Rannsókn breskra lögregluyfirvalda á Harvey Weinstein orðin umfangsmeiri Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 31. október 2017 15:44 Harvey Weinstein var þar til fyrir skömmu einn valdamesti maður Hollywood. Hann var rekinn frá framleiðslufyrirtæki sínu eftir að fjöldi kvenna hafði greint opinberlega frá kynferðislegri áreitni og ofbeldi af hálfu Weinstein. Vísir/Getty Rannsókn breskra lögregluyfirvalda á bandaríska kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein er nú orðin umfangsmeiri en áður hafði verið tilkynnt um. Rannsakar nú lögreglan meint kynferðisbrot Weinstein gegn sjö konum sem eiga að hafa átt sér stað frá því seint á níunda áratugnum og allt til ársins 2015. Rannsóknin gengur undir nafninu Kaguyak-aðgerðin og voru brot Weinstein öll tilkynnt lögreglu á tímabilinu 12. til 28. október. Ein kvennanna kveðst hafa verið áreitt af Weinstein í London seint á níunda áratugnum. Önnur segir að hann hafi brotið gegn henni í Westminster-hverfinu í London árið 1992, þriðja konan segir frá broti sem á að hafa átt sér stað 1994 og sú fjórða segir að kvikmyndamógúllinn hafi brotið gegn sér um miðjan tíunda áratuginn. Einnig til rannsóknar hjá bandarískum yfirvöldum Þá segja tvær kvennanna að Weinstein hafi brotið á þeim þrisvar sinnum. Önnur þeirra segir hann hafa brotið á sér árið 2010, 2011og 2015 og hin segir að fyrsta brotið hafi átt sér stað utan Bretlands árið 2012 og síðan í London árin 2013 og 2014. Sjöunda tilkynningin kemur síðan frá konu sem segir að Weinstein hafi brotið á henni utan Bretlands á níunda áratugnum. Þeirri tilkynningu verður komið áleiðis til þartilbærra yfirvalda og sem og önnur meint brot sem eiga að hafa átt sér stað annars staðar en í Bretlandi. Enginn hefur verið handtekinn í tengslum við rannsóknina að því er fram kemur á vef Guardian en Weinstein hefur staðfastlega neitað öllum ásökunum um kynferðislega áreitni og kynferðisbrot gegn konum. Tugir kvenna hafa síðustu vikur stigið fram og sagt frá áreitni og brotum Weinstein en auk bresku lögreglunnar eru lögregluyfirvöld í Bandaríkjunum með kvikmyndaframleiðandann til rannsóknar. Bretland Mál Harvey Weinstein Kynferðisofbeldi MeToo Tengdar fréttir Norsk leikkona sakar Weinstein um nauðgun Malthe hélt blaðamannafund í New York í gærkvöldi þar sem hún sagði Weinstein hafa nauðgað sér eftir BAFTA-verðlaunin 2008. 26. október 2017 10:17 Sopranos-leikkona segir Weinstein hafa nauðgað sér Leikkonan Annabella Sciorra sakar hefur bæst í hóp kvenna sem sakað hefur framleiðandann um alvarlegt kynferðisbrot. 28. október 2017 19:47 Greiddi fúlgur fjár fyrir þögn aðstoðarkonu Fyrrverandi aðstoðarkona kvikmyndaframleiðands Harvey Weinstein fékk greidda rúmlega 165 þúsund dali fyrir að þaga um kynferðislega áreitni sem hún varð fyrir af hendi framleiðandans. 24. október 2017 07:12 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fleiri fréttir Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Sjá meira
Rannsókn breskra lögregluyfirvalda á bandaríska kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein er nú orðin umfangsmeiri en áður hafði verið tilkynnt um. Rannsakar nú lögreglan meint kynferðisbrot Weinstein gegn sjö konum sem eiga að hafa átt sér stað frá því seint á níunda áratugnum og allt til ársins 2015. Rannsóknin gengur undir nafninu Kaguyak-aðgerðin og voru brot Weinstein öll tilkynnt lögreglu á tímabilinu 12. til 28. október. Ein kvennanna kveðst hafa verið áreitt af Weinstein í London seint á níunda áratugnum. Önnur segir að hann hafi brotið gegn henni í Westminster-hverfinu í London árið 1992, þriðja konan segir frá broti sem á að hafa átt sér stað 1994 og sú fjórða segir að kvikmyndamógúllinn hafi brotið gegn sér um miðjan tíunda áratuginn. Einnig til rannsóknar hjá bandarískum yfirvöldum Þá segja tvær kvennanna að Weinstein hafi brotið á þeim þrisvar sinnum. Önnur þeirra segir hann hafa brotið á sér árið 2010, 2011og 2015 og hin segir að fyrsta brotið hafi átt sér stað utan Bretlands árið 2012 og síðan í London árin 2013 og 2014. Sjöunda tilkynningin kemur síðan frá konu sem segir að Weinstein hafi brotið á henni utan Bretlands á níunda áratugnum. Þeirri tilkynningu verður komið áleiðis til þartilbærra yfirvalda og sem og önnur meint brot sem eiga að hafa átt sér stað annars staðar en í Bretlandi. Enginn hefur verið handtekinn í tengslum við rannsóknina að því er fram kemur á vef Guardian en Weinstein hefur staðfastlega neitað öllum ásökunum um kynferðislega áreitni og kynferðisbrot gegn konum. Tugir kvenna hafa síðustu vikur stigið fram og sagt frá áreitni og brotum Weinstein en auk bresku lögreglunnar eru lögregluyfirvöld í Bandaríkjunum með kvikmyndaframleiðandann til rannsóknar.
Bretland Mál Harvey Weinstein Kynferðisofbeldi MeToo Tengdar fréttir Norsk leikkona sakar Weinstein um nauðgun Malthe hélt blaðamannafund í New York í gærkvöldi þar sem hún sagði Weinstein hafa nauðgað sér eftir BAFTA-verðlaunin 2008. 26. október 2017 10:17 Sopranos-leikkona segir Weinstein hafa nauðgað sér Leikkonan Annabella Sciorra sakar hefur bæst í hóp kvenna sem sakað hefur framleiðandann um alvarlegt kynferðisbrot. 28. október 2017 19:47 Greiddi fúlgur fjár fyrir þögn aðstoðarkonu Fyrrverandi aðstoðarkona kvikmyndaframleiðands Harvey Weinstein fékk greidda rúmlega 165 þúsund dali fyrir að þaga um kynferðislega áreitni sem hún varð fyrir af hendi framleiðandans. 24. október 2017 07:12 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fleiri fréttir Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Sjá meira
Norsk leikkona sakar Weinstein um nauðgun Malthe hélt blaðamannafund í New York í gærkvöldi þar sem hún sagði Weinstein hafa nauðgað sér eftir BAFTA-verðlaunin 2008. 26. október 2017 10:17
Sopranos-leikkona segir Weinstein hafa nauðgað sér Leikkonan Annabella Sciorra sakar hefur bæst í hóp kvenna sem sakað hefur framleiðandann um alvarlegt kynferðisbrot. 28. október 2017 19:47
Greiddi fúlgur fjár fyrir þögn aðstoðarkonu Fyrrverandi aðstoðarkona kvikmyndaframleiðands Harvey Weinstein fékk greidda rúmlega 165 þúsund dali fyrir að þaga um kynferðislega áreitni sem hún varð fyrir af hendi framleiðandans. 24. október 2017 07:12