Lokamínúturnar þrjár liðu eins og þrjár vikur Benedikt Bóas skrifar 21. október 2017 07:30 Barátta og framúrskarandi fótbolti skiluðu sögulegum sigri. Nordicphotos/Getty Íþróttir „Ég sat hérna agndofa og öskraði oft og mörgum sinnum á sjónvarpið,“ segir Ásta B. Gunnlaugsdóttir, sem spilaði á sínum tíma 26 landsleiki fyrir Íslands hönd og skoraði í þeim átta mörk. Líkt og fjölmargir aðrir horfði hún á snilldina sem íslenska kvennalandsliðið bauð upp á í Þýskalandi í gær með stórbrotnum sigri. Þetta var fyrsti sigur Íslands á sameiginlegu liði Þýskalands hjá bæði A-landsliðum karla og kvenna. Þýska landsliðið er ríkjandi Ólympíumeistari, áttfaldur Evrópumeistari, tvöfaldur heimsmeistari og í öðru sæti á styrkleikalista FIFA, en þær þýsku áttu engin svör við stórkostlegum leik íslenska liðsins.Vanda Sigurgeirsdóttir Einelti Gerendur eineltis rannsókn um einelti fótboltaþjálfari„Ég hoppaði um húsið og síðustu þrjár mínúturnar voru alveg að fara með mann. Þær liðu eins og þrjár vikur,“ segir Vanda Sigurgeirsdóttir en hún spilaði 37 landsleiki auk þess að þjálfa íslenska kvennalandsliðið um tíma. „Ég er stödd á Hofsósi, og var hérna líka þegar Ísland vann England á EM karla. Ég held að þetta sé einhver happastaður – það er eitthvað í loftinu hérna,“ segir hún. Þegar úrslit eldri leikja eru skoðuð er ekki oft þar sem landsliðið hafði möguleika gegn Þýskalandi. Einu sinni tapaði liðið 8:0 á afmælisdegi Vöndu. „Þá voru þær í betra formi og miklu fljótari. Fyrst þegar ég spilaði við þær, fékk ég kantmann á móti mér og ég hugsaði með mér; Guð minn góður, hún var svo fljót.“ Síðan hafa verið stigin stór skref í kvennaboltanum hér heima. „Í þessum leik vorum við betri,“ segir Vanda. Ásta tekur í sama streng en báðar hrósa þjálfarateyminu mikið. „Þetta var rosalega góður leikur og við vorum bara betri en þær. En ég var orðin skíthrædd í lokin. En vá. Mér fannst þetta æðislegt og yndislegt á að horfa. Það er eitthvað í vatninu hér á Íslandi þessa dagana.Ég leit oft á stöðuna og trúði henni varla.“ Vanda segir að sigurinn megi skrifa á Frey Alexandersson landsliðsþjálfara og hans teymi. „Mér fannst stelpurnar spila þennan leik listavel. Þetta var íslenska baráttan og taktík og þegar það kemur saman þá gerast góðir hlutir.“ HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Fleiri fréttir Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Íþróttakonur verða frekar leiðtogar Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Dagskráin í dag: Golf, enskur fótbolti og tvö lið í vanda í NBA Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Slagur um stól formanns KKÍ Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Littler pirraður á bauli áhorfenda og bað þá um að róa sig LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjá meira
Íþróttir „Ég sat hérna agndofa og öskraði oft og mörgum sinnum á sjónvarpið,“ segir Ásta B. Gunnlaugsdóttir, sem spilaði á sínum tíma 26 landsleiki fyrir Íslands hönd og skoraði í þeim átta mörk. Líkt og fjölmargir aðrir horfði hún á snilldina sem íslenska kvennalandsliðið bauð upp á í Þýskalandi í gær með stórbrotnum sigri. Þetta var fyrsti sigur Íslands á sameiginlegu liði Þýskalands hjá bæði A-landsliðum karla og kvenna. Þýska landsliðið er ríkjandi Ólympíumeistari, áttfaldur Evrópumeistari, tvöfaldur heimsmeistari og í öðru sæti á styrkleikalista FIFA, en þær þýsku áttu engin svör við stórkostlegum leik íslenska liðsins.Vanda Sigurgeirsdóttir Einelti Gerendur eineltis rannsókn um einelti fótboltaþjálfari„Ég hoppaði um húsið og síðustu þrjár mínúturnar voru alveg að fara með mann. Þær liðu eins og þrjár vikur,“ segir Vanda Sigurgeirsdóttir en hún spilaði 37 landsleiki auk þess að þjálfa íslenska kvennalandsliðið um tíma. „Ég er stödd á Hofsósi, og var hérna líka þegar Ísland vann England á EM karla. Ég held að þetta sé einhver happastaður – það er eitthvað í loftinu hérna,“ segir hún. Þegar úrslit eldri leikja eru skoðuð er ekki oft þar sem landsliðið hafði möguleika gegn Þýskalandi. Einu sinni tapaði liðið 8:0 á afmælisdegi Vöndu. „Þá voru þær í betra formi og miklu fljótari. Fyrst þegar ég spilaði við þær, fékk ég kantmann á móti mér og ég hugsaði með mér; Guð minn góður, hún var svo fljót.“ Síðan hafa verið stigin stór skref í kvennaboltanum hér heima. „Í þessum leik vorum við betri,“ segir Vanda. Ásta tekur í sama streng en báðar hrósa þjálfarateyminu mikið. „Þetta var rosalega góður leikur og við vorum bara betri en þær. En ég var orðin skíthrædd í lokin. En vá. Mér fannst þetta æðislegt og yndislegt á að horfa. Það er eitthvað í vatninu hér á Íslandi þessa dagana.Ég leit oft á stöðuna og trúði henni varla.“ Vanda segir að sigurinn megi skrifa á Frey Alexandersson landsliðsþjálfara og hans teymi. „Mér fannst stelpurnar spila þennan leik listavel. Þetta var íslenska baráttan og taktík og þegar það kemur saman þá gerast góðir hlutir.“
HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Fleiri fréttir Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Íþróttakonur verða frekar leiðtogar Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Dagskráin í dag: Golf, enskur fótbolti og tvö lið í vanda í NBA Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Slagur um stól formanns KKÍ Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Littler pirraður á bauli áhorfenda og bað þá um að róa sig LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjá meira