Kynferðisofbeldi

Fréttamynd

Níu ofbeldismál innan íþróttahreyfingar til lög­reglu í fyrra

Samskiptaráðgjafi íþrótta- og æskulýðsstarfs vísaði í fyrra níu málum sem komu á þeirra borð til lögreglunnar. Þá tilkynntu þau 27 börn í fimmtán málum til barnaverndar. Kristín Skjaldardóttir, samskiptaráðgjafi, segir málin sem rata á þeirra borð enn of mörg. Árlega sé til þeirra tilkynnt um allt að 100 mál, eða um tvö á viku. Málin eru ekki bundin við ákveðnar íþróttir.

Innlent
Fréttamynd

Fjór­tán ára barn hafði mikla peninga af níðingi

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur til rannsóknar þó nokkur mál er varða tálbeituhópa ungmenna. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir listana sem þessir hópar hafa safnað saman af mögulegum ofbeldismönnum líka til rannsóknar. Lögregla vinni nú að því að sannreyna upplýsingarnar. Dæmi séu um að ungmenni hafi haft fjármuni af meintum níðingum en einnig komið sér í mikla hættu.

Innlent
Fréttamynd

Þöggun of­beldis

Það hefur alltaf verið mér mikil ráðgáta afhverju nánast allir sem standa upp og berjast gegn ofbeldi og ofbeldismenningu þurfa í kjölfarið að sæta ofbeldi, andlegu, ljótum hótunum eða jafnvel útskúfun og aðal áherslan er frekar þá sá aðili sem vekur athygli á ofbeldinu frekar en umræðan um alvarleika ofbeldisins.

Skoðun
Fréttamynd

Með tvær „barna­kyn­lífs­dúkkur“ í barnarúmi í svefn­her­berginu

Karlmaður hefur verið dæmdur til greiðslu sektar fyrir að hafa teiknað barnaníðsefni í fórum sínum. Hann var einnig ákærður fyrir framleiðslu barnaníðsefnis með því að hafa tekið myndir af sér hafa samræði við kynlífsdúkku í líki barns. Málið komst upp þegar maðurinn tilkynnti lögreglu um innbrot í íbúð hans.

Innlent
Fréttamynd

Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn

Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir, verkefnastýra ofbeldis- og kynheilbrigðismála hjá Barnaheillum, telur ofbeldi gegn börnum miklu stærra vandamál en fólk geri sér grein fyrir. Hún segir ekki eðlilegt að á Íslandi séu mörg hundruð manns tilbúin til að klæmast við börn og hitta þau í kynferðislegum tilgangi. Það þurfi fleiri úrræði fyrir gerendur og meiri fræðslu fyrir samfélagið allt.

Innlent
Fréttamynd

„Skutlari“ á­reitti stúlku og varð fyrir al­var­legri líkams­á­rás

Svokallaður „skutlari“ hefur verið dæmdur í tíu mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita stúlku kynferðislega í bifreið sinni. Aðstandandi stúlkunnar tók hann kyrkingartaki í kjölfarið og hefur verið ákærður fyrir tilraun til manndráps. Sá var nýverið dæmdur í áralangt fangelsi fyrir aðkomu að Sólheimajökulsmálinu svokallaða.

Innlent
Fréttamynd

Hæsti­réttur klofnaði í nauðgunar­máli Inga Vals

Hæstiréttur hefur staðfest þriggja ára fangelsisdóm yfir Inga Val Davíðssyni, Ólafsfirðingi á fertugsaldri. Hann var sakfelldur fyrir að nauðga sextán ára stjúpdóttur æskuvinar síns. Hæstiréttur klofnaði í málinu og tveir dómarar réttarins töldu að ómerkja ætti dóm Landsréttar

Innlent
Fréttamynd

Ný mynd um Jackson í upp­námi vegna dómsáttar frá 1993

Ný mynd um Michael Jackson er skyndilega í lausu lofti, rétt eftir að tökur kláruðust, vegna klásúlu í dómsátt popparans við fjölskyldu tánings sem sakaði popparann um áreitni árið 1993. Málið átti að vera lykilatriði í myndinni en umfjöllun um það brýtur í bága við samning Jackson og fjölskyldunnar.

Lífið
Fréttamynd

„Þetta er ein­hver samfélagsmiðlasýki“

Sérfræðingur í forvörnum segir mikilvægt að foreldrar ræði við börn sín um hætturnar sem fylgt geta tálbeituaðferðum. Myndbönd sem sýna ungmenni ganga í skrokk á meintum barnaníðingum eru í dreifingu á samfélagsmiðlum.

Innlent
Fréttamynd

Sak­leysi dætranna hafi gufað upp

Mæður á Akureyri sem kærðu mann fyrir kynferðisbrot gegn tíu ára dætrum þeirra segjast hafa misst alla trú á kerfinu eftir að málinu var vísað frá af tveimur saksóknaraembættum. Framburðir stúlknanna í málinu voru ekki metnir nægilega samhljóma. Um svipað leyti og hin meintu brot áttu sér stað var maðurinn gripinn með barnaníðsefni í fórum sínum.

Innlent
Fréttamynd

Er sam­þykki barna túlkunar­at­riði?

Þann 15. janúar 2025 birtist frétt á Vísi þess efnis að Hæstiréttur hefur samþykkt að taka fyrir mál manns sem Héraðsdómur Norðurlands sakfelldi fyrir samræði við barn undir 15 ára aldri. Landsréttur þyngdi þann dóm og komst að þeirri niðurstöðu að um væri að ræða nauðgun.

Skoðun
Fréttamynd

Aktivistahópurinn Öfgar er hættur

Aktivistahópurinn Öfgar er hættur. Það tilkynna stjórnendur hópsins á Instagram. Hópurinn samanstendur af ýmsum konum en þær sem hafa komið fram fyrir hann eru til dæmis Þórhildur Gyða Arnarsdóttir, Hulda Hrund Guðrúnar Sigmundsdóttir, Helga Benediktsdóttir, Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir, Ólöf Tara Harðardóttir og Ninna Karla Katrínardóttir.

Innlent
Fréttamynd

„Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“

Rithöfundurinn Neil Gaiman neitar því staðfastlega að hafa nokkurn tímann brotið gegn konum og þvingað þær til að gera eitthvað gegn vilja þeirra. Hann viðurkennir þó að hafa átt að gera betur.

Erlent
Fréttamynd

Þáttur hinna mannanna rann­sakaður í þaula

„Við eigum rosalega erfitt með að tjá okkur um mál þar sem um er að ræða lokað þinghald. En þetta var skoðað á sínum tíma og niðurstaðan var sú að það væri ekki líklegt til sakfellis.“

Innlent