Hefur misst báða foreldra sína, sigrast á krabbameini og leitar nú að upprunanum Stefán Árni Pálsson skrifar 30. október 2017 14:15 Ása Nishanthi Magnúsdóttir fór út til Sri Lanka ásamt Sigrúnu Ósk. Ása Nishanthi Magnúsdóttir var ættleidd frá Sri Lanka til Íslands árið 1985 af breskri móður og íslenskum föður. Á skírnardegi sonar hennar, fyrir sex árum, gaf faðir hennar henni ættleiðingarskjölin og allar götur síðan hefur Ásu langað að vita meira um uppruna sinn og fólkið sitt í Sri Lanka. Fjallað var um Ásu í þriðja þættinum af Leitinni að upprunanum á Stöð 2 í gærkvöldi. Saga Ásu er nokkuð mögnuð og hefur hún gengið í gegnum margt. Jacqueline Mary Friðriksdóttir, móðir Ásu, lést úr lungnakrabbameini árið 2013. Sex mánuðum eftir að móðir hennar deyr greindist Ása með eitlakrabbamein og við tók erfið níu mánaða lyfjameðferð. Örskömmu eftir að Ása fékk þau gleðitíðindi að hún væri laus við krabbameinið var pabbi hennar greindur með sama sjúkdóm og á því stigi að hann var ólæknandi. „Það eina sem hægt var að gera fyrir hann var að halda krabbameininu niðri,“ sagði Ása Nishanthi í þættinum í gær. Magnús Fjalldal lést sex mánuðum eftir greiningu eða í lok árs 2015.Ása fékk ættleiðingarskjölin frá föður sínum fyrir sex árum.Ása fæddist í Sri Lanka og var sótt í höfuðborg landsins Kólombó en hún flaug út með Sigrúnu Ósk fyrr í þessum mánuði í von um að finna blóðmóður sína. Fyrir rúmum mánuði komst Sri Lanka í heimsfréttirnar og fjölluðu BBC, The Guardian og allir helstu miðlar heims um að maðkur hefði verið í mysunni þegar kom að því hvernig staðið var að ættleiðingum frá landinu á níunda áratugnum. Þá hafi óheiðarlegir milliliðir hagnast og skjöl fölsuð í tengslum við ættleiðingarferlið. Ása hefur alla tíð átt mynd af sér og móður sinni en fór að efast um það hvort konan væri í raun móðir hennar þegar fréttirnar fóru í loftið. Í þættinum í gær kom í ljós að leitin á eftir að reynast þrautin þyngri og eru fáar vísbendingar til staðar sem gætu leitt til þess að Ása fái að hitta konuna sem fæddi hana inn í þennan heim. Hér að neðan má sjá brot úr þættinum í gær. Leitin að upprunanum Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Sjá meira
Ása Nishanthi Magnúsdóttir var ættleidd frá Sri Lanka til Íslands árið 1985 af breskri móður og íslenskum föður. Á skírnardegi sonar hennar, fyrir sex árum, gaf faðir hennar henni ættleiðingarskjölin og allar götur síðan hefur Ásu langað að vita meira um uppruna sinn og fólkið sitt í Sri Lanka. Fjallað var um Ásu í þriðja þættinum af Leitinni að upprunanum á Stöð 2 í gærkvöldi. Saga Ásu er nokkuð mögnuð og hefur hún gengið í gegnum margt. Jacqueline Mary Friðriksdóttir, móðir Ásu, lést úr lungnakrabbameini árið 2013. Sex mánuðum eftir að móðir hennar deyr greindist Ása með eitlakrabbamein og við tók erfið níu mánaða lyfjameðferð. Örskömmu eftir að Ása fékk þau gleðitíðindi að hún væri laus við krabbameinið var pabbi hennar greindur með sama sjúkdóm og á því stigi að hann var ólæknandi. „Það eina sem hægt var að gera fyrir hann var að halda krabbameininu niðri,“ sagði Ása Nishanthi í þættinum í gær. Magnús Fjalldal lést sex mánuðum eftir greiningu eða í lok árs 2015.Ása fékk ættleiðingarskjölin frá föður sínum fyrir sex árum.Ása fæddist í Sri Lanka og var sótt í höfuðborg landsins Kólombó en hún flaug út með Sigrúnu Ósk fyrr í þessum mánuði í von um að finna blóðmóður sína. Fyrir rúmum mánuði komst Sri Lanka í heimsfréttirnar og fjölluðu BBC, The Guardian og allir helstu miðlar heims um að maðkur hefði verið í mysunni þegar kom að því hvernig staðið var að ættleiðingum frá landinu á níunda áratugnum. Þá hafi óheiðarlegir milliliðir hagnast og skjöl fölsuð í tengslum við ættleiðingarferlið. Ása hefur alla tíð átt mynd af sér og móður sinni en fór að efast um það hvort konan væri í raun móðir hennar þegar fréttirnar fóru í loftið. Í þættinum í gær kom í ljós að leitin á eftir að reynast þrautin þyngri og eru fáar vísbendingar til staðar sem gætu leitt til þess að Ása fái að hitta konuna sem fæddi hana inn í þennan heim. Hér að neðan má sjá brot úr þættinum í gær.
Leitin að upprunanum Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp