Nóbel í tónum í Norræna húsinu Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 22. nóvember 2017 10:15 Hrönn og Bylgja Dís ætla að flytja tilfinningaríka tónlist við ljóð tveggja Nóbelskálda. Vísir/Vilhelm Kvöldið er helgað samtímatónlist og tveimur nóbelskáldum, Halldóri Laxness og Bob Dylan, í Norræna húsinu í kvöld klukkan 20. „Við ætlum að byrja á að flytja þrjú falleg lög eftir Eirík Árna Sigtryggsson við ljóð Kiljans, segir Bylgja Dís Gunnarsdóttir sópran sem kemur fram ásamt Hrönn Þráinsdóttur píanóleikara. „Svo tökum við ljóðaflokkinn Mr. Tambourine Man eftir John Corigliano, við sjö ljóð Dylans. Sem heild myndar hann andlegt þroskaferli mannsins. Byrjar á Mr. Tambourine Man sem er ákall eftir andagift, í þriðja ljóðinu, Blowing in the Wind, er spurt stórra spurninga og þannig heldur verkið áfram þar til kemur að einhvers konar niðurstöðu hjá söguhetjunni. Hún leitar skjóls undan þrumum og eldingum við kirkju og flokkurinn endar á fallegu vögguljóði sem kirkjuklukkurnar smitast inn í,“ lýsir Bylgja Dís sem segir gaman að flytja þetta efni og öðruvísi en flest annað. „Þetta er nútímatónlist sem gerir kröfur, því það sem píanistinn spilar styður ekki endilega mikið við söngvarann. Þetta er ekki eins og að setja Dylan á fóninn en ég get lofað því að tónlistin er áhrifamikil því höfundurinn skapar svo flottan hljóðheim, fallegar laglínur og líka tilfinningahita þar sem hið leikræna fær að njóta sín.“ Ljóðin verða útprentuð og fyrir flutninginn verður kynning á efninu þar sem Hrönn ætlar að spila einstaka kafla, að sögn Bylgju Dísar. „Þá veit fólk hverju það getur hlustað eftir. Tónleikarnir nefnast Nóbel í tónum og tilheyra röðinni Klassík í Vatnsmýrinni. Menning Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Fleiri fréttir Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Kvöldið er helgað samtímatónlist og tveimur nóbelskáldum, Halldóri Laxness og Bob Dylan, í Norræna húsinu í kvöld klukkan 20. „Við ætlum að byrja á að flytja þrjú falleg lög eftir Eirík Árna Sigtryggsson við ljóð Kiljans, segir Bylgja Dís Gunnarsdóttir sópran sem kemur fram ásamt Hrönn Þráinsdóttur píanóleikara. „Svo tökum við ljóðaflokkinn Mr. Tambourine Man eftir John Corigliano, við sjö ljóð Dylans. Sem heild myndar hann andlegt þroskaferli mannsins. Byrjar á Mr. Tambourine Man sem er ákall eftir andagift, í þriðja ljóðinu, Blowing in the Wind, er spurt stórra spurninga og þannig heldur verkið áfram þar til kemur að einhvers konar niðurstöðu hjá söguhetjunni. Hún leitar skjóls undan þrumum og eldingum við kirkju og flokkurinn endar á fallegu vögguljóði sem kirkjuklukkurnar smitast inn í,“ lýsir Bylgja Dís sem segir gaman að flytja þetta efni og öðruvísi en flest annað. „Þetta er nútímatónlist sem gerir kröfur, því það sem píanistinn spilar styður ekki endilega mikið við söngvarann. Þetta er ekki eins og að setja Dylan á fóninn en ég get lofað því að tónlistin er áhrifamikil því höfundurinn skapar svo flottan hljóðheim, fallegar laglínur og líka tilfinningahita þar sem hið leikræna fær að njóta sín.“ Ljóðin verða útprentuð og fyrir flutninginn verður kynning á efninu þar sem Hrönn ætlar að spila einstaka kafla, að sögn Bylgju Dísar. „Þá veit fólk hverju það getur hlustað eftir. Tónleikarnir nefnast Nóbel í tónum og tilheyra röðinni Klassík í Vatnsmýrinni.
Menning Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Fleiri fréttir Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira