Flökkuatkvæði réttir upp hönd Telma Tómasson skrifar 31. október 2017 07:00 Það er margt sem mótar skoðanir, skapar hugsandi manneskju. Lífið í nútíð, fortíð, langliðinni tíð, umhverfi, samferðarfólk, fjölskylda, alls konar. Þá seytlast syndir og sigrar feðranna inn í genamengi hugans. Hér kemur lítil saga. Við upphaf síðustu aldar fæddist drengur í Hollandi. Hann var einbirni. Foreldrar hans skildu og síðar svipti móðir hans sig lífi. Vonda stjúpan kom og vildi drenginn út af heimilinu. Honum var komið fyrir á kaþólskri heimavist og gleymdist þar um árabil. Fáum sögum fer af meðferð í strangtrúuðum skóla, utan að piltur mátti ekki sjá kroppinn sinn, var gert að þvo sér klæddur mussu sem náði vel niður fyrir hné. Um leið og drengurinn hafði aldur til, kvaddi hann þessa þrautavist. Og talaði sjaldnast um hana. Tíminn leið, strákur varð að manni, maðurinn kvæntist. Hann gerði margt í lífinu, varð faðir tveggja stúlkna, fór huldu höfði í heimsstyrjöld, var hagleikssmiður og kunni að sigla, var almennt góður og dugmikill einstaklingur. Þessi maður var afi minn. Á hippatímanum gengum við hönd í hönd um stræti Amsterdam. Lítil hnáta og aldraður herra virtu fyrir sér litadýrð og margbreytileika mannlífs. Og samtalið mótaði. Í ljósi hrollvekjandi æsku í kristilegum kulda kenndi afinn barninu að trúarbrögð væru húmbúkk. Því varð stúlkan fríþenkjari eins og hann, mildari útgáfa þó og víðsýnni. Með tímanum smitaðist fríþankinn yfir í aðra kima manneskju hennar. Hún skildi sem dæmi aldrei sértrúnað stjórnmálaafla. Kaus jafnan fólk, ekki flokka. Og svo dreymdi hana um nýja hugsun við stjórnarmyndun á míkrókosmosinu Íslandi byggða á jafnrétti, gæsku, sátt og samtali. Fyrir framtíðina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Fíllinn í hjarta Reykjavíkur Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Skoðun
Það er margt sem mótar skoðanir, skapar hugsandi manneskju. Lífið í nútíð, fortíð, langliðinni tíð, umhverfi, samferðarfólk, fjölskylda, alls konar. Þá seytlast syndir og sigrar feðranna inn í genamengi hugans. Hér kemur lítil saga. Við upphaf síðustu aldar fæddist drengur í Hollandi. Hann var einbirni. Foreldrar hans skildu og síðar svipti móðir hans sig lífi. Vonda stjúpan kom og vildi drenginn út af heimilinu. Honum var komið fyrir á kaþólskri heimavist og gleymdist þar um árabil. Fáum sögum fer af meðferð í strangtrúuðum skóla, utan að piltur mátti ekki sjá kroppinn sinn, var gert að þvo sér klæddur mussu sem náði vel niður fyrir hné. Um leið og drengurinn hafði aldur til, kvaddi hann þessa þrautavist. Og talaði sjaldnast um hana. Tíminn leið, strákur varð að manni, maðurinn kvæntist. Hann gerði margt í lífinu, varð faðir tveggja stúlkna, fór huldu höfði í heimsstyrjöld, var hagleikssmiður og kunni að sigla, var almennt góður og dugmikill einstaklingur. Þessi maður var afi minn. Á hippatímanum gengum við hönd í hönd um stræti Amsterdam. Lítil hnáta og aldraður herra virtu fyrir sér litadýrð og margbreytileika mannlífs. Og samtalið mótaði. Í ljósi hrollvekjandi æsku í kristilegum kulda kenndi afinn barninu að trúarbrögð væru húmbúkk. Því varð stúlkan fríþenkjari eins og hann, mildari útgáfa þó og víðsýnni. Með tímanum smitaðist fríþankinn yfir í aðra kima manneskju hennar. Hún skildi sem dæmi aldrei sértrúnað stjórnmálaafla. Kaus jafnan fólk, ekki flokka. Og svo dreymdi hana um nýja hugsun við stjórnarmyndun á míkrókosmosinu Íslandi byggða á jafnrétti, gæsku, sátt og samtali. Fyrir framtíðina.
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun