Eins og lítill snjóbolti sem valt niður hæðina Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 18. nóvember 2017 11:30 Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, afhenti þeim Knúti Rafni og Helenu nýsköpunarverðlaun Samtaka ferðaþjónustunnar. Skapti Örn Ólafsson Verðlaunin eru okkur mikil hvatning og klapp á bakið til áframhaldandi verka,“ segir Knútur Rafn Ármann í Friðheimum í Bláskógabyggð. Hann og kona hans, Helena Hermundardóttir, tóku á móti nýsköpunarverðlaunum Samtaka ferðaþjónustunnar fyrir árið 2017 á fimmtudaginn úr hendi forseta Íslands. Knútur Rafn segir þau hjón deila verðlaununum með sínu frábæra starfsfólki sem sé búið að byggja þetta skemmtilega ævintýri upp með þeim í Friðheimum. Þar reka þau garðyrkjustöð og ferðaþjónustu sem hefur slegið í gegn hjá ferðamönnum síðustu ár, ekki síst hestasýningarnar, tómatsúpan og brauðið sem boðið er upp á. En í hverju felst þeirra nýsköpun helst? „Aðallega í því að flétta saman tómataræktunina og ferðaþjónustuna og bjóða alla velkomna að fylgjast með því sem við erum að gera,“ segir Helena. „Svo fær fólk að smakka á afurðunum ef það vill. Við gefum okkur ekki út fyrir að vera með hefðbundið veitingahús heldur matarupplifun og bjóðum upp á ýmsa rétti þar sem tómatarnir koma við sögu. Hvort sem gestir koma í hópum eða sem einstaklingar kynnum við fyrir þeim hvað íslensk garðyrkja snýst um, hvernig við hitum upp gróðurhúsin með jarðvarma og hvernig rafmagnið verður til með vatnsaflinu. Svo vökvum við með okkar frábæra lindarvatni, notum engin eiturefni heldur einungis lífrænar varnir og erum með býflugur til sýnis, þær gegna veigamiklu hlutverki við að frjóvga blómin svo við fáum góða uppskeru.“ Helena stýrir ræktuninni en Knútur Rafn ferðaþjónustunni. „Við erum með mjög gott starfsfólk en erum mikið sýnileg sjálf,“ segir Helena. Hún segir þau hafa byrjað með hestasýningar 2008 því hestar séu ær og kýr Knúts Rafns! „En svo fórum við að bjóða í gróðurhúsið líka og gestum hefur fjölgað mikið. Við fengum þúsund gesti fyrsta árið en í fyrra voru þeir 130 þúsund og ég held það stefni í 150-160 þúsund á þessu ári þannig að þessi litla hliðarbúgrein, að bjóða gestum heim á bæ að skoða hestana, hefur aðeins undið upp á sig. En við höfum aldrei auglýst heldur hefur starfsemin verið eins og lítill snjóbolti sem valt niður hæðina og stækkaði og stækkaði.“ Garðyrkja Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Verðlaunin eru okkur mikil hvatning og klapp á bakið til áframhaldandi verka,“ segir Knútur Rafn Ármann í Friðheimum í Bláskógabyggð. Hann og kona hans, Helena Hermundardóttir, tóku á móti nýsköpunarverðlaunum Samtaka ferðaþjónustunnar fyrir árið 2017 á fimmtudaginn úr hendi forseta Íslands. Knútur Rafn segir þau hjón deila verðlaununum með sínu frábæra starfsfólki sem sé búið að byggja þetta skemmtilega ævintýri upp með þeim í Friðheimum. Þar reka þau garðyrkjustöð og ferðaþjónustu sem hefur slegið í gegn hjá ferðamönnum síðustu ár, ekki síst hestasýningarnar, tómatsúpan og brauðið sem boðið er upp á. En í hverju felst þeirra nýsköpun helst? „Aðallega í því að flétta saman tómataræktunina og ferðaþjónustuna og bjóða alla velkomna að fylgjast með því sem við erum að gera,“ segir Helena. „Svo fær fólk að smakka á afurðunum ef það vill. Við gefum okkur ekki út fyrir að vera með hefðbundið veitingahús heldur matarupplifun og bjóðum upp á ýmsa rétti þar sem tómatarnir koma við sögu. Hvort sem gestir koma í hópum eða sem einstaklingar kynnum við fyrir þeim hvað íslensk garðyrkja snýst um, hvernig við hitum upp gróðurhúsin með jarðvarma og hvernig rafmagnið verður til með vatnsaflinu. Svo vökvum við með okkar frábæra lindarvatni, notum engin eiturefni heldur einungis lífrænar varnir og erum með býflugur til sýnis, þær gegna veigamiklu hlutverki við að frjóvga blómin svo við fáum góða uppskeru.“ Helena stýrir ræktuninni en Knútur Rafn ferðaþjónustunni. „Við erum með mjög gott starfsfólk en erum mikið sýnileg sjálf,“ segir Helena. Hún segir þau hafa byrjað með hestasýningar 2008 því hestar séu ær og kýr Knúts Rafns! „En svo fórum við að bjóða í gróðurhúsið líka og gestum hefur fjölgað mikið. Við fengum þúsund gesti fyrsta árið en í fyrra voru þeir 130 þúsund og ég held það stefni í 150-160 þúsund á þessu ári þannig að þessi litla hliðarbúgrein, að bjóða gestum heim á bæ að skoða hestana, hefur aðeins undið upp á sig. En við höfum aldrei auglýst heldur hefur starfsemin verið eins og lítill snjóbolti sem valt niður hæðina og stækkaði og stækkaði.“
Garðyrkja Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira