Sterk tengsl – stór og litrík sýning Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 11. nóvember 2017 09:15 Derek Mundell og Jónína - Ninný segja vatnslitamálara finna fyrir sterkri tengingu sín á milli, skilningi og gagnkvæmum áhuga á viðfangsefnum hver annars. Vísir/Vilhelm „Það er ekki oft sem haldnar eru vatnslitasýningar hér á landi, hvað þá svona veglegar,“ segir Jónína Magnúsdóttir um viðamikla sýningu vatnslitamálara sem opnuð verður í Norræna húsinu í dag klukkan þrjú. Myndirnar eru 95 sem þar ber fyrir augu og þær eru eftir 72 listamenn frá Wales og öllum Norðurlöndunum, þar á meðal Íslandi. Jónína segir þær endurspegla mikla fjölbreytni í formum, stíl og tækni. Skiptingin er þannig að þriðjungur verka er frá Wales, þriðjungur frá Íslandi og þriðjungur frá hinum Norðurlöndunum. Jónína, sem notar listamannsnafnið Ninný, er í stjórn Norræna vatnslitafélagsins, sem stendur að viðburðinum ásamt Konunglega vatnslitafélaginu í Wales. „Það eru tvö ár síðan ég var beðin að skipuleggja þessa sýningu og það er búið að vera stórt verkefni en skemmtilegt. Fékk hann Derek Mundell í lið með mér og hefði aldrei getað þetta án hans,“ segir Jónína sem á von á mörgum erlendum gestum, varla þó Karli Bretaprins þrátt fyrir að hann sé verndari hins velska félags.Sýningin verður opnuð á efri hæð Norræna hússins klukkan 15 stundvíslega með ávörpum forseta félaganna og léttum veitingum. Svo verður haldið niður í stóra salinn þar sem myndunum er fallega fyrir komið á veggjum og flekum. Klukkan 16 ætlar þekkt tónlistarkona frá Wales, Eira Lynn Jone, að spila á hörpu í salnum á efri hæðinni útfrá sínum hughrifum frá listaverkunum og myndir af þeim munu rúlla á tjaldi á bak við hana. Jónína er ekki í vafa um að það verði einstakt og spennandi. „Svo getur fólk farið niður í sýningarsalinn aftur og notið listarinnar þar,“ segir hún og tekur fram að allir séu velkomnir. Sýningin Tenging landa og lita stendur til 10. desember og aðgangur er ókeypis. Menning Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið Einar og Milla eiga von á barni Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Fleiri fréttir Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
„Það er ekki oft sem haldnar eru vatnslitasýningar hér á landi, hvað þá svona veglegar,“ segir Jónína Magnúsdóttir um viðamikla sýningu vatnslitamálara sem opnuð verður í Norræna húsinu í dag klukkan þrjú. Myndirnar eru 95 sem þar ber fyrir augu og þær eru eftir 72 listamenn frá Wales og öllum Norðurlöndunum, þar á meðal Íslandi. Jónína segir þær endurspegla mikla fjölbreytni í formum, stíl og tækni. Skiptingin er þannig að þriðjungur verka er frá Wales, þriðjungur frá Íslandi og þriðjungur frá hinum Norðurlöndunum. Jónína, sem notar listamannsnafnið Ninný, er í stjórn Norræna vatnslitafélagsins, sem stendur að viðburðinum ásamt Konunglega vatnslitafélaginu í Wales. „Það eru tvö ár síðan ég var beðin að skipuleggja þessa sýningu og það er búið að vera stórt verkefni en skemmtilegt. Fékk hann Derek Mundell í lið með mér og hefði aldrei getað þetta án hans,“ segir Jónína sem á von á mörgum erlendum gestum, varla þó Karli Bretaprins þrátt fyrir að hann sé verndari hins velska félags.Sýningin verður opnuð á efri hæð Norræna hússins klukkan 15 stundvíslega með ávörpum forseta félaganna og léttum veitingum. Svo verður haldið niður í stóra salinn þar sem myndunum er fallega fyrir komið á veggjum og flekum. Klukkan 16 ætlar þekkt tónlistarkona frá Wales, Eira Lynn Jone, að spila á hörpu í salnum á efri hæðinni útfrá sínum hughrifum frá listaverkunum og myndir af þeim munu rúlla á tjaldi á bak við hana. Jónína er ekki í vafa um að það verði einstakt og spennandi. „Svo getur fólk farið niður í sýningarsalinn aftur og notið listarinnar þar,“ segir hún og tekur fram að allir séu velkomnir. Sýningin Tenging landa og lita stendur til 10. desember og aðgangur er ókeypis.
Menning Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið Einar og Milla eiga von á barni Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Fleiri fréttir Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira