Smekklegir gestir í tískupartýi Ritstjórn skrifar 5. nóvember 2017 21:15 Jóhanna Maggý, Mosha og Sophie Lindström og Saga Sig. Myndir/Aníta Eldjárn Yfirhafnamerkið Thermakota hélt pop up verslun í Norr11 fyrir helgi í samvinnu við ljósmyndarann Sögu Sig og Jóhönnu Maggý sem heldur úti vefsíðunni Mothersspell. Um er að ræða yfirhafnamerki sem kanadísku systurnar Mosha Lundström-Halbert og Sophie Lundström er með en þær eiga rætur að rekja til Íslands og því við hæfi að kynna merkið fyrir smekklegum Íslendingum. Yfirhafnirnar eru guðdómlegar og smellpassa við íslenskt veðurfar. Gestir nutu veglegra veitinga í mat og drykk ásamt því að máta yfirhafnirnar undir ljúfum tónum frá plötusnúðinum Dóru Júlíu. Eins og sjá má á myndunum frá ljósmyndaranum Anítu Eldjárn var mikið stuð. Neðst í fréttinni má finna myndaalbúm með fleiri myndum. Myndir/Aníta Eldjárn Mest lesið Kendall Jenner myndaði Ísold fyrir LOVE Magazine Glamour Natacha Ramsay-Levi verður yfirhönnuður Chloé Glamour Chrissy Teigin viðurkennir að hafa farið í lýtaaðgerð Glamour Ný auglýsingaherferð H&M vekur mikla athygli Glamour Steldu stílnum hennar Hillary Clinton Glamour Fimm frábær lituð dagkrem Glamour Stjörnurnar á Hrekkjavöku Glamour Chiara Ferragni opnar verslun Glamour Strigaskórnir 2018 eru skítugir Glamour Viltu náttúrulega lengri augnhár? Glamour
Yfirhafnamerkið Thermakota hélt pop up verslun í Norr11 fyrir helgi í samvinnu við ljósmyndarann Sögu Sig og Jóhönnu Maggý sem heldur úti vefsíðunni Mothersspell. Um er að ræða yfirhafnamerki sem kanadísku systurnar Mosha Lundström-Halbert og Sophie Lundström er með en þær eiga rætur að rekja til Íslands og því við hæfi að kynna merkið fyrir smekklegum Íslendingum. Yfirhafnirnar eru guðdómlegar og smellpassa við íslenskt veðurfar. Gestir nutu veglegra veitinga í mat og drykk ásamt því að máta yfirhafnirnar undir ljúfum tónum frá plötusnúðinum Dóru Júlíu. Eins og sjá má á myndunum frá ljósmyndaranum Anítu Eldjárn var mikið stuð. Neðst í fréttinni má finna myndaalbúm með fleiri myndum. Myndir/Aníta Eldjárn
Mest lesið Kendall Jenner myndaði Ísold fyrir LOVE Magazine Glamour Natacha Ramsay-Levi verður yfirhönnuður Chloé Glamour Chrissy Teigin viðurkennir að hafa farið í lýtaaðgerð Glamour Ný auglýsingaherferð H&M vekur mikla athygli Glamour Steldu stílnum hennar Hillary Clinton Glamour Fimm frábær lituð dagkrem Glamour Stjörnurnar á Hrekkjavöku Glamour Chiara Ferragni opnar verslun Glamour Strigaskórnir 2018 eru skítugir Glamour Viltu náttúrulega lengri augnhár? Glamour