Trúir ekki að rödd Bjartrar framtíðar þagni Höskuldur Kári Schram og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 23. október 2017 20:57 „Við erum flokkurinn sem sleit stjórnarsamstarfi út af leynimakki í kringum kynbundið ofbeldi. Þetta er ákveðin breyting í íslensku pólitíkinni og ég trúi því ekki að þessi rödd eigi eftir að þagna á þingi,“ segir Óttar Proppé, formaður Bjartrar framtíðar þegar hann er inntur eftir viðbrögðum við nýjustu skoðanakönnuninni sem MMR birti í dag sem leiðir í ljós grafalvarlega stöðu flokksins. Það er á brattann að sækja fyrir Bjarta framtíð næstu daga því flokkurinn mældist með einungis 1,8 prósent fylgi í nýrri könnun MMR og þarf þannig að þrefalda fylgi sitt á næstu fimm dögum ef hann á ekki að þurrkast af þingi. „Þær eru náttúrulega ekki hressandi þessar kannanir en við höfum nú mikla trú á því að við eigum inni. Við höfum bara fundinn dálítinn meðbyr undanfarið og síðan bara trúi ég því nú eiginlega ekki að þessi rödd Bjartrar framtíðar inni á þingi þagni. Mér finnst við hafa verið að gera mjög mikilvæga hluti, koma með mikilvæga pólitík inn. Við höfum verið að breyta pólitíkinni og kalla eftir og opna á heiðarlegri stjórnmál,“ segir Óttar í viðtali hjá fréttastofu Stöðvar 2. Spurður hvort kallað hafi verið eftir afsögn hans, svarar Óttar neitandi. „Ég get nú ekki sagt það en við höfum nú líka reynt að leggja áherslu á það í Bjartri framtíð að þetta gengur ekki út á einstaklinga,“ segir Óttar. Flokkurinn og málefni hans séu bæði stærri og mikilvægari en einstakar persónur. „Við erum mjög frambærilega oddvita, mjög frambærilega frambjóðendur, sterka pólitíkusa. Það er þessi breidd sem skiptir meira máli en endilega mín persóna enda lít ég nú bara á það sem svo að mitt hlutverk í pólitík er að reyna að gera gagn og á meðan ég geri gagn þá held ég áfram í því,“ segir Óttar sem segist þó hafa íhugað eigin stöðu á hverjum degi frá því hann hann hóf að stunda stjórnmál. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri græn bæta við sig fylgi Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 22,9 prósenta fylgi samkvæmt nýrri könnun MMR og mælist með mest fylgi. Þar á eftir fylgja Vinstri græn með 19,9 prósent en munurinn á flokkunum mælist þó innan vikmarka. 23. október 2017 16:41 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Fleiri fréttir Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Sjá meira
„Við erum flokkurinn sem sleit stjórnarsamstarfi út af leynimakki í kringum kynbundið ofbeldi. Þetta er ákveðin breyting í íslensku pólitíkinni og ég trúi því ekki að þessi rödd eigi eftir að þagna á þingi,“ segir Óttar Proppé, formaður Bjartrar framtíðar þegar hann er inntur eftir viðbrögðum við nýjustu skoðanakönnuninni sem MMR birti í dag sem leiðir í ljós grafalvarlega stöðu flokksins. Það er á brattann að sækja fyrir Bjarta framtíð næstu daga því flokkurinn mældist með einungis 1,8 prósent fylgi í nýrri könnun MMR og þarf þannig að þrefalda fylgi sitt á næstu fimm dögum ef hann á ekki að þurrkast af þingi. „Þær eru náttúrulega ekki hressandi þessar kannanir en við höfum nú mikla trú á því að við eigum inni. Við höfum bara fundinn dálítinn meðbyr undanfarið og síðan bara trúi ég því nú eiginlega ekki að þessi rödd Bjartrar framtíðar inni á þingi þagni. Mér finnst við hafa verið að gera mjög mikilvæga hluti, koma með mikilvæga pólitík inn. Við höfum verið að breyta pólitíkinni og kalla eftir og opna á heiðarlegri stjórnmál,“ segir Óttar í viðtali hjá fréttastofu Stöðvar 2. Spurður hvort kallað hafi verið eftir afsögn hans, svarar Óttar neitandi. „Ég get nú ekki sagt það en við höfum nú líka reynt að leggja áherslu á það í Bjartri framtíð að þetta gengur ekki út á einstaklinga,“ segir Óttar. Flokkurinn og málefni hans séu bæði stærri og mikilvægari en einstakar persónur. „Við erum mjög frambærilega oddvita, mjög frambærilega frambjóðendur, sterka pólitíkusa. Það er þessi breidd sem skiptir meira máli en endilega mín persóna enda lít ég nú bara á það sem svo að mitt hlutverk í pólitík er að reyna að gera gagn og á meðan ég geri gagn þá held ég áfram í því,“ segir Óttar sem segist þó hafa íhugað eigin stöðu á hverjum degi frá því hann hann hóf að stunda stjórnmál.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri græn bæta við sig fylgi Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 22,9 prósenta fylgi samkvæmt nýrri könnun MMR og mælist með mest fylgi. Þar á eftir fylgja Vinstri græn með 19,9 prósent en munurinn á flokkunum mælist þó innan vikmarka. 23. október 2017 16:41 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Fleiri fréttir Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri græn bæta við sig fylgi Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 22,9 prósenta fylgi samkvæmt nýrri könnun MMR og mælist með mest fylgi. Þar á eftir fylgja Vinstri græn með 19,9 prósent en munurinn á flokkunum mælist þó innan vikmarka. 23. október 2017 16:41