Myrkrið sem við yfirstígum Helga Birgisdóttir skrifar 31. október 2017 13:00 Bækur Heilaskurðaðgerðin Dagur Hjartarson Útgefandi: JPV útgáfa Prentun: Oddi Blaðsíðufjöldi: 36 Kápuhönnun: Halla Sigga Verðlaunaskáldið Dagur Hjartarson kallar nýjustu ljóðabók sína Heilaskurðaðgerðina en lesendur mega ekki láta titilinn eða umfjöllunarefnið aftra sér frá því að lesa bókina. Því eins ólekkert og órómantískt umfjöllunarefni og heilaæxli og uppskurðir á þeim nú eru, er Heilaskurðaðgerðin án efa ein allra rómantískasta bók þessa árs. Á 36 blaðsíðum í litlu broti segir ljóðmælandi sögu sína og konunnar sem hann elskar og hvernig þau takast á við heilaæxlið sem hefur borað sig inn í höfuð konunnar og ljóðmælandi reynir að sannfæra sig um að það sé „bara lítill punktur / á vitlausum stað / í setningu“ (11) eins og segir í ljóðinu „Klaufavillan“. Bókin sjálf segir sögu, frá upphafi ferilsins til enda þess, og það er langt síðan ég hef lesið ljóðabók með svo skýran söguþráð. Ljóðin eru flest stutt og auðskilin. Oft eru þau borin uppi af einni eða tveimur myndum eða táknum sem svo er vísað í aftur í seinni ljóðum. Fyrsta ljóð bókarinnar, „Ástarljóð“ er einmitt dæmi um það þar sem ástin er sögð „…djúp / eins og stígvél“ og þess sem þau eru „gljáandi af öllu myrkrinu / sem við höfum yfirstigið“. Þetta ljóð virkar eins og inngangur að sögu og hvað eftir annað er svo vísað til þess myrkurs – erfiðleikanna – í seinni ljóðum. Sú mynd sem er einna fegurst og átakanlegust eru röntgenmyndir með niðurstöðum úr segulómun; „svarthvítar ljóðmyndir / af brothættu landslagi“ (8) en læknirinn, sem er alltaf á hraðferð, „vísar dauðanum / til vegar / í gegnum brothætt landslag“ (13). Lesandinn skynjar hversu lítið má út af bera, hversu varlega þarf að fletta síðunum og lesa ljóðin til að trufla ekki en hann leyfir sér að anda léttar að aðgerð lokinni, aðgerð sem tekur jafn langan tíma og að „þræða þrjúhundruð kílómetra / inn í landslag / þéttofið leyndarmálum“ (24). Ljóðmælandi bíður eftir að konan vakni og segir að hún líti út „eins og nýfædd út úr ævintýri“ (26) og þannig hafi hún sofið í heila öld. Sjálfum sér líkir hann við sundlaugarvörð „sem gáir að spegilsléttu yfirborði / mannlausrar laugar“ (32). Heilaskurðaðgerðin er viðkvæmnisleg og tilfinningasöm ljóðabók án þess að vera nokkurn tíma væmin. Ljóðin sjálf virðast á einhvern hátt ort af varkárni og virðingu fyrir öllu í senn sjúkdómnum, lífinu og dauðanum en eru borin uppi af ástinni sem nær að lýsa upp myrkrið sem annars vomir yfir ljóðunum. Heilaskurðaðgerðin er án efa besta bók Dags Hjartarsonar til þessa og dásamlegt dæmi þess hversu mikilvæg ljóð eru enn í dag. Ljóðmælandi talar ekki aðeins til konu sinnar heldur okkar sem þurfum að yfirstíga eigið myrkur en ljóðið getur hjálpað okkur til þess, verið eins konar „sárabindi utan um veröldina“ (36). Niðurstaða: Vandlega ort og fögur ljóðabók sem lætur engan ósnortinn og sem flestir ættu að lesa.