Um gæði nýju íslensku stjórnarskrárinnar – sjöundi hluti David A. Carrillo skrifar 21. nóvember 2017 07:00 Þetta er sjöunda greinin í flokki greina eftir þrjá sérfræðinga í stjórnskipunarrétti við lagadeildina í Berkeley-háskóla í Kaliforníu. Við skoðum þá gagnrýni sem stjórnarskrárferlið á Íslandi hefur sætt og vísum henni á bug með rökstuðningi. Enn fremur hvetjum við ykkur til að endurskoða stjórnarskrána. Í þessari grein hugum við að því hvort almenningur styðji breytta stjórnarskrá og hvort pólitískur vilji sé fyrir henni. Því hefur verið haldið fram að enda þótt kjósendur hafi einhvern tíma viljað stjórnarskrárbreytingar hafi margt breyst á Íslandi án þess að nokkur áþreifanlegur árangur hafi orðið, og nú séu menn orðnir þreyttir á þessu málefni. Þessi skoðun er byggð á nýlegri skoðanakönnun þar sem 15,8% aðspurðra töldu breytta stjórnarskrá meðal þriggja brýnustu málefnanna. Fyrir bragðið héldu margir því fram að almenningur hefði einfaldlega ekki áhuga á nýrri stjórnarskrá og að Alþingi ætti að setja önnur málefni í forgang. Þessi rök eru efld af því niðurbroti sem frestun hefur í för með sér. Beðið er eftir því að menn verði leiðir á málefni, en ekki hverfur málefnið við það, heldur skapar það sér falska réttlætingu á frestun. Hins vegar sýna tiltæk gögn að almenningur styður endurskoðun stjórnarskrárinnar eftir sem áður. Þann 24. maí 2012 ákvað Alþingi að halda ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu um tillögur Stjórnlagaráðs. Þann 20. október 2012 samþykktu kjósendur í þjóðaratkvæðagreiðslu að tillögur stjórnlagaráðs skyldu lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá. Alls hefur Alþingi beitt sér fyrir níu slíkum ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslum og farið að niðurstöðum þeirra í öllum þeim fyrri. Ekki í þetta sinn: Alþingi hefur ekki borið neina af þeim sex tillögum sem spurt var um í þjóðaratkvæðagreiðslunni 2012 undir atkvæðagreiðslu í þinginu.Afdráttarlaust svar Niðurstöðurnar hafa verið vefengdar sem óljós svör við óskýrum spurningum. Varla hafa Íslendingar ruglast á þessu. Lítum á fyrstu spurninguna, hún skiptir höfuðmáli: „Vilt þú að tillögur stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá?“ Þeir sem styðja starf stjórnlagaráðs hefðu viljað að spurt hefði verið hvort ætti að samþykkja tillögur stjórnlagaráðs. Þeir sem eru á móti því hefðu viljað að spurt hefði verið hvort ætti nokkuð að hafa fyrir því að taka upp nýja stjórnarskrá. Engu skiptir hvort báðir aðilar séu vonsviknir. Það sem skiptir máli er að spurningunni sem var lögð fram var svarað afdráttarlaust (já). Augljóst er að svörun kjósenda merkti að þeir gerðu ráð fyrir að Alþingi mundi þróa og samþykkja nýja stjórnarskrá á grundvelli tillagna stjórnlagaráðs. Nú á dögunum, þann 28. september 2017, birtu Markaðs- og miðlarannsóknir niðurstöður könnunar sem leiddi í ljós að 56% allra aðspurðra töldu mikilvægt að fá nýja stjórnarskrá á næsta kjörtímabili. Af þeim sem tóku afstöðu til málsins töldu yfir 70% mikilvægt að samþykkja nýja stjórnarskrá. Þeir eru þá tvöfalt fleiri en þeir sem telja málið lítilvægt (23,5%). Vert er að benda á að því lægri sem heimilistekjur þátttakenda eru, því brýnna þykir þeim að fá nýja stjórnarskrá. Greinilegt er að þeir sem minnst eiga kalla eftir breytingum, og að þeim finnst núverandi kerfi óhagstætt. Ef við hunsum þjóðaratkvæðagreiðslur og niðurstöður skoðanakannanna er lítið vit í því að spyrja um vilja þjóðarinnar. Þegar almennur þjóðarvilji er hunsaður leiðir það til gremju og vonbrigða þegar ríkisstjórnin bregst ekki við. Nú mætti svara því til að þjóðaratkvæðagreiðslan hafi verið ráðgefandi, og að samkvæmt 48. grein núgildandi stjórnarskrár séu alþingismenn „eingöngu bundnir við sannfæringu sína og eigi við neinar reglur frá kjósendum sínum“. Að vísu, en ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslur hafa greinilega, eins og vera ber, verið notaðar til þess að leita álits hjá þjóðinni, eins og vera ber, og þegar þjóðin lætur í ljós óskir sínar getur Alþingi ekki einfaldlega hunsað niðurstöðurnar af því að svarið hafi verið „rangt“. Nú eru kosningar að baki. Munu þeir frambjóðendur sem studdu nýja stjórnarskrá beita sér í málinu? Sú staðreynd að þjóðin óskar eftir stjórnarskrárbreytingu nægir ein og sér til þess að stjórnarskránni sé breytt. Stjórnarskrár eru í eðli sínu til stuðnings en þær eru ekki óhagganlegar. Breyting verður að eiga sér stað þegar kallað er eftir henni. Árið 1894 gerði Hæstiréttur Kaliforníu greinarmun á stöðugleika stjórnarskrár og möguleika hennar til aðlögunar. Sjálft hugtakið „stjórnarskrá“ gefur til kynna tæki sem setur fram varanlegar meginreglur til viðmiðunar. Hins vegar á hugtakið „endurskoðun“ við um viðbót eða breytingu innan þeirra marka sem upprunalega skjalið setur, og er hún þá ætluð til bóta eða til aukinnar skilvirkni á því sviði sem var upprunalegur tilgangur skjalsins. Vissulega á stjórnarskrá Íslands að vera stöðug. Hún á líka að vera opin fyrir breytingum til bóta. Höfundur er lagaprófessor við Berkeley háskóla í Bandaríkjunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Tengdar fréttir Um gæði nýju íslensku stjórnarskrárinnar – fimmti hluti Þetta er fimmta greinin í flokki greina eftir þrjá sérfræðinga í stjórnskipunarrétti við lagadeildina í Berkeley-háskóla í Kaliforníu. Við skoðum þá gagnrýni sem stjórnarskrárferlið á Íslandi hefur sætt og vísum henni á bug með rökstuðningi. 5. október 2017 07:00 Um gæði nýju íslensku stjórnarskrárinnar – sjötti hluti Þetta er sjötta greinin í flokki greina eftir þrjá sérfræðinga í stjórnskipunarrétti við lagadeildina í Berkeley-háskóla í Kaliforníu. Við skoðum þá gagnrýni sem stjórnarskrárferlið á Íslandi hefur sætt og vísum henni á bug með rökstuðningi. 26. október 2017 07:00 Um gæði nýju íslensku stjórnarskrárinnar – annar hluti Grein þessi er annar hluti í seríu sem þrír sérfræðingar í stjórnskipunarrétti við lagadeild Berkeley-háskóla skrifa. 16. ágúst 2017 06:00 Um gæði nýju íslensku stjórnarskrárinnar – fyrsti hluti Í dag bregst ég við mótbárum þess efnis að aðferðin við að semja stjórnarskrárdrögin hafi skort lögmæti. 2. ágúst 2017 06:00 Um gæði nýju íslensku stjórnarskrárinnar – Fjórði hluti Þetta er fjórða greinin í flokki greina eftir þrjá sérfræðinga í stjórnskipunarrétti við lagadeildina í Berkeley-háskóla í Kaliforníu. Við skoðum þá gagnrýni sem stjórnarskrárferlið á Íslandi hefur sætt og vísum henni á bug með rökstuðningi. 14. september 2017 07:00 Um gæði nýju íslensku stjórnarskrárinnar – þriðji hluti Þetta er þriðja greinin í röð greina eftir þrjá sérfræðinga í stjórnskipunarrétti við lagadeild háskólans í Berkeley. Þar er gagnrýni á ferlið við gerð nýrrar stjórnarskrár á Íslandi greind og hrakin. Enn fremur er Alþingi hvatt til þess að samþykkja nýju stjórnarskrárdrögin. 1. september 2017 07:00 Mest lesið Stéttin sem Sjálfstæðisflokkurinn kaus að yfirgefa Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun Viljum við það besta fyrir börnin okkar? Hilmar Þór Sigurjónsson Skoðun Kona Anna Kristjana Helgadóttir Skoðun Enginn er betri en þú – enginn er snjallari en þú Árni Sigurðsson Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson Skoðun Ósanngjörn byrði á landsbyggðarfólk Ingibjörg Ísaksen Skoðun Vilja Bandaríkin bæta samskipti sín við Rússland og um leið styrkja stöðu sína gagnvart Kína? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Dúabíllinn og kraftur sköpunar Einar Mikael Sverrisson Skoðun Halldór 15.02.2025 Halldór Skoðun Skoðun Kona Anna Kristjana Helgadóttir skrifar Skoðun Bókun 35, 38 og tækifæri fyrir ungt fólk í Brussel Gunnar H. Garðarsson skrifar Skoðun Orð skulu standa Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Dúabíllinn og kraftur sköpunar Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Enginn er betri en þú – enginn er snjallari en þú Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Viljum við það besta fyrir börnin okkar? Hilmar Þór Sigurjónsson skrifar Skoðun Stéttin sem Sjálfstæðisflokkurinn kaus að yfirgefa Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Tilfinningar í hrærigraut og engin orð til, né leyfilegt að segja það sem er... Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Samræmd próf gegn stéttaskiptingu Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Vilja Bandaríkin bæta samskipti sín við Rússland og um leið styrkja stöðu sína gagnvart Kína? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Sameinandi afl í skotgröfunum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ósanngjörn byrði á landsbyggðarfólk Ingibjörg Ísaksen skrifar Skoðun VR og eldra fólk Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson skrifar Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Höldum yngri þingmönnum aðskildum frá hinum eldri ! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason skrifar Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Verður dánaraðstoð leyfð í Danmörku í náinni framtíð? Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Flugvöllur okkar allra! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Svar við rangfærslum Félags atvinnurekenda um tollamál Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Við þurfum að ræða um Evrópusambandið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Sannleikurinn um undirbúning útlendingafrumvarpsins Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig bætum við stafræna umgjörð heilbrigðiskerfisins? Arna Harðardóttir skrifar Sjá meira
Þetta er sjöunda greinin í flokki greina eftir þrjá sérfræðinga í stjórnskipunarrétti við lagadeildina í Berkeley-háskóla í Kaliforníu. Við skoðum þá gagnrýni sem stjórnarskrárferlið á Íslandi hefur sætt og vísum henni á bug með rökstuðningi. Enn fremur hvetjum við ykkur til að endurskoða stjórnarskrána. Í þessari grein hugum við að því hvort almenningur styðji breytta stjórnarskrá og hvort pólitískur vilji sé fyrir henni. Því hefur verið haldið fram að enda þótt kjósendur hafi einhvern tíma viljað stjórnarskrárbreytingar hafi margt breyst á Íslandi án þess að nokkur áþreifanlegur árangur hafi orðið, og nú séu menn orðnir þreyttir á þessu málefni. Þessi skoðun er byggð á nýlegri skoðanakönnun þar sem 15,8% aðspurðra töldu breytta stjórnarskrá meðal þriggja brýnustu málefnanna. Fyrir bragðið héldu margir því fram að almenningur hefði einfaldlega ekki áhuga á nýrri stjórnarskrá og að Alþingi ætti að setja önnur málefni í forgang. Þessi rök eru efld af því niðurbroti sem frestun hefur í för með sér. Beðið er eftir því að menn verði leiðir á málefni, en ekki hverfur málefnið við það, heldur skapar það sér falska réttlætingu á frestun. Hins vegar sýna tiltæk gögn að almenningur styður endurskoðun stjórnarskrárinnar eftir sem áður. Þann 24. maí 2012 ákvað Alþingi að halda ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu um tillögur Stjórnlagaráðs. Þann 20. október 2012 samþykktu kjósendur í þjóðaratkvæðagreiðslu að tillögur stjórnlagaráðs skyldu lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá. Alls hefur Alþingi beitt sér fyrir níu slíkum ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslum og farið að niðurstöðum þeirra í öllum þeim fyrri. Ekki í þetta sinn: Alþingi hefur ekki borið neina af þeim sex tillögum sem spurt var um í þjóðaratkvæðagreiðslunni 2012 undir atkvæðagreiðslu í þinginu.Afdráttarlaust svar Niðurstöðurnar hafa verið vefengdar sem óljós svör við óskýrum spurningum. Varla hafa Íslendingar ruglast á þessu. Lítum á fyrstu spurninguna, hún skiptir höfuðmáli: „Vilt þú að tillögur stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá?“ Þeir sem styðja starf stjórnlagaráðs hefðu viljað að spurt hefði verið hvort ætti að samþykkja tillögur stjórnlagaráðs. Þeir sem eru á móti því hefðu viljað að spurt hefði verið hvort ætti nokkuð að hafa fyrir því að taka upp nýja stjórnarskrá. Engu skiptir hvort báðir aðilar séu vonsviknir. Það sem skiptir máli er að spurningunni sem var lögð fram var svarað afdráttarlaust (já). Augljóst er að svörun kjósenda merkti að þeir gerðu ráð fyrir að Alþingi mundi þróa og samþykkja nýja stjórnarskrá á grundvelli tillagna stjórnlagaráðs. Nú á dögunum, þann 28. september 2017, birtu Markaðs- og miðlarannsóknir niðurstöður könnunar sem leiddi í ljós að 56% allra aðspurðra töldu mikilvægt að fá nýja stjórnarskrá á næsta kjörtímabili. Af þeim sem tóku afstöðu til málsins töldu yfir 70% mikilvægt að samþykkja nýja stjórnarskrá. Þeir eru þá tvöfalt fleiri en þeir sem telja málið lítilvægt (23,5%). Vert er að benda á að því lægri sem heimilistekjur þátttakenda eru, því brýnna þykir þeim að fá nýja stjórnarskrá. Greinilegt er að þeir sem minnst eiga kalla eftir breytingum, og að þeim finnst núverandi kerfi óhagstætt. Ef við hunsum þjóðaratkvæðagreiðslur og niðurstöður skoðanakannanna er lítið vit í því að spyrja um vilja þjóðarinnar. Þegar almennur þjóðarvilji er hunsaður leiðir það til gremju og vonbrigða þegar ríkisstjórnin bregst ekki við. Nú mætti svara því til að þjóðaratkvæðagreiðslan hafi verið ráðgefandi, og að samkvæmt 48. grein núgildandi stjórnarskrár séu alþingismenn „eingöngu bundnir við sannfæringu sína og eigi við neinar reglur frá kjósendum sínum“. Að vísu, en ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslur hafa greinilega, eins og vera ber, verið notaðar til þess að leita álits hjá þjóðinni, eins og vera ber, og þegar þjóðin lætur í ljós óskir sínar getur Alþingi ekki einfaldlega hunsað niðurstöðurnar af því að svarið hafi verið „rangt“. Nú eru kosningar að baki. Munu þeir frambjóðendur sem studdu nýja stjórnarskrá beita sér í málinu? Sú staðreynd að þjóðin óskar eftir stjórnarskrárbreytingu nægir ein og sér til þess að stjórnarskránni sé breytt. Stjórnarskrár eru í eðli sínu til stuðnings en þær eru ekki óhagganlegar. Breyting verður að eiga sér stað þegar kallað er eftir henni. Árið 1894 gerði Hæstiréttur Kaliforníu greinarmun á stöðugleika stjórnarskrár og möguleika hennar til aðlögunar. Sjálft hugtakið „stjórnarskrá“ gefur til kynna tæki sem setur fram varanlegar meginreglur til viðmiðunar. Hins vegar á hugtakið „endurskoðun“ við um viðbót eða breytingu innan þeirra marka sem upprunalega skjalið setur, og er hún þá ætluð til bóta eða til aukinnar skilvirkni á því sviði sem var upprunalegur tilgangur skjalsins. Vissulega á stjórnarskrá Íslands að vera stöðug. Hún á líka að vera opin fyrir breytingum til bóta. Höfundur er lagaprófessor við Berkeley háskóla í Bandaríkjunum.
Um gæði nýju íslensku stjórnarskrárinnar – fimmti hluti Þetta er fimmta greinin í flokki greina eftir þrjá sérfræðinga í stjórnskipunarrétti við lagadeildina í Berkeley-háskóla í Kaliforníu. Við skoðum þá gagnrýni sem stjórnarskrárferlið á Íslandi hefur sætt og vísum henni á bug með rökstuðningi. 