Sátt við örlögin í tónlist Beethovens Jónas Sen skrifar 22. nóvember 2017 10:45 Það var stígandi í flutningnum hjá Strokkvartettinum Sigga. Tónlist Kammertónleikar Verk eftir Glass, Sjostakóvitsj og Beethoven. Flytjandi: Strokkvartettinn Siggi. Norðurljós í Hörpu sunnudaginn 19. nóvember Tónleikar Strokkvartettsins Sigga í Kammermúsíkklúbbnum byrjuðu ekkert sérstaklega vel. Fyrst á dagskránni var Mishima kvartettinn eftir Philip Glass. Hann ber þetta nafn vegna þess að hann er hluti tónlistar sem Glass samdi fyrir kvikmynd Pauls Schraders um japanska rithöfundinn Yukio Mishima. Kvikmyndin nefnist Mishima: A Life in Four Chapters og er frá árinu 1985. Þetta er viðkvæm tónlist sem samanstendur af áleitnum endurtekningum stuttra hendinga, en inn í vefinn fléttast hrífandi laglínur. Eins og oft er um tónlist Glass gerist ekki mikið í henni, hún skapar stemningu frekar en að segja sögu, sem hentar prýðilega þegar um kvikmynd er að ræða. Kvartettinn var ekki ásættanlega útfærður af fjórmenningunum, fiðluleikurunum Unu Sveinbjarnardóttur og Helgu Þóru Björgvinsdóttur, víóluleikaranum Þórunni Ósk Marinósdóttur og sellóleikaranum Sigurði Bjarka Gunnarssyni. Tónlistin var óskýr og laglínurnar voru alltof passífar; þær nutu sín engan veginn. Nokkrir bagalegir hnökrar skemmdu líka heildarsvipinn og útkoman var hvorki fugl né fiskur. Þetta eru vondu fréttirnar. Þær góðu eru að restin af dagskránni var hin ágætasta. Sjöundi kvartettinn eftir Sjostakóvitsj hefði að vísu mátt vera dramatískari og gæddur meiri andstæðum, hann var dálítið varfærnislegur á tónleikunum. Hins vegar var hann ágætlega leikinn tæknilega, samspilið var tært, laglínurnar fágaðar, framvindan samkvæmt bókinni. Langbest á tónleikunum var stóra verkið, eitt af þeim síðustu eftir Beethoven, kvartettinn í cís-moll op. 131. Þetta er margbrotin tónlist, full af skáldskap. Heyrn Beethovens byrjaði að dala fyrir þrítugt, og hann var orðinn heyrnarlaus þegar hann samdi mörg mögnuðustu verk sín, eins og t.d. níundu sinfóníuna. Eins og gefur að skilja var heyrnarleysið gríðarlegt áfall, og olli miklum innri átökum sem gegnsýrði verk tónskáldsins. Venjulega er þessu skipt í þrjú tímabil. Hið fyrsta var áður en heyrnarleysið gerði vart við sig, og allt gekk eins og best var á kosið í lífi Beethovens. Á öðru tímabilinu snerist tónsköpun hans um heyrnarleysið og örlögin, náttúruna, vilja Guðs, manninn og alheiminn. En í verkum þriðja tímabilsins er að finna uppgjör, nýja lífssýn og sátt, sem þó er þrungin trega. Umræddur kvartett tilheyrir þessu tímabili; þar eru átök, en niðurstaðan er ýmist friðsæl eða fagnandi, þótt sorgin sé aldrei langt undan. Siggi kom þessu fallega til skila. Tæknilegar hliðar voru langoftast góðar, leikurinn var upphafinn og tilfinningaþrunginn, laglínurnar fagurlega mótaðar, flæðandi og ljóðrænar. Það var stígandi í flutningnum sem var áhrifamikil og fyllilega í anda Beethovens. Hún hafði þau áhrif að mann langaði strax til að hlusta á verkið aftur – sem er óneitanlega til marks um sannfærandi túlkun.Niðurstaða: Nokkuð misjafnir tónleikar, langbestur var einn af síðustu kvartettum Beethovens. Tónlistargagnrýni Mest lesið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Fleiri fréttir Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Sjá meira
Tónlist Kammertónleikar Verk eftir Glass, Sjostakóvitsj og Beethoven. Flytjandi: Strokkvartettinn Siggi. Norðurljós í Hörpu sunnudaginn 19. nóvember Tónleikar Strokkvartettsins Sigga í Kammermúsíkklúbbnum byrjuðu ekkert sérstaklega vel. Fyrst á dagskránni var Mishima kvartettinn eftir Philip Glass. Hann ber þetta nafn vegna þess að hann er hluti tónlistar sem Glass samdi fyrir kvikmynd Pauls Schraders um japanska rithöfundinn Yukio Mishima. Kvikmyndin nefnist Mishima: A Life in Four Chapters og er frá árinu 1985. Þetta er viðkvæm tónlist sem samanstendur af áleitnum endurtekningum stuttra hendinga, en inn í vefinn fléttast hrífandi laglínur. Eins og oft er um tónlist Glass gerist ekki mikið í henni, hún skapar stemningu frekar en að segja sögu, sem hentar prýðilega þegar um kvikmynd er að ræða. Kvartettinn var ekki ásættanlega útfærður af fjórmenningunum, fiðluleikurunum Unu Sveinbjarnardóttur og Helgu Þóru Björgvinsdóttur, víóluleikaranum Þórunni Ósk Marinósdóttur og sellóleikaranum Sigurði Bjarka Gunnarssyni. Tónlistin var óskýr og laglínurnar voru alltof passífar; þær nutu sín engan veginn. Nokkrir bagalegir hnökrar skemmdu líka heildarsvipinn og útkoman var hvorki fugl né fiskur. Þetta eru vondu fréttirnar. Þær góðu eru að restin af dagskránni var hin ágætasta. Sjöundi kvartettinn eftir Sjostakóvitsj hefði að vísu mátt vera dramatískari og gæddur meiri andstæðum, hann var dálítið varfærnislegur á tónleikunum. Hins vegar var hann ágætlega leikinn tæknilega, samspilið var tært, laglínurnar fágaðar, framvindan samkvæmt bókinni. Langbest á tónleikunum var stóra verkið, eitt af þeim síðustu eftir Beethoven, kvartettinn í cís-moll op. 131. Þetta er margbrotin tónlist, full af skáldskap. Heyrn Beethovens byrjaði að dala fyrir þrítugt, og hann var orðinn heyrnarlaus þegar hann samdi mörg mögnuðustu verk sín, eins og t.d. níundu sinfóníuna. Eins og gefur að skilja var heyrnarleysið gríðarlegt áfall, og olli miklum innri átökum sem gegnsýrði verk tónskáldsins. Venjulega er þessu skipt í þrjú tímabil. Hið fyrsta var áður en heyrnarleysið gerði vart við sig, og allt gekk eins og best var á kosið í lífi Beethovens. Á öðru tímabilinu snerist tónsköpun hans um heyrnarleysið og örlögin, náttúruna, vilja Guðs, manninn og alheiminn. En í verkum þriðja tímabilsins er að finna uppgjör, nýja lífssýn og sátt, sem þó er þrungin trega. Umræddur kvartett tilheyrir þessu tímabili; þar eru átök, en niðurstaðan er ýmist friðsæl eða fagnandi, þótt sorgin sé aldrei langt undan. Siggi kom þessu fallega til skila. Tæknilegar hliðar voru langoftast góðar, leikurinn var upphafinn og tilfinningaþrunginn, laglínurnar fagurlega mótaðar, flæðandi og ljóðrænar. Það var stígandi í flutningnum sem var áhrifamikil og fyllilega í anda Beethovens. Hún hafði þau áhrif að mann langaði strax til að hlusta á verkið aftur – sem er óneitanlega til marks um sannfærandi túlkun.Niðurstaða: Nokkuð misjafnir tónleikar, langbestur var einn af síðustu kvartettum Beethovens.
Tónlistargagnrýni Mest lesið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Fleiri fréttir Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Sjá meira