Leikarinn eitilharði, Dwayne „The Rock“ Johnson, vill enga aumingja með sér í nýjustu Fast & Furious myndina sem hann og Jason Statham eru að vinna að. Sú mynd hefur leitt til þess að búið er að fresta framleiðslu Fast 9 og einhverjir leikarar hafa tekið því illa.
Tyrese Gibson hefur verið að senda Johnson tóninn á Instagram á undanförnum vikum og meðal annars kallað Johnson trúð á dögunum. Hann sakar Johnson um að hafa rústað Fast-fjölskyldunni.
Seinna þann sama dag birti Vin Diesel mynd af sér með þeim Paul Walker og Gibson sjálfum með textanum: „Bræðralag“, svo það má fastlega gera ráð fyrir því að hann sé með Gibson í liði.
Johsnon birti í gær myndband um nýjustu myndina sem frumsýna á um sumarið 2019.
Við myndbandið skrifar hann að „pabbi þurfi að vinna“ og sendir þakkir til Jason Statham. Þá segir Johnson að hann beri mikla virðingu fyrir Fast myndunum og að hann vilji víkka söguheiminn út enn frekar.
Að endingu gerir hann gagnrýnendum og þar á hann líklegast við Gibson ljóst að af myndinni verði sama hvað honum finnist um það. Þar að auki bætir hann kassamerkinu #CandyAssesNeedNotApply.