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 31. október. Bókmenntir Mest lesið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Lífið Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Bækur Heilaskurðaðgerðin Dagur Hjartarson Útgefandi: JPV útgáfa Prentun: Oddi Blaðsíðufjöldi: 36 Kápuhönnun: Halla Sigga Verðlaunaskáldið Dagur Hjartarson kallar nýjustu ljóðabók sína Heilaskurðaðgerðina en lesendur mega ekki láta titilinn eða umfjöllunarefnið aftra sér frá því að lesa bókina. Því eins ólekkert og órómantískt umfjöllunarefni og heilaæxli og uppskurðir á þeim nú eru, er Heilaskurðaðgerðin án efa ein allra rómantískasta bók þessa árs. Á 36 blaðsíðum í litlu broti segir ljóðmælandi sögu sína og konunnar sem hann elskar og hvernig þau takast á við heilaæxlið sem hefur borað sig inn í höfuð konunnar og ljóðmælandi reynir að sannfæra sig um að það sé „bara lítill punktur / á vitlausum stað / í setningu“ (11) eins og segir í ljóðinu „Klaufavillan“. Bókin sjálf segir sögu, frá upphafi ferilsins til enda þess, og það er langt síðan ég hef lesið ljóðabók með svo skýran söguþráð. Ljóðin eru flest stutt og auðskilin. Oft eru þau borin uppi af einni eða tveimur myndum eða táknum sem svo er vísað í aftur í seinni ljóðum. Fyrsta ljóð bókarinnar, „Ástarljóð“ er einmitt dæmi um það þar sem ástin er sögð „…djúp / eins og stígvél“ og þess sem þau eru „gljáandi af öllu myrkrinu / sem við höfum yfirstigið“. Þetta ljóð virkar eins og inngangur að sögu og hvað eftir annað er svo vísað til þess myrkurs – erfiðleikanna – í seinni ljóðum. Sú mynd sem er einna fegurst og átakanlegust eru röntgenmyndir með niðurstöðum úr segulómun; „svarthvítar ljóðmyndir / af brothættu landslagi“ (8) en læknirinn, sem er alltaf á hraðferð, „vísar dauðanum / til vegar / í gegnum brothætt landslag“ (13). Lesandinn skynjar hversu lítið má út af bera, hversu varlega þarf að fletta síðunum og lesa ljóðin til að trufla ekki en hann leyfir sér að anda léttar að aðgerð lokinni, aðgerð sem tekur jafn langan tíma og að „þræða þrjúhundruð kílómetra / inn í landslag / þéttofið leyndarmálum“ (24). Ljóðmælandi bíður eftir að konan vakni og segir að hún líti út „eins og nýfædd út úr ævintýri“ (26) og þannig hafi hún sofið í heila öld. Sjálfum sér líkir hann við sundlaugarvörð „sem gáir að spegilsléttu yfirborði / mannlausrar laugar“ (32). Heilaskurðaðgerðin er viðkvæmnisleg og tilfinningasöm ljóðabók án þess að vera nokkurn tíma væmin. Ljóðin sjálf virðast á einhvern hátt ort af varkárni og virðingu fyrir öllu í senn sjúkdómnum, lífinu og dauðanum en eru borin uppi af ástinni sem nær að lýsa upp myrkrið sem annars vomir yfir ljóðunum. Heilaskurðaðgerðin er án efa besta bók Dags Hjartarsonar til þessa og dásamlegt dæmi þess hversu mikilvæg ljóð eru enn í dag. Ljóðmælandi talar ekki aðeins til konu sinnar heldur okkar sem þurfum að yfirstíga eigið myrkur en ljóðið getur hjálpað okkur til þess, verið eins konar „sárabindi utan um veröldina“ (36). Niðurstaða: Vandlega ort og fögur ljóðabók sem lætur engan ósnortinn og sem flestir ættu að lesa.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 31. október.
Bókmenntir Mest lesið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Lífið Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira