Spælt egg ofan á hangikjötið: Flestum finnst þetta skrítið Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 28. nóvember 2017 19:30 Brúnkál og spælegg er ómissandi partur af jólahátíðinni að mati Hófýjar. Vísir / Úr einkasafni „Flestum utan fjölskyldunnar finnst þetta mjög skrítið,“ segir Hólmfríður Guðrún Skúladóttir, oftast kölluð Hófý, þegar ég spyr hana út í jólamat fjölskyldu hennar. Hófý og fjölskylda hennar borðar nefnilega sérstakt hangikjöt á jóladag þegar stórfjölskyldan kemur saman á Dalvík - nefnilega hangikjötssneiðar með spældu eggi. „Eggið ofan á hangikjötið kemur frá föðurfjölskyldunni minni. Það að nota egg var meira til að drýgja matinn í gamladaga,“ segir Hófý en fjölskyldan snæðir einnig brúnkál með veislumatnum. Svona lítur hátíðarmaturinn út.Vísir / Úr einkasafni „Brúnkálið kemur frá móðurömmu sem var Skagfirðingur. Hún kom með þessa uppskrift frá danskri vinkonu sem hún kynntist í Reykjavík þegar hún var um tvítugt, en amma Silla var fædd árið 1929.“ Spæleggið toppar diskinn Uppskriftin að hangikjötinu með spælda egginu og brúnkálinu hefur ferðast síðan á milli kynslóða. „Hver og einn hefur lært þetta af sinni móður. Við systur erum fjórar og höfum lært þetta af okkar foreldrum,“ segir Hófý og lýsir jólamatnum fyrir blaðamanni. „Það er kalt hangikjöt með uppstúf, rauðkáli og baunum. Brúnkálið fylgir með en það er hvítkál sem er soðið í fjóra tíma uppúr sykri, smjöri og salti. Svo er spælt egg ofan á hangikjötið til að toppa diskinn.“ Blessað brúnkálið.Vísir / Úr einkasafni Engin jól án brúnkáls Hófý gæti ekki hugsað sér jólin án þessarar rótgrónu fjölskylduhefðar. „Það væru engin jól ef brúnkálið væri ekki. Tengdasynir foreldra minna, Guðrúnar Þorkelsdóttur og Skúla Viðars Lórenzsonar, elska þetta líka og okkar börn. Þessi siður með brúnkálið og spælda eggið mun pottþétt halda áfram. Brúnkálið passar líka svo rosalega vel með öllu reyktu kjöti. Sjálf hef ég prufað það með hátíðarkjúkling, hangikjöti, hamborgarhrygg, rjúpum og gæs og það er nauðsynlegur partur af öllum þessum mat.“ Hangikjöt Jól Jólamatur Mest lesið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina Lífið
„Flestum utan fjölskyldunnar finnst þetta mjög skrítið,“ segir Hólmfríður Guðrún Skúladóttir, oftast kölluð Hófý, þegar ég spyr hana út í jólamat fjölskyldu hennar. Hófý og fjölskylda hennar borðar nefnilega sérstakt hangikjöt á jóladag þegar stórfjölskyldan kemur saman á Dalvík - nefnilega hangikjötssneiðar með spældu eggi. „Eggið ofan á hangikjötið kemur frá föðurfjölskyldunni minni. Það að nota egg var meira til að drýgja matinn í gamladaga,“ segir Hófý en fjölskyldan snæðir einnig brúnkál með veislumatnum. Svona lítur hátíðarmaturinn út.Vísir / Úr einkasafni „Brúnkálið kemur frá móðurömmu sem var Skagfirðingur. Hún kom með þessa uppskrift frá danskri vinkonu sem hún kynntist í Reykjavík þegar hún var um tvítugt, en amma Silla var fædd árið 1929.“ Spæleggið toppar diskinn Uppskriftin að hangikjötinu með spælda egginu og brúnkálinu hefur ferðast síðan á milli kynslóða. „Hver og einn hefur lært þetta af sinni móður. Við systur erum fjórar og höfum lært þetta af okkar foreldrum,“ segir Hófý og lýsir jólamatnum fyrir blaðamanni. „Það er kalt hangikjöt með uppstúf, rauðkáli og baunum. Brúnkálið fylgir með en það er hvítkál sem er soðið í fjóra tíma uppúr sykri, smjöri og salti. Svo er spælt egg ofan á hangikjötið til að toppa diskinn.“ Blessað brúnkálið.Vísir / Úr einkasafni Engin jól án brúnkáls Hófý gæti ekki hugsað sér jólin án þessarar rótgrónu fjölskylduhefðar. „Það væru engin jól ef brúnkálið væri ekki. Tengdasynir foreldra minna, Guðrúnar Þorkelsdóttur og Skúla Viðars Lórenzsonar, elska þetta líka og okkar börn. Þessi siður með brúnkálið og spælda eggið mun pottþétt halda áfram. Brúnkálið passar líka svo rosalega vel með öllu reyktu kjöti. Sjálf hef ég prufað það með hátíðarkjúkling, hangikjöti, hamborgarhrygg, rjúpum og gæs og það er nauðsynlegur partur af öllum þessum mat.“
Hangikjöt Jól Jólamatur Mest lesið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina Lífið