Réð her njósnara til að fá upplýsingar frá konunum Atli Ísleifsson skrifar 7. nóvember 2017 14:24 Harvey Weinstein og Rose McGowan árið 2007. Vísir/Getty Bandaríski kvikmyndaframleiðandinn Harvey Weinstein virðist hafa ráðið njósnara til starfa á síðasta ári til að reyna að hylma yfir og koma í veg fyrir að fréttir af árásum hans myndu rata í fjölmiðla. Frá þessu segir í frétt The New Yorker, en tugir kvenna hafa á síðustu vikum sakað Weinstein ýmist um nauðgun eða kynferðislega áreitni. Í fréttinni segir að njósnararnir hafi haft það hlutverk að ná upplýsingum upp úr fórnarlömbum Weinstein og á eitt skotmarka Weinstein að hafa verið leikkonan Rose McGowan sem sakað hefur Weinstein um nauðgun. Weinstein á að hafa ráðið einkarekin öryggisfyrirtæki til starfa, meðal annars Kroll og Black Cube, þar sem stýrt era f fyrrverandi starfsmönnum ísraelsku leyniþjónustunnar Mossad, til að safna saman upplýsingum um konur og fréttamenn sem unnu að því að greina frá gjörðum Weinstein í fjölmiðlum. Þetta kemur fram í tugum skjala og vitnisburða sjö einstaklinga sem tengd eru málinu með beinum hætti, að því er fram kemur í grein New Yorker. Þá segir að „fréttamenn“, gerðir út af Weinstein, hafi einnig leitað upplýsinga hjá fórnarlömbum Weinstein og komið þeim til framleiðandans eða öryggisfyrirtækjanna. Í samskiptum við Rose McGowan Njósnararnir eiga að hafa starfað fyrir Weinstein í um ár þar sem njósnað var um tugi kvenna. Greinargerðum var meðal annars skilað inn til Weinstein um persónulega sögu kvennanna og sögu þeirra í kynferðismálum. New Yorker segir frá því að tveir njósnaranna hafi verið í samskiptum við leikkonuna Rose McGowan. Einn þeirra gekk undir nafninu Diana Filip og þóttist hún vera fulltrúi samtaka sem berjast fyrir kvenréttindum. Filip tók upp að lágmarki fjögur samtöl sem hún átti með McGowan. Þá á sami njósnari að hafa hitt fréttamann í þeim tilgangi að komast að því hvaða konur væru að ræða við fjölmiðla um árásir Weinstein. Filip var hins vegar í raun og veru fyrrverandi starfsmaður ísraelska hersins og starfaði hjá Black Cube. Þegar fréttamaður New Yorker sendi McGowan mynd af njósnaranum, sagðist hún strax kannast við konuna. Rataði í fréttirnar hér á landi Black Cube rataði í fréttirnar hér á landi á árunum eftir hrun þegar Vincent Tchenguiz réði starfsmenn fyrirtækisins til stafa til að aðstoða hann í deilum sínum við efnahagsbrotadeild bresku lögreglunnar (Serious Fraud Office (SFO). Tchenguiz var handtekinn af lögreglunni í kjölfar falls Kaupþings banka og notaðist Tchenguiz við gögn úr rannsókn starfsmanna Black Cube í málaferlum sínum gegn SFO. Dómari átti síðar eftir að dæma breska ríkið til greiðslu skaðabóta vegna ólöglegrar handtöku Tchenguiz. Hér má lesa grein New Yorker í heild sinni. Mál Harvey Weinstein MeToo Bandaríkin Tengdar fréttir Rannsókn breskra lögregluyfirvalda á Harvey Weinstein orðin umfangsmeiri Rannsókn breskra lögregluyfirvalda á bandaríska kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein er nú orðin umfangsmeiri en áður hafði verið tilkynnt um. 31. október 2017 15:44 Lögreglan safnar sönnunargögnum með það fyrir augum að handtaka Weinstein Er málið sagt byggja á ásökunum leikkonu sem segir Weinstein hafa nauðgað henni fyrir sjö árum. 3. nóvember 2017 21:32 Uma Thurman of reið til að tjá sig Gríðarlega mikið hefur verið fjallað um þekkta karlmenn í Hollywood undanfarnar vikur hafa þeir Harvey Weinstein, Kevin Spacey og Dustin Hoffman verið sakaðir um kynferðislega áreitni og jafnvel nauðgun. 6. nóvember 2017 11:30 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Erlent Fleiri fréttir „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Sjá meira
Bandaríski kvikmyndaframleiðandinn Harvey Weinstein virðist hafa ráðið njósnara til starfa á síðasta ári til að reyna að hylma yfir og koma í veg fyrir að fréttir af árásum hans myndu rata í fjölmiðla. Frá þessu segir í frétt The New Yorker, en tugir kvenna hafa á síðustu vikum sakað Weinstein ýmist um nauðgun eða kynferðislega áreitni. Í fréttinni segir að njósnararnir hafi haft það hlutverk að ná upplýsingum upp úr fórnarlömbum Weinstein og á eitt skotmarka Weinstein að hafa verið leikkonan Rose McGowan sem sakað hefur Weinstein um nauðgun. Weinstein á að hafa ráðið einkarekin öryggisfyrirtæki til starfa, meðal annars Kroll og Black Cube, þar sem stýrt era f fyrrverandi starfsmönnum ísraelsku leyniþjónustunnar Mossad, til að safna saman upplýsingum um konur og fréttamenn sem unnu að því að greina frá gjörðum Weinstein í fjölmiðlum. Þetta kemur fram í tugum skjala og vitnisburða sjö einstaklinga sem tengd eru málinu með beinum hætti, að því er fram kemur í grein New Yorker. Þá segir að „fréttamenn“, gerðir út af Weinstein, hafi einnig leitað upplýsinga hjá fórnarlömbum Weinstein og komið þeim til framleiðandans eða öryggisfyrirtækjanna. Í samskiptum við Rose McGowan Njósnararnir eiga að hafa starfað fyrir Weinstein í um ár þar sem njósnað var um tugi kvenna. Greinargerðum var meðal annars skilað inn til Weinstein um persónulega sögu kvennanna og sögu þeirra í kynferðismálum. New Yorker segir frá því að tveir njósnaranna hafi verið í samskiptum við leikkonuna Rose McGowan. Einn þeirra gekk undir nafninu Diana Filip og þóttist hún vera fulltrúi samtaka sem berjast fyrir kvenréttindum. Filip tók upp að lágmarki fjögur samtöl sem hún átti með McGowan. Þá á sami njósnari að hafa hitt fréttamann í þeim tilgangi að komast að því hvaða konur væru að ræða við fjölmiðla um árásir Weinstein. Filip var hins vegar í raun og veru fyrrverandi starfsmaður ísraelska hersins og starfaði hjá Black Cube. Þegar fréttamaður New Yorker sendi McGowan mynd af njósnaranum, sagðist hún strax kannast við konuna. Rataði í fréttirnar hér á landi Black Cube rataði í fréttirnar hér á landi á árunum eftir hrun þegar Vincent Tchenguiz réði starfsmenn fyrirtækisins til stafa til að aðstoða hann í deilum sínum við efnahagsbrotadeild bresku lögreglunnar (Serious Fraud Office (SFO). Tchenguiz var handtekinn af lögreglunni í kjölfar falls Kaupþings banka og notaðist Tchenguiz við gögn úr rannsókn starfsmanna Black Cube í málaferlum sínum gegn SFO. Dómari átti síðar eftir að dæma breska ríkið til greiðslu skaðabóta vegna ólöglegrar handtöku Tchenguiz. Hér má lesa grein New Yorker í heild sinni.
Mál Harvey Weinstein MeToo Bandaríkin Tengdar fréttir Rannsókn breskra lögregluyfirvalda á Harvey Weinstein orðin umfangsmeiri Rannsókn breskra lögregluyfirvalda á bandaríska kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein er nú orðin umfangsmeiri en áður hafði verið tilkynnt um. 31. október 2017 15:44 Lögreglan safnar sönnunargögnum með það fyrir augum að handtaka Weinstein Er málið sagt byggja á ásökunum leikkonu sem segir Weinstein hafa nauðgað henni fyrir sjö árum. 3. nóvember 2017 21:32 Uma Thurman of reið til að tjá sig Gríðarlega mikið hefur verið fjallað um þekkta karlmenn í Hollywood undanfarnar vikur hafa þeir Harvey Weinstein, Kevin Spacey og Dustin Hoffman verið sakaðir um kynferðislega áreitni og jafnvel nauðgun. 6. nóvember 2017 11:30 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Erlent Fleiri fréttir „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Sjá meira
Rannsókn breskra lögregluyfirvalda á Harvey Weinstein orðin umfangsmeiri Rannsókn breskra lögregluyfirvalda á bandaríska kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein er nú orðin umfangsmeiri en áður hafði verið tilkynnt um. 31. október 2017 15:44
Lögreglan safnar sönnunargögnum með það fyrir augum að handtaka Weinstein Er málið sagt byggja á ásökunum leikkonu sem segir Weinstein hafa nauðgað henni fyrir sjö árum. 3. nóvember 2017 21:32
Uma Thurman of reið til að tjá sig Gríðarlega mikið hefur verið fjallað um þekkta karlmenn í Hollywood undanfarnar vikur hafa þeir Harvey Weinstein, Kevin Spacey og Dustin Hoffman verið sakaðir um kynferðislega áreitni og jafnvel nauðgun. 6. nóvember 2017 11:30