Pétur og úlfurinn lifna við í nútímaútgáfu Elín Albertsdóttir skrifar 10. nóvember 2017 15:15 Pamela De Sensi flautuleikari hefur gert nútímaútgáfu af Pétri og úlfinum sem frumflutt verður í Hörpu á sunnudag. Vísir/Hanna Ævintýrið um Pétur og úlfinn eftir Sergej Prokofiev er fyrir löngu orðið klassík. Framhald sögunnar hefur nú litið dagsins ljós og verður frumflutt í Silfurbergi, Hörpu, á sunnudag. Það er Pamela De Sensi flautuleikari sem er höfundur sögunnar ásamt Hauki Gröndal. Verkið nefnist Pétur og úlfurinn … en hvað varð um úlfinn? Stórsveit Reykjavíkur flytur verkið sem segir frá úlfinum eftir að hann var klófestur í sögu Prokofievs. Sögumaður er Guðjón Davíð Karlsson eða Gói. Pamela segir að verkið hafi verið lengi í vinnslu. „Við höfum unnið að því síðastliðin tvö og hálft ár að koma Pétri og úlfinum í þessa útsetningu. Þegar ég fór að vinna þetta með Stórsveitinni kom upp sú hugmynd að skrifa nýja tónlist við verkið. Þá fékk ég Hauk til að búa til tónlistina. Við erum mjög stolt af verkinu og teljum að okkur hafi tekist að færa það í nútímalegt horf. Tónlistin er frumsamin í stórsveitarstíl og er ætlað að kynna börnum muninn á hljóðfæraheimi og stíl djassins ásamt og klassíska,“ segir Pamela. „Sagan fæst í bókarformi með fallegum myndum eftir Höllu Sólveigu Þorgeirsdóttur og geisladiskur fylgir með.“ Pamela segir að úlfurinn hafi lært að haga sér skikkanlega eftir að hafa dvalið á bak við rimla í dýragarði. „Í sögunni fær úlfurinn frelsi og er eiginlega orðinn vegan en með þessari sögu viljum við senda góð skilaboð út í samfélagið,“ segir Pamela sem er ítölsk en hefur búið á Íslandi í 14 ár. Þegar hún er spurð af hverju hún hafi flutt til Íslands, svarar hún: „Það var ástin.“ Pamela bætir við að eftir að hún sagði frá verkinu á Facebook hafi margir erlendir vinir hennar spurt hvort það verði ekki flutt á ítölsku og ensku. „Ég fékk mikil viðbrögð við færslunni.“ Pamela rekur Töfrahurð sem hefur það markmið að kynna klassíska tónlist fyrir ungu fólki. Tónlistinni er blandað saman á léttan hátt með fræðslu og skemmtun. Tónlistarævintýrið um Pétur og úlfinn hafði einmitt það markmið þegar það var samið árið 1936. Prokofiev, sem var rússneskur, var falið að semja sinfóníu þar sem einstök hljóðfæri hljómsveitarinnar yrðu kynnt fyrir ungum hlustendum. Pétur og úlfurinn er eitt vinsælasta verk allra tíma. Pamela segist hafa hug á að fara með sýninguna um landið en með smærri hljómsveit. Á sunnudag verða tvær sýningar í Hörpu og koma 25 djassdansarar frá Danslistarskóla JSB fram á tónleikunum. Pamela hefur komið víða við í íslenskum tónlistarheimi. Hún er kennari við Tónlistarskóla Kópavogs og Tónlistarskóla Sigursveins. Þá hefur hún rekið Töfrahurð í tíu ár sem byrjaði sem tónleikaröð. „Mér fannst vanta tónlistarefni og bækur fyrir börn á Íslandi. Ég ákvað því að vinna í listsköpun sem væri sérhæfð fyrir unga hlustendur.“ Tónleikarnir verða í Silfurbergi í Hörpu kl. 14 á sunnudag og aukatónleikar kl. 16. Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Fleiri fréttir Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Ævintýrið um Pétur og úlfinn eftir Sergej Prokofiev er fyrir löngu orðið klassík. Framhald sögunnar hefur nú litið dagsins ljós og verður frumflutt í Silfurbergi, Hörpu, á sunnudag. Það er Pamela De Sensi flautuleikari sem er höfundur sögunnar ásamt Hauki Gröndal. Verkið nefnist Pétur og úlfurinn … en hvað varð um úlfinn? Stórsveit Reykjavíkur flytur verkið sem segir frá úlfinum eftir að hann var klófestur í sögu Prokofievs. Sögumaður er Guðjón Davíð Karlsson eða Gói. Pamela segir að verkið hafi verið lengi í vinnslu. „Við höfum unnið að því síðastliðin tvö og hálft ár að koma Pétri og úlfinum í þessa útsetningu. Þegar ég fór að vinna þetta með Stórsveitinni kom upp sú hugmynd að skrifa nýja tónlist við verkið. Þá fékk ég Hauk til að búa til tónlistina. Við erum mjög stolt af verkinu og teljum að okkur hafi tekist að færa það í nútímalegt horf. Tónlistin er frumsamin í stórsveitarstíl og er ætlað að kynna börnum muninn á hljóðfæraheimi og stíl djassins ásamt og klassíska,“ segir Pamela. „Sagan fæst í bókarformi með fallegum myndum eftir Höllu Sólveigu Þorgeirsdóttur og geisladiskur fylgir með.“ Pamela segir að úlfurinn hafi lært að haga sér skikkanlega eftir að hafa dvalið á bak við rimla í dýragarði. „Í sögunni fær úlfurinn frelsi og er eiginlega orðinn vegan en með þessari sögu viljum við senda góð skilaboð út í samfélagið,“ segir Pamela sem er ítölsk en hefur búið á Íslandi í 14 ár. Þegar hún er spurð af hverju hún hafi flutt til Íslands, svarar hún: „Það var ástin.“ Pamela bætir við að eftir að hún sagði frá verkinu á Facebook hafi margir erlendir vinir hennar spurt hvort það verði ekki flutt á ítölsku og ensku. „Ég fékk mikil viðbrögð við færslunni.“ Pamela rekur Töfrahurð sem hefur það markmið að kynna klassíska tónlist fyrir ungu fólki. Tónlistinni er blandað saman á léttan hátt með fræðslu og skemmtun. Tónlistarævintýrið um Pétur og úlfinn hafði einmitt það markmið þegar það var samið árið 1936. Prokofiev, sem var rússneskur, var falið að semja sinfóníu þar sem einstök hljóðfæri hljómsveitarinnar yrðu kynnt fyrir ungum hlustendum. Pétur og úlfurinn er eitt vinsælasta verk allra tíma. Pamela segist hafa hug á að fara með sýninguna um landið en með smærri hljómsveit. Á sunnudag verða tvær sýningar í Hörpu og koma 25 djassdansarar frá Danslistarskóla JSB fram á tónleikunum. Pamela hefur komið víða við í íslenskum tónlistarheimi. Hún er kennari við Tónlistarskóla Kópavogs og Tónlistarskóla Sigursveins. Þá hefur hún rekið Töfrahurð í tíu ár sem byrjaði sem tónleikaröð. „Mér fannst vanta tónlistarefni og bækur fyrir börn á Íslandi. Ég ákvað því að vinna í listsköpun sem væri sérhæfð fyrir unga hlustendur.“ Tónleikarnir verða í Silfurbergi í Hörpu kl. 14 á sunnudag og aukatónleikar kl. 16.
Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Fleiri fréttir Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira