Miðflokkurinn verður á síðustu stundu með framboðslista sína Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 10. október 2017 15:00 Allir þeir sjö flokkar sem eiga fulltrúa á Alþingi í dag hafa lokið að skipa á framboðslista sína í öllum kjördæmum. Flokkur fólksins og Miðflokkurinn eiga hins vegar eftir að klára að skipa sína lista en þeir hafa til klukkan tólf á hádegi næst komandi föstudag til að skila inn fullbúnum listum og meðmælendum. Miðflokkurinn hefur kynnt lista sinn á Suðurlandi og hver leiðir lista flokksins í Norðvesturkjördæmi. Svanur Guðmundsson kosningastjóri flokksins segisr stöðuna varðandi framboðslista góða en stofnfundur Miðflokksins var síðast liðinn sunnudag. „Við erum bara með lúxusvanda. Við erum að skrá mikið af nýjum félögum sem hafa óskað eftir að vinna með okkur og hefur verið gríðarleg vinna í því. Fyrir utan að við erum mjög meðvituð um að stilla fólki upp á lista og fínpússa málefnaskrána okkar,“ segir Svanur. Allt þetta taki sinn tíma og menn vilji ekki kasta til hendinni við hvorki málefnaskrána né skipan á lista flokksins. „Og munum kynna alla listana á föstudaginn í síðasta lagi á fundi á Nordica. Föstudaginn þrettánda.“Nú rennur frsturinn út á hádegi á föstudag, þannig að þið verðið þá alveg á síðustu metrunum að skila inn framboðslistum? „Við höfum ákveðið að nýta allan þann tíma sem við mögulega fáum til þess að gera þetta rétt og vel,“ segir Svanur. Málefnavinnan verði líka að vera í samræmi við það fólk sem komi til með að skipa lista flokksins.Þetta hefur ekkert með það að gera að það gangi erfiðlega að fá fólk á listana? „Þvert á móti. Við erum í lúxusvanda eins og hefur komið fram. Við erum að reyna að finna, eða setja fram það fólk fram sem kann vel til verka í þessum málum.“Liggur það fyrir á þessari stundu hvar formaðurinn ætlar sjálfur að bjóða sig fram? „Við erum ekki tilbúin til að útvarpa því strax.“Þið vitið það sjálf en ætlið að geyma að greina frá því? „Já við vitum það en hlutirnir geta auðvitað alltaf breyst. En það er samt nokkuð öruggt hvernig það fer.“Heldur þú að hann verði í sama kjördæmi (Norðausturkjördæmi)? „Ég læt það duga sem ég var að segja við þig,“ sagði Svanur Guðmundsson. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Framboðslistar Miðflokksins tilkynntir síðar Fundurinn hófst klukkan 16 í Rúgbrauðsgerðinni. 8. október 2017 16:15 Sjálfstæðisflokkurinn tapaði þriðjungi þingmanna sinna Samfylkingin er orðin þriðji stærsti flokkurinn ef marka má könnun Félagsvísindastofnunar og Miðflokkurinn mælist töluvert stærri en Framsóknarflokkurinn. 7. október 2017 07:35 Fátítt að flokkar með lítið fylgi rétt fyrir kosningar snúi taflinu við Fátítt er að flokkur sem hafi mælst undir 5 prósenta þröskuldi rétt fyrir alþingiskosningar hafi náð vopnum sínum í kosningum og endurheimt fylgi. Viðreisn og Björt framtíð eiga báðir á hættu að þurrkast út í kosningunum 28. október en báðir flokkar mælast undir 5 prósent. 9. október 2017 11:59 Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Reikningum Flokks fólksins lokað um stund Innlent Fleiri fréttir Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Sjá meira
Allir þeir sjö flokkar sem eiga fulltrúa á Alþingi í dag hafa lokið að skipa á framboðslista sína í öllum kjördæmum. Flokkur fólksins og Miðflokkurinn eiga hins vegar eftir að klára að skipa sína lista en þeir hafa til klukkan tólf á hádegi næst komandi föstudag til að skila inn fullbúnum listum og meðmælendum. Miðflokkurinn hefur kynnt lista sinn á Suðurlandi og hver leiðir lista flokksins í Norðvesturkjördæmi. Svanur Guðmundsson kosningastjóri flokksins segisr stöðuna varðandi framboðslista góða en stofnfundur Miðflokksins var síðast liðinn sunnudag. „Við erum bara með lúxusvanda. Við erum að skrá mikið af nýjum félögum sem hafa óskað eftir að vinna með okkur og hefur verið gríðarleg vinna í því. Fyrir utan að við erum mjög meðvituð um að stilla fólki upp á lista og fínpússa málefnaskrána okkar,“ segir Svanur. Allt þetta taki sinn tíma og menn vilji ekki kasta til hendinni við hvorki málefnaskrána né skipan á lista flokksins. „Og munum kynna alla listana á föstudaginn í síðasta lagi á fundi á Nordica. Föstudaginn þrettánda.“Nú rennur frsturinn út á hádegi á föstudag, þannig að þið verðið þá alveg á síðustu metrunum að skila inn framboðslistum? „Við höfum ákveðið að nýta allan þann tíma sem við mögulega fáum til þess að gera þetta rétt og vel,“ segir Svanur. Málefnavinnan verði líka að vera í samræmi við það fólk sem komi til með að skipa lista flokksins.Þetta hefur ekkert með það að gera að það gangi erfiðlega að fá fólk á listana? „Þvert á móti. Við erum í lúxusvanda eins og hefur komið fram. Við erum að reyna að finna, eða setja fram það fólk fram sem kann vel til verka í þessum málum.“Liggur það fyrir á þessari stundu hvar formaðurinn ætlar sjálfur að bjóða sig fram? „Við erum ekki tilbúin til að útvarpa því strax.“Þið vitið það sjálf en ætlið að geyma að greina frá því? „Já við vitum það en hlutirnir geta auðvitað alltaf breyst. En það er samt nokkuð öruggt hvernig það fer.“Heldur þú að hann verði í sama kjördæmi (Norðausturkjördæmi)? „Ég læt það duga sem ég var að segja við þig,“ sagði Svanur Guðmundsson.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Framboðslistar Miðflokksins tilkynntir síðar Fundurinn hófst klukkan 16 í Rúgbrauðsgerðinni. 8. október 2017 16:15 Sjálfstæðisflokkurinn tapaði þriðjungi þingmanna sinna Samfylkingin er orðin þriðji stærsti flokkurinn ef marka má könnun Félagsvísindastofnunar og Miðflokkurinn mælist töluvert stærri en Framsóknarflokkurinn. 7. október 2017 07:35 Fátítt að flokkar með lítið fylgi rétt fyrir kosningar snúi taflinu við Fátítt er að flokkur sem hafi mælst undir 5 prósenta þröskuldi rétt fyrir alþingiskosningar hafi náð vopnum sínum í kosningum og endurheimt fylgi. Viðreisn og Björt framtíð eiga báðir á hættu að þurrkast út í kosningunum 28. október en báðir flokkar mælast undir 5 prósent. 9. október 2017 11:59 Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Reikningum Flokks fólksins lokað um stund Innlent Fleiri fréttir Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Sjá meira
Framboðslistar Miðflokksins tilkynntir síðar Fundurinn hófst klukkan 16 í Rúgbrauðsgerðinni. 8. október 2017 16:15
Sjálfstæðisflokkurinn tapaði þriðjungi þingmanna sinna Samfylkingin er orðin þriðji stærsti flokkurinn ef marka má könnun Félagsvísindastofnunar og Miðflokkurinn mælist töluvert stærri en Framsóknarflokkurinn. 7. október 2017 07:35
Fátítt að flokkar með lítið fylgi rétt fyrir kosningar snúi taflinu við Fátítt er að flokkur sem hafi mælst undir 5 prósenta þröskuldi rétt fyrir alþingiskosningar hafi náð vopnum sínum í kosningum og endurheimt fylgi. Viðreisn og Björt framtíð eiga báðir á hættu að þurrkast út í kosningunum 28. október en báðir flokkar mælast undir 5 prósent. 9. október 2017 11:59
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent