Trump sagður kenna tengdasyni sínum um Rússarannsóknina Samúel Karl Ólason skrifar 3. nóvember 2017 13:15 Jared Kushner og Ivanka Trump, eiginkona hans og dóttir Donald Trump. Vísir/Getty Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er sagður kenna Jared Kushner, ráðgjafa og tengdasyni sínum, um stofnun embættis sérstaks saksóknara dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, Robert Mueller, vegna aðkomu hans að brottrekstri James Comey, fyrrverandi yfirmanns Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI). Embætti Mueller rannsakar afskipti Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum í fyrra og mögulega aðkomu framboðs Trump að afskiptunum. Þá er einnig til rannsóknar hvort Trump hafi reynt að hindra framgang réttvísinnar með því að reka James Comey. Upprunalega sagði Trump að hann hefði rekið Comey vegna tölvupóstamáls Hillary Clinton og að dómsmálaráðuneytið hefði lagt það til. Síðar sagði Trump í sjónvarpsviðtali að honum hefði verið illa við rannsókn FBI, sem þá var að rannsaka afskipti Rússa, og að því hefði hann rekið James Comey. Embætti sérstaks saksóknara var stofnað í framhaldi af því. Trump tísti í gærkvöldi um að þáttur sem hann horfði á á Fox hefði verið sorglegur. Hann hefði fjallað um FBI og að James Comey hefði verið hræðilegur yfirmaður stofnunarinnar. Comey naut hins vegar virðingar utan stofnunarinnar og var vinsæll innan hennar.The @TuckerCarlson opening statement about our once cherished and great FBI was so sad to watch. James Comey's leadership was a disaster! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 3, 2017Samkvæmt heimildum CNN hafa rannsakendur verið að spyrjast fyrir um aðkomu Kushner að þeirri ákvörðun að reka Comey og einnig hlutverki hans á fundi starfsmanna framboðs Trumps og nokkurra Rússa í Trump Tower í júní í fyrra. Sá fundur var skipulagður eftir að Donald Trump yngri var sagt að rússnesk yfirvöld vildu koma upplýsingum til þeirra sem myndu reynast Hillary Clinton, mótframbjóðanda Trump, illa.Sjá einnig: „Ég elska það“: Trump yngri birtir tölvupóstanaHeimildarmenn CNN innan Hvíta hússins segja Kushner þó ekki vera til rannsóknar. Hann hafi veitt Mueller umrædd gögn að eigin frumkvæði. Þar að auki hafi hann áður veitt umrædd gögn til rannsóknarnefndar þingsins.Samkvæmt Vanity Fair kennir Trump tengdasyni sínum um að Robert Mueller hafi verið skipaður í embættið. Samkvæmt heimildum miðilsins ræddi Trump við Stephen Bannon, fyrrverandi aðalráðgjafa sinn og núverandi stjórnarformann Breitbart, um rannsókn Mueller og kenndi hann Kushner um. Þá sérstaklega fyrir aðkomu hans að brottrekstri Comey og einnig að brottrekstri Michael Flynn. Bannon er meðal þeirra bandamanna Trump sem hafa hvatt hann til að berjast gegn rannsókn Mueller og þá meðal annars með því að skera niður fjárveitingar til rannsóknarinnar.Sjá einnig: Ákvörðun Trump „stærstu mistök í sögu nútímastjórnmála“ Í frétt Vanity Fair segir einnig að Bannon hafi ráðlagt Trump varðandi það hvernig hann gæti barist gegn rannsókn Mueller og þar á meðal með því að ráða betri og árásagjarnari lögmenn. Haft er eftir ónefndum og nefndum heimildarmönnum að Kushner sé talinn einhver versti ráðgjafi sem starfað hafi í Hvíta húsinu um árabil. „Ég er bara að segja opinberlega það sem allir eru að tala um á bakvið tjöldin hjá Fox, íhaldssömum fjölmiðlum og í báðum deildum þingsins,“ segir Sam Nunberg, fyrrverandi starfsmaður forsetaframboðs Trump. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Tengdasonur Trump afhendir gögn vegna Rússarannsóknar Jared Kushner, tengdasonur Donald Trump Bandaríkjaforseta, hefur afhent Robert Mueller, sérstökum saksóknara í rannsókninni afskiptum Rússa af bandarísku forsetakosningunum í fyrra og hugsanlegu samráði þeirra við framboð Trump, gögn í tengslum við rannsóknina. 2. nóvember 2017 23:30 Bandamaður Trump úr kosningabaráttunni dregur sig í hlé Starfsmaður forsetaframboðs Donalds Trump sem hafði verið tilnefndur í opinbert embætti hefur dregið sig í hlé eftir að hann kom við sögu í ákærum sem voru gefnar út á mánudag. 2. nóvember 2017 15:41 Auglýsingarnar sem Rússar dreifðu um Bandaríkin Færslurnar snérust flestar um umdeild málefni og tóku umræddir útsendarar stöðu með báðum hliðum ýmissa deilna. 2. nóvember 2017 14:30 Sex Rússar mögulega ákærðir vegna tölvuinnbrots hjá demókrötum Þúsundir tölvupósta sem stolið var af tölvum Demókrataflokksins í fyrra voru birtir á Wikileaks. Bandarísk yfirvöld telja sig vita að rússneskir hakkarar hafi verið þar á ferðinni. 2. nóvember 2017 14:25 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Innlent Fleiri fréttir Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er sagður kenna Jared Kushner, ráðgjafa og tengdasyni sínum, um stofnun embættis sérstaks saksóknara dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, Robert Mueller, vegna aðkomu hans að brottrekstri James Comey, fyrrverandi yfirmanns Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI). Embætti Mueller rannsakar afskipti Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum í fyrra og mögulega aðkomu framboðs Trump að afskiptunum. Þá er einnig til rannsóknar hvort Trump hafi reynt að hindra framgang réttvísinnar með því að reka James Comey. Upprunalega sagði Trump að hann hefði rekið Comey vegna tölvupóstamáls Hillary Clinton og að dómsmálaráðuneytið hefði lagt það til. Síðar sagði Trump í sjónvarpsviðtali að honum hefði verið illa við rannsókn FBI, sem þá var að rannsaka afskipti Rússa, og að því hefði hann rekið James Comey. Embætti sérstaks saksóknara var stofnað í framhaldi af því. Trump tísti í gærkvöldi um að þáttur sem hann horfði á á Fox hefði verið sorglegur. Hann hefði fjallað um FBI og að James Comey hefði verið hræðilegur yfirmaður stofnunarinnar. Comey naut hins vegar virðingar utan stofnunarinnar og var vinsæll innan hennar.The @TuckerCarlson opening statement about our once cherished and great FBI was so sad to watch. James Comey's leadership was a disaster! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 3, 2017Samkvæmt heimildum CNN hafa rannsakendur verið að spyrjast fyrir um aðkomu Kushner að þeirri ákvörðun að reka Comey og einnig hlutverki hans á fundi starfsmanna framboðs Trumps og nokkurra Rússa í Trump Tower í júní í fyrra. Sá fundur var skipulagður eftir að Donald Trump yngri var sagt að rússnesk yfirvöld vildu koma upplýsingum til þeirra sem myndu reynast Hillary Clinton, mótframbjóðanda Trump, illa.Sjá einnig: „Ég elska það“: Trump yngri birtir tölvupóstanaHeimildarmenn CNN innan Hvíta hússins segja Kushner þó ekki vera til rannsóknar. Hann hafi veitt Mueller umrædd gögn að eigin frumkvæði. Þar að auki hafi hann áður veitt umrædd gögn til rannsóknarnefndar þingsins.Samkvæmt Vanity Fair kennir Trump tengdasyni sínum um að Robert Mueller hafi verið skipaður í embættið. Samkvæmt heimildum miðilsins ræddi Trump við Stephen Bannon, fyrrverandi aðalráðgjafa sinn og núverandi stjórnarformann Breitbart, um rannsókn Mueller og kenndi hann Kushner um. Þá sérstaklega fyrir aðkomu hans að brottrekstri Comey og einnig að brottrekstri Michael Flynn. Bannon er meðal þeirra bandamanna Trump sem hafa hvatt hann til að berjast gegn rannsókn Mueller og þá meðal annars með því að skera niður fjárveitingar til rannsóknarinnar.Sjá einnig: Ákvörðun Trump „stærstu mistök í sögu nútímastjórnmála“ Í frétt Vanity Fair segir einnig að Bannon hafi ráðlagt Trump varðandi það hvernig hann gæti barist gegn rannsókn Mueller og þar á meðal með því að ráða betri og árásagjarnari lögmenn. Haft er eftir ónefndum og nefndum heimildarmönnum að Kushner sé talinn einhver versti ráðgjafi sem starfað hafi í Hvíta húsinu um árabil. „Ég er bara að segja opinberlega það sem allir eru að tala um á bakvið tjöldin hjá Fox, íhaldssömum fjölmiðlum og í báðum deildum þingsins,“ segir Sam Nunberg, fyrrverandi starfsmaður forsetaframboðs Trump.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Tengdasonur Trump afhendir gögn vegna Rússarannsóknar Jared Kushner, tengdasonur Donald Trump Bandaríkjaforseta, hefur afhent Robert Mueller, sérstökum saksóknara í rannsókninni afskiptum Rússa af bandarísku forsetakosningunum í fyrra og hugsanlegu samráði þeirra við framboð Trump, gögn í tengslum við rannsóknina. 2. nóvember 2017 23:30 Bandamaður Trump úr kosningabaráttunni dregur sig í hlé Starfsmaður forsetaframboðs Donalds Trump sem hafði verið tilnefndur í opinbert embætti hefur dregið sig í hlé eftir að hann kom við sögu í ákærum sem voru gefnar út á mánudag. 2. nóvember 2017 15:41 Auglýsingarnar sem Rússar dreifðu um Bandaríkin Færslurnar snérust flestar um umdeild málefni og tóku umræddir útsendarar stöðu með báðum hliðum ýmissa deilna. 2. nóvember 2017 14:30 Sex Rússar mögulega ákærðir vegna tölvuinnbrots hjá demókrötum Þúsundir tölvupósta sem stolið var af tölvum Demókrataflokksins í fyrra voru birtir á Wikileaks. Bandarísk yfirvöld telja sig vita að rússneskir hakkarar hafi verið þar á ferðinni. 2. nóvember 2017 14:25 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Innlent Fleiri fréttir Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Sjá meira
Tengdasonur Trump afhendir gögn vegna Rússarannsóknar Jared Kushner, tengdasonur Donald Trump Bandaríkjaforseta, hefur afhent Robert Mueller, sérstökum saksóknara í rannsókninni afskiptum Rússa af bandarísku forsetakosningunum í fyrra og hugsanlegu samráði þeirra við framboð Trump, gögn í tengslum við rannsóknina. 2. nóvember 2017 23:30
Bandamaður Trump úr kosningabaráttunni dregur sig í hlé Starfsmaður forsetaframboðs Donalds Trump sem hafði verið tilnefndur í opinbert embætti hefur dregið sig í hlé eftir að hann kom við sögu í ákærum sem voru gefnar út á mánudag. 2. nóvember 2017 15:41
Auglýsingarnar sem Rússar dreifðu um Bandaríkin Færslurnar snérust flestar um umdeild málefni og tóku umræddir útsendarar stöðu með báðum hliðum ýmissa deilna. 2. nóvember 2017 14:30
Sex Rússar mögulega ákærðir vegna tölvuinnbrots hjá demókrötum Þúsundir tölvupósta sem stolið var af tölvum Demókrataflokksins í fyrra voru birtir á Wikileaks. Bandarísk yfirvöld telja sig vita að rússneskir hakkarar hafi verið þar á ferðinni. 2. nóvember 2017 14:25