Rannsókn á manndrápi á Hagamel enn ekki lokið Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 10. nóvember 2017 13:27 Frá vettvangi á Hagamel í september. Vísir Rannsókn lögreglunnar á morðinu á Sanitu Brauna er ekki lokið. Rannsóknin er þó langt á veg komin og er búist við því að málið verði sent til héraðssaksóknara á næstunni. Sanita Brauna var 44 ára gömul og fannst hún látin í íbúð á Hagamel í Vesturbæ Reykjavíkur þann 21. september síðastliðinn. Einn maður situr í gæsluvarðhaldi grunaður um að hafa orðið Sanitu að bana. „Það er ekki búið að senda málið, það er ekki búið að ljúka henni endanlega en hún er langt komin. Það er svona verið að bíða eftir síðustu skýrslum frá tæknideild og þess háttar,“ segir Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar hjá lögreglu, í samtali við Vísi. „Þetta eru alls konar skýrslur sem á eftir að fá lokaútgáfu af og við ákveðum þá hvort við viljum yfirheyra út frá því.“Niðurstaða geðmats liggur ekki fyrir Farið var fram á geðrannsókn yfir hinum grunaða í málinu til að meta sakhæfi hans. Grímur segir að niðurstaða geðmats liggi ekki fyrir. „Það myndi ekki endilega fresta því að senda málið ef það væri fullrannsakað. Þó geðmatið lægi ekki fyrir þá kæmi það bara inn til saksóknara. En eins og ég segi þá liggur það ekki fyrir,“ segir Grímur. Aðspurður um hvort frekari upplýsingar um dánarorsök Sanitu liggi fyrir segir Grímur að lögreglan hyggist ekki upplýsa frekar um dánarorsök en hefur verið gert. „Hann hefur staðfest það að hafa veist að henni með slökkvitæki og lamið hana í höfuð. Það sé þá höfuðáverkar sem leiddu hana til dauða. Það er það sem við höfum sagt.“Hefur hann játað að hafa orðið henni að bana? „Hann hefur játað að hafa veist svona að henni.“ Manndráp á Hagamel Tengdar fréttir Manndrápið á Hagamel sent til héraðssaksóknara á næstu dögum Rannsókn lögreglu á morðinu á Sanitu Brauna sem var myrt á heimili sínu 21. september síðastliðinn, er á lokametrunum. 25. október 2017 12:57 Játar að hafa ráðist á Sanitu Maðurinn sem situr í gæsluvarðhaldi grunaður um að hafa orðið Sanitu Brauna að bana í vesturbæ Reykjavíkur þann 21. september síðastliðinn, hefur játað við yfirheyrslur að hafa veist að henni. 6. október 2017 16:12 Manndráp á Melunum: Úrskurðaður í áframhaldandi fjögurra vikna gæsluvarðhald Maður sem grunaður er um að hafa ráðið Sanitu Brauna bana á heimili hennar við Hagamel í Reykjavík þann 21. september síðastliðinn var í dag úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald til 24. nóvember. 27. október 2017 16:06 Sætir geðrannsókn eftir manndrápið á Hagamel Maðurinn sem játaði að hafa orðið Sanitu Brauna að bana á Hagamel fyrir þremur vikum sætir nú geðrannsókn þar sem metið er hvort hann er sakhæfur. Lögreglumaðurinn Grímur Grímsson segir rannsókn málsins á lokametrunum. 13. október 2017 06:00 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Landris hafið á ný Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Sjá meira
Rannsókn lögreglunnar á morðinu á Sanitu Brauna er ekki lokið. Rannsóknin er þó langt á veg komin og er búist við því að málið verði sent til héraðssaksóknara á næstunni. Sanita Brauna var 44 ára gömul og fannst hún látin í íbúð á Hagamel í Vesturbæ Reykjavíkur þann 21. september síðastliðinn. Einn maður situr í gæsluvarðhaldi grunaður um að hafa orðið Sanitu að bana. „Það er ekki búið að senda málið, það er ekki búið að ljúka henni endanlega en hún er langt komin. Það er svona verið að bíða eftir síðustu skýrslum frá tæknideild og þess háttar,“ segir Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar hjá lögreglu, í samtali við Vísi. „Þetta eru alls konar skýrslur sem á eftir að fá lokaútgáfu af og við ákveðum þá hvort við viljum yfirheyra út frá því.“Niðurstaða geðmats liggur ekki fyrir Farið var fram á geðrannsókn yfir hinum grunaða í málinu til að meta sakhæfi hans. Grímur segir að niðurstaða geðmats liggi ekki fyrir. „Það myndi ekki endilega fresta því að senda málið ef það væri fullrannsakað. Þó geðmatið lægi ekki fyrir þá kæmi það bara inn til saksóknara. En eins og ég segi þá liggur það ekki fyrir,“ segir Grímur. Aðspurður um hvort frekari upplýsingar um dánarorsök Sanitu liggi fyrir segir Grímur að lögreglan hyggist ekki upplýsa frekar um dánarorsök en hefur verið gert. „Hann hefur staðfest það að hafa veist að henni með slökkvitæki og lamið hana í höfuð. Það sé þá höfuðáverkar sem leiddu hana til dauða. Það er það sem við höfum sagt.“Hefur hann játað að hafa orðið henni að bana? „Hann hefur játað að hafa veist svona að henni.“
Manndráp á Hagamel Tengdar fréttir Manndrápið á Hagamel sent til héraðssaksóknara á næstu dögum Rannsókn lögreglu á morðinu á Sanitu Brauna sem var myrt á heimili sínu 21. september síðastliðinn, er á lokametrunum. 25. október 2017 12:57 Játar að hafa ráðist á Sanitu Maðurinn sem situr í gæsluvarðhaldi grunaður um að hafa orðið Sanitu Brauna að bana í vesturbæ Reykjavíkur þann 21. september síðastliðinn, hefur játað við yfirheyrslur að hafa veist að henni. 6. október 2017 16:12 Manndráp á Melunum: Úrskurðaður í áframhaldandi fjögurra vikna gæsluvarðhald Maður sem grunaður er um að hafa ráðið Sanitu Brauna bana á heimili hennar við Hagamel í Reykjavík þann 21. september síðastliðinn var í dag úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald til 24. nóvember. 27. október 2017 16:06 Sætir geðrannsókn eftir manndrápið á Hagamel Maðurinn sem játaði að hafa orðið Sanitu Brauna að bana á Hagamel fyrir þremur vikum sætir nú geðrannsókn þar sem metið er hvort hann er sakhæfur. Lögreglumaðurinn Grímur Grímsson segir rannsókn málsins á lokametrunum. 13. október 2017 06:00 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Landris hafið á ný Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Sjá meira
Manndrápið á Hagamel sent til héraðssaksóknara á næstu dögum Rannsókn lögreglu á morðinu á Sanitu Brauna sem var myrt á heimili sínu 21. september síðastliðinn, er á lokametrunum. 25. október 2017 12:57
Játar að hafa ráðist á Sanitu Maðurinn sem situr í gæsluvarðhaldi grunaður um að hafa orðið Sanitu Brauna að bana í vesturbæ Reykjavíkur þann 21. september síðastliðinn, hefur játað við yfirheyrslur að hafa veist að henni. 6. október 2017 16:12
Manndráp á Melunum: Úrskurðaður í áframhaldandi fjögurra vikna gæsluvarðhald Maður sem grunaður er um að hafa ráðið Sanitu Brauna bana á heimili hennar við Hagamel í Reykjavík þann 21. september síðastliðinn var í dag úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald til 24. nóvember. 27. október 2017 16:06
Sætir geðrannsókn eftir manndrápið á Hagamel Maðurinn sem játaði að hafa orðið Sanitu Brauna að bana á Hagamel fyrir þremur vikum sætir nú geðrannsókn þar sem metið er hvort hann er sakhæfur. Lögreglumaðurinn Grímur Grímsson segir rannsókn málsins á lokametrunum. 13. október 2017 06:00