Flokkur fólksins vill hækka persónuafslátt og afnema verðtrygginguna Heimir Már Pétursson skrifar 24. október 2017 21:22 Flokkur fólksins vill meðal annars skattleggja inngreiðslur fólks í lífeyrissjóði í stað útgreiðslna og segir að með því sé hægt að fjármagna aðgerðir til að bæta hag þeirra verst settu. Hækka beri persónuaflsátt skatta, afnema verðtrygginguna og taka húsnæðisliðinn út úr neysluvísitölunni.Markmiðið stórt Flokkur fólksins kynnti í dag helstu áherslur sínar fyrir kosningarnar sem fram fara á laugardaginn. Þar er megin áherslan lögð á að bæta hag hinna verst settu meðal annars með því að lágmarks framfærsla verði 300 þúsund krónur og stórátak verði gert í húsnæðismálum. Inga Sæland formaður segir markmiðið stórt; að útrýma fátækt á Íslandi. „Fá grunnheilbrigðisþjónustuna gjaldfrjálsa, ráðast að rótum vandans sem verðtryggingin er og koma okurvöxtunum okkar niður í það sem best þekkist í löndunum í kringum okkur,“ sagði Inga á fréttamannafundi í dag. Flokkurinn vill að komið verði á félagslegu íbúðakerfi eins og þekktist á árum áður. „Við sjáum það að ríki, lífeyrissjóðir, sveitarfélög ættu allir að geta tekið höndum saman með góðum vilja til að koma í veg fyrir það ófremdarástand sem nú ríkir á húsnæðismarkaðnum,“ segir Inga.Engar sviptingar, ekkert gaman Þá vill Flokkur fólksins að inngreiðslur í lífeyrissjóði verði skattlagðar í stað útgreiðslna. Þannig megi auka tekjur ríkissjóðs um 40 milljarða til að fjármagna nauðsynleg verkefni til að bæta hag þeirra sem búa við lægstu kjörin og taka húsnæðisliðinn út úr neysluvísitölunni.Kannanir eru ýmist að sýna ykkur inni eða úti, er bjartsýnin allsráðandi hjá ykkur?„Eins og þú sérð, það er alltaf bjartsýni. Ef ekki eru neinar sviptingar er ekkert gaman að þessu. Þannig að við hlökkum bara til að fá að sjá hvernig kjósendur taka okkur,“ segir Inga Snæland. Kosningar 2017 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Sjá meira
Flokkur fólksins vill meðal annars skattleggja inngreiðslur fólks í lífeyrissjóði í stað útgreiðslna og segir að með því sé hægt að fjármagna aðgerðir til að bæta hag þeirra verst settu. Hækka beri persónuaflsátt skatta, afnema verðtrygginguna og taka húsnæðisliðinn út úr neysluvísitölunni.Markmiðið stórt Flokkur fólksins kynnti í dag helstu áherslur sínar fyrir kosningarnar sem fram fara á laugardaginn. Þar er megin áherslan lögð á að bæta hag hinna verst settu meðal annars með því að lágmarks framfærsla verði 300 þúsund krónur og stórátak verði gert í húsnæðismálum. Inga Sæland formaður segir markmiðið stórt; að útrýma fátækt á Íslandi. „Fá grunnheilbrigðisþjónustuna gjaldfrjálsa, ráðast að rótum vandans sem verðtryggingin er og koma okurvöxtunum okkar niður í það sem best þekkist í löndunum í kringum okkur,“ sagði Inga á fréttamannafundi í dag. Flokkurinn vill að komið verði á félagslegu íbúðakerfi eins og þekktist á árum áður. „Við sjáum það að ríki, lífeyrissjóðir, sveitarfélög ættu allir að geta tekið höndum saman með góðum vilja til að koma í veg fyrir það ófremdarástand sem nú ríkir á húsnæðismarkaðnum,“ segir Inga.Engar sviptingar, ekkert gaman Þá vill Flokkur fólksins að inngreiðslur í lífeyrissjóði verði skattlagðar í stað útgreiðslna. Þannig megi auka tekjur ríkissjóðs um 40 milljarða til að fjármagna nauðsynleg verkefni til að bæta hag þeirra sem búa við lægstu kjörin og taka húsnæðisliðinn út úr neysluvísitölunni.Kannanir eru ýmist að sýna ykkur inni eða úti, er bjartsýnin allsráðandi hjá ykkur?„Eins og þú sérð, það er alltaf bjartsýni. Ef ekki eru neinar sviptingar er ekkert gaman að þessu. Þannig að við hlökkum bara til að fá að sjá hvernig kjósendur taka okkur,“ segir Inga Snæland.
Kosningar 2017 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Sjá meira