradley, fyrirliði bandaríska landsliðsins, gengur vonsvikinn af velli í nótt. Vísir/Getty Aron Jóhannsson og félagar hans í bandaríska landsliðinu verða ekki með á heimsmeistaramótinu í fótbolta sem fer fram í Rússlandi næsta sumar. Aron valdi að spila fyrir bandaríska landsliðið fyrir HM 2014 í Brasilíu en nú fjórum árum seinna er íslenska landsliðið á leið á HM á sama tíma og Bandaríkjamenn sitja heima. Bandaríkjamenn byrjuðu kvöldið í þriðja og síðasta sætinu sem gaf farseðil á HM úr Norður- og Mið-Ameríkuriðlinum en töpuðu 2-1 á móti Trínidad og Tóbagó og enduðu í fimmta sæti riðilsins. Þeir misstu því ekki aðeins af því að tryggja sig strax inn á HM heldur einnig af möguleikanum að komast til Rússlands í gegnum umspil. Mexíkó og Kosta Ríka voru áður búin að tryggja sér sæti á HM en barist var um þriðja og síðasta sætið í nótt. Fjórða sætið gaf síðan sæti í umspili um laust sæti. Panama verða með á HM í fyrsta sinn en umdeilt sigurmark á 88. mínútu tryggði Panama 2-1 sigur á Kosta Ríka og þar með þriðja og síðasta sætið úr Norður- og Mið-Ameríkuriðlinum sem gefur farseðil á HM í Rússlandi.Final-day #WCQ drama leaves Panama set for maiden #WorldCuphttps://t.co/D6PlVdrKGIpic.twitter.com/aIXFPyOADI — #WCQ (@FIFAWorldCup) October 11, 2017Panama reach first #WorldCup Honduras seal play-off spot USA miss out Stunning CONCACAF #WCQ finale Review https://t.co/V5JX0SUP9apic.twitter.com/eDC3Ye2NrR — #WCQ (@FIFAWorldCup) October 11, 2017 Markið sem kom Panama á HM skoraði Gabriel Torres en það leit þó út fyrir að boltinn hafi aldrei farið yfir marklínuna. Ronald Matarrita virtist hafa bjargað á linu en dómarinn, Walter Lopez frá Gvatemala, dæmdi hinsvegar mark. Bandaríkjamenn duttu alla leið niður í fimmta sætið en Hondúras fer aftur á móti í umspilsleiki við Ástralíu um eitt laust sæti á HM næsta sumar. Bandaríska liðið vann 4-0 sigur á Panama fyrir nokkrum dögum en sá sigur dugði skammt þegar riðillinn var gerður upp. „Við höfðum þetta allt í hendi okkar. Við klúðruðum þessu og höfum engar afsakanir. Við áttum alltaf að ganga af þessum velli með að minnsta kosti eitt stig. Við eigum aldrei að missa af HM og ég tek fulla ábyrgð á þessu,“ sagði Bruce Arena, landsliðsþjálfari Bandaríkjamanna, eftir leikinn.QUALIFIED! Congratulations, Panama! Los Canaleros will make their #WorldCup debut in Russia! #WCQpic.twitter.com/OG0oU2CsIT — #WCQ (@FIFAWorldCup) October 11, 2017 HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Íslenski boltinn Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Íslenski boltinn Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Enski boltinn „Ég get ekki beðið“ Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenski boltinn Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Íslenski boltinn Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenskt mark, sjálfsmark og rautt spjald Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Aron á að hjálpa leikmönnum að hugsa ekki um ströndina Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Svona var blaðamannafundur Arnars Aron Einar með en enginn Gylfi Þróttur mætir bikarmeisturunum Áhorfandi hljóp inn á og réðist á fyrrverandi leikmann Vals Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Ronaldo langtekjuhæsti íþróttamaður heims Fjórtán slösuðust þegar ekið var á áhorfendur Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Daníel Tristan skoraði í svekkjandi jafntefli Barcelona Spánarmeistari Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina Glódís fær nýjan þjálfara Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Styrkir til strákanna í Fylki og Selfossi úr minningarsjóði Egils Hrafns Sjá meira
Aron Jóhannsson og félagar hans í bandaríska landsliðinu verða ekki með á heimsmeistaramótinu í fótbolta sem fer fram í Rússlandi næsta sumar. Aron valdi að spila fyrir bandaríska landsliðið fyrir HM 2014 í Brasilíu en nú fjórum árum seinna er íslenska landsliðið á leið á HM á sama tíma og Bandaríkjamenn sitja heima. Bandaríkjamenn byrjuðu kvöldið í þriðja og síðasta sætinu sem gaf farseðil á HM úr Norður- og Mið-Ameríkuriðlinum en töpuðu 2-1 á móti Trínidad og Tóbagó og enduðu í fimmta sæti riðilsins. Þeir misstu því ekki aðeins af því að tryggja sig strax inn á HM heldur einnig af möguleikanum að komast til Rússlands í gegnum umspil. Mexíkó og Kosta Ríka voru áður búin að tryggja sér sæti á HM en barist var um þriðja og síðasta sætið í nótt. Fjórða sætið gaf síðan sæti í umspili um laust sæti. Panama verða með á HM í fyrsta sinn en umdeilt sigurmark á 88. mínútu tryggði Panama 2-1 sigur á Kosta Ríka og þar með þriðja og síðasta sætið úr Norður- og Mið-Ameríkuriðlinum sem gefur farseðil á HM í Rússlandi.Final-day #WCQ drama leaves Panama set for maiden #WorldCuphttps://t.co/D6PlVdrKGIpic.twitter.com/aIXFPyOADI — #WCQ (@FIFAWorldCup) October 11, 2017Panama reach first #WorldCup Honduras seal play-off spot USA miss out Stunning CONCACAF #WCQ finale Review https://t.co/V5JX0SUP9apic.twitter.com/eDC3Ye2NrR — #WCQ (@FIFAWorldCup) October 11, 2017 Markið sem kom Panama á HM skoraði Gabriel Torres en það leit þó út fyrir að boltinn hafi aldrei farið yfir marklínuna. Ronald Matarrita virtist hafa bjargað á linu en dómarinn, Walter Lopez frá Gvatemala, dæmdi hinsvegar mark. Bandaríkjamenn duttu alla leið niður í fimmta sætið en Hondúras fer aftur á móti í umspilsleiki við Ástralíu um eitt laust sæti á HM næsta sumar. Bandaríska liðið vann 4-0 sigur á Panama fyrir nokkrum dögum en sá sigur dugði skammt þegar riðillinn var gerður upp. „Við höfðum þetta allt í hendi okkar. Við klúðruðum þessu og höfum engar afsakanir. Við áttum alltaf að ganga af þessum velli með að minnsta kosti eitt stig. Við eigum aldrei að missa af HM og ég tek fulla ábyrgð á þessu,“ sagði Bruce Arena, landsliðsþjálfari Bandaríkjamanna, eftir leikinn.QUALIFIED! Congratulations, Panama! Los Canaleros will make their #WorldCup debut in Russia! #WCQpic.twitter.com/OG0oU2CsIT — #WCQ (@FIFAWorldCup) October 11, 2017
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Íslenski boltinn Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Íslenski boltinn Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Enski boltinn „Ég get ekki beðið“ Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenski boltinn Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Íslenski boltinn Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenskt mark, sjálfsmark og rautt spjald Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Aron á að hjálpa leikmönnum að hugsa ekki um ströndina Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Svona var blaðamannafundur Arnars Aron Einar með en enginn Gylfi Þróttur mætir bikarmeisturunum Áhorfandi hljóp inn á og réðist á fyrrverandi leikmann Vals Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Ronaldo langtekjuhæsti íþróttamaður heims Fjórtán slösuðust þegar ekið var á áhorfendur Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Daníel Tristan skoraði í svekkjandi jafntefli Barcelona Spánarmeistari Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina Glódís fær nýjan þjálfara Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Styrkir til strákanna í Fylki og Selfossi úr minningarsjóði Egils Hrafns Sjá meira
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó