Bæði léttleiki og dramatík Gunnhildur Jónsdóttir skrifar 7. nóvember 2017 09:45 Félagar Camerarctica sem spila í kvöld eru Ármann, Svava, Bryndís, Ingunn Hildur og systkinin Hildigunnur og Sigurður. Verkin sem við flytjum eru öll dáð í bókmenntum klarinettunnar og sýna hennar bestu hliðar bæði í dýnamík og litrófi. Þar er dramatík og líka létt og leikandi tónlist,“ segir Ármann Helgason klarinettuleikari í tónlistarhópnum Camerarctica sem kemur fram í sal Tónlistarskóla Garðabæjar við Kirkjulund í kvöld, ásamt söngkonunni Ingibjörgu Guðjónsdóttur sem einnig er listrænn stjórnandi. Ármann segir dagskrána svolítið litaða af óperuheiminum. Þar eru verk þriggja tónskálda klassíska og rómantíska tímabilsins. Þau eru Carl Maria von Weber, Mikhail Glinka og Wolfgang Amadeus Mozart. „Þessi tónskáld heyrðu greinilega óperutón í klarinettunni og hrifust af honum,“ segir hann glaðlega. Auk Ármanns verða Hildigunnur Halldórsdóttir fiðluleikari, Bryndís Pálsdóttir fiðluleikari, Svava Bernharðsdóttir víóluleikari, Sigurður Halldórsson sellóleikari og Ingunn Hildur Hauksdóttir píanóleikari með Camerarctica í kvöld. Þrjú þeirra voru meðal stofnenda hópsins fyrir 25 árum, þau Ármann, Hildigunnur og Sigurður. Hallfríður Ólafsdóttir flautuleikari hefur líka tilheyrt Camerarctica frá fyrstu tíð en spilar ekki með að þessu sinni.Ármann segir fjóra fulltrúa sveitarinnar búa í Garðabæ og fagnar því að fá að spila í sal Tónlistarskólans þar, sem sé frábær kammersalur, fallegur og bjartur.“ Söngkonan Ingibjörg Guðjónsdóttir er líka Garðbæingur. Hún hefur áður komið fram með Camerarctica og kveðst þekkja vel snillingana þar. Ingibjörg segir prógramm kvöldsins svakalega flott. Gerir samt ekki mikið úr sínum hlut. „Ég kem bara inn í einu atriði. Hljóðfæraleikararnir bera þessa dagskrá uppi,“ tekur hún fram. „En ég held utan um tónleikaröðina, Þriðjudagsklassík í Garðabæ fyrir menningar-og safnanefnd bæjarins sem stendur á bak við hana. Þetta er í fyrsta sinn sem tónleikarnir eru að hausti til, þeir hafa alltaf verið á vormánuðum en við erum ánægð með þennan árstíma.“ Tónleikarnir hefjast klukkan 20 og standa í um klukkutíma. Aðgangseyrir er 1.500 krónur. Menning Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Fleiri fréttir Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Verkin sem við flytjum eru öll dáð í bókmenntum klarinettunnar og sýna hennar bestu hliðar bæði í dýnamík og litrófi. Þar er dramatík og líka létt og leikandi tónlist,“ segir Ármann Helgason klarinettuleikari í tónlistarhópnum Camerarctica sem kemur fram í sal Tónlistarskóla Garðabæjar við Kirkjulund í kvöld, ásamt söngkonunni Ingibjörgu Guðjónsdóttur sem einnig er listrænn stjórnandi. Ármann segir dagskrána svolítið litaða af óperuheiminum. Þar eru verk þriggja tónskálda klassíska og rómantíska tímabilsins. Þau eru Carl Maria von Weber, Mikhail Glinka og Wolfgang Amadeus Mozart. „Þessi tónskáld heyrðu greinilega óperutón í klarinettunni og hrifust af honum,“ segir hann glaðlega. Auk Ármanns verða Hildigunnur Halldórsdóttir fiðluleikari, Bryndís Pálsdóttir fiðluleikari, Svava Bernharðsdóttir víóluleikari, Sigurður Halldórsson sellóleikari og Ingunn Hildur Hauksdóttir píanóleikari með Camerarctica í kvöld. Þrjú þeirra voru meðal stofnenda hópsins fyrir 25 árum, þau Ármann, Hildigunnur og Sigurður. Hallfríður Ólafsdóttir flautuleikari hefur líka tilheyrt Camerarctica frá fyrstu tíð en spilar ekki með að þessu sinni.Ármann segir fjóra fulltrúa sveitarinnar búa í Garðabæ og fagnar því að fá að spila í sal Tónlistarskólans þar, sem sé frábær kammersalur, fallegur og bjartur.“ Söngkonan Ingibjörg Guðjónsdóttir er líka Garðbæingur. Hún hefur áður komið fram með Camerarctica og kveðst þekkja vel snillingana þar. Ingibjörg segir prógramm kvöldsins svakalega flott. Gerir samt ekki mikið úr sínum hlut. „Ég kem bara inn í einu atriði. Hljóðfæraleikararnir bera þessa dagskrá uppi,“ tekur hún fram. „En ég held utan um tónleikaröðina, Þriðjudagsklassík í Garðabæ fyrir menningar-og safnanefnd bæjarins sem stendur á bak við hana. Þetta er í fyrsta sinn sem tónleikarnir eru að hausti til, þeir hafa alltaf verið á vormánuðum en við erum ánægð með þennan árstíma.“ Tónleikarnir hefjast klukkan 20 og standa í um klukkutíma. Aðgangseyrir er 1.500 krónur.
Menning Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Fleiri fréttir Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira