Eiturefnahernaður í Arnarfirði Ingólfur Ásgeirsson skrifar 21. nóvember 2017 07:00 Hvað á íslenska sauðkindin og eldislax sameiginlegt? Nánast ekkert annað en að vera hluti af dýraríkinu. Sauðkindin fer frjáls ferða sinna um heiðar stóran hluta ársins og borðar náttúrulega fæðu. Eldislaxinn er hins vegar alinn á verksmiðjuframleiddu fóðri, eyðir öllum líftíma sínum í þröngum kvíum og er þar að auki erfðabreytt innflutt norskt aðskotadýr í íslenskri náttúru. Engu að síður kýs Kristján Þ. Davíðsson, framkvæmdastjóri Landssambands fiskeldisstöðva, að bera saman áhrif þessara tveggja tegunda á náttúru landsins, í kveðju sem hann sendir mér síðastliðinn föstudag. Rétt eins og hjá sauðkindinni, þegar hún er á stanslausri hreyfingu, dreifist saur villtra fiska um stórt svæði. Allt önnur staða er þegar þúsundir tonna af eldisfiski eru á sama blettinum í þröngum fjörðum mánuðum og jafnvel árum saman. Þar verða afleiðingarnar þær að á botninum fyrir neðan sjókvíarnar myndast fjall af úrgangi. Þegar skepnur eru hafðar margar saman lengi á húsi moka allir bændur með sjálfsvirðingu skítinn úr gripahúsunum. Og lög um meðferð úrgangs frá gripahúsum eru afar ströng. Harðbannað er að losa það skólp í sjó. Eldismenn þrífa hins vegar ekki í kringum sig. Í Patreksfirði er staðan til dæmis sú að hvorki fæst vottun um að fiskeldið, sem Arnarlax stundar þar, sé sjálfbært né ábyrgt. Ástæðan er mengunin frá eldinu. Skólpið frá laxeldiskvíunum hefur ekki aðeins hlaðist upp og eytt lífi botndýra heldur rekur líka inn fjörðinn og safnast þar saman. Í skýrslu Náttúrustofu Vestfjarða um ástandið í Patreksfirði segir: „Þegar botndýrasamfélög í þessari athugun eru borin saman við þau sem fundust við athuganir sem gerðar voru áður en fiskeldi byrjaði sést að margar tegundir finnast ekki lengur á fiskeldissvæðinu.“ Erfitt er að komast að annarri niðurstöðu en að Arnarlax sé þar með orðið brotlegt við starfsleyfi sitt, en í því segir meðal annars: „Fiskeldi má ekki valda fækkun tegunda í lífríki.“ Skítur og rotnandi fóðurafgangar eru ekki eini vandi laxeldis í opnum sjókvíum. Þar er líka stundaður eiturefnahernaður. Þannig hellti Arnarlax síðastliðið vor eiturefnum í sjóinn í Arnarfirði þegar fyrirtækið var að berjast við lúsafár í laxeldiskvíum sinum. Eðli málsins samkvæmt er losun eiturefna í opnar sjókvíar ávísun á umhverfismengun langt út fyrir kvíarnar. Í Noregi er staðan sú að rækjustofninn hefur hrunið þar sem lúsaeitur hefur verið notað. Það væri mun gagnlegra fyrir þann iðnað sem Kristján Þ. Davíðsson talar fyrir að beina kröftum sínum að þessum grafalvarlegu umhverfisáhrifum fremur en að blanda íslensku sauðkindinni að ósekju inn í umræðuna. Höfundur er flugstjóri og einn af stofnendum The Icelandic Wildlife Fund. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Mest lesið Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Hvað á íslenska sauðkindin og eldislax sameiginlegt? Nánast ekkert annað en að vera hluti af dýraríkinu. Sauðkindin fer frjáls ferða sinna um heiðar stóran hluta ársins og borðar náttúrulega fæðu. Eldislaxinn er hins vegar alinn á verksmiðjuframleiddu fóðri, eyðir öllum líftíma sínum í þröngum kvíum og er þar að auki erfðabreytt innflutt norskt aðskotadýr í íslenskri náttúru. Engu að síður kýs Kristján Þ. Davíðsson, framkvæmdastjóri Landssambands fiskeldisstöðva, að bera saman áhrif þessara tveggja tegunda á náttúru landsins, í kveðju sem hann sendir mér síðastliðinn föstudag. Rétt eins og hjá sauðkindinni, þegar hún er á stanslausri hreyfingu, dreifist saur villtra fiska um stórt svæði. Allt önnur staða er þegar þúsundir tonna af eldisfiski eru á sama blettinum í þröngum fjörðum mánuðum og jafnvel árum saman. Þar verða afleiðingarnar þær að á botninum fyrir neðan sjókvíarnar myndast fjall af úrgangi. Þegar skepnur eru hafðar margar saman lengi á húsi moka allir bændur með sjálfsvirðingu skítinn úr gripahúsunum. Og lög um meðferð úrgangs frá gripahúsum eru afar ströng. Harðbannað er að losa það skólp í sjó. Eldismenn þrífa hins vegar ekki í kringum sig. Í Patreksfirði er staðan til dæmis sú að hvorki fæst vottun um að fiskeldið, sem Arnarlax stundar þar, sé sjálfbært né ábyrgt. Ástæðan er mengunin frá eldinu. Skólpið frá laxeldiskvíunum hefur ekki aðeins hlaðist upp og eytt lífi botndýra heldur rekur líka inn fjörðinn og safnast þar saman. Í skýrslu Náttúrustofu Vestfjarða um ástandið í Patreksfirði segir: „Þegar botndýrasamfélög í þessari athugun eru borin saman við þau sem fundust við athuganir sem gerðar voru áður en fiskeldi byrjaði sést að margar tegundir finnast ekki lengur á fiskeldissvæðinu.“ Erfitt er að komast að annarri niðurstöðu en að Arnarlax sé þar með orðið brotlegt við starfsleyfi sitt, en í því segir meðal annars: „Fiskeldi má ekki valda fækkun tegunda í lífríki.“ Skítur og rotnandi fóðurafgangar eru ekki eini vandi laxeldis í opnum sjókvíum. Þar er líka stundaður eiturefnahernaður. Þannig hellti Arnarlax síðastliðið vor eiturefnum í sjóinn í Arnarfirði þegar fyrirtækið var að berjast við lúsafár í laxeldiskvíum sinum. Eðli málsins samkvæmt er losun eiturefna í opnar sjókvíar ávísun á umhverfismengun langt út fyrir kvíarnar. Í Noregi er staðan sú að rækjustofninn hefur hrunið þar sem lúsaeitur hefur verið notað. Það væri mun gagnlegra fyrir þann iðnað sem Kristján Þ. Davíðsson talar fyrir að beina kröftum sínum að þessum grafalvarlegu umhverfisáhrifum fremur en að blanda íslensku sauðkindinni að ósekju inn í umræðuna. Höfundur er flugstjóri og einn af stofnendum The Icelandic Wildlife Fund.
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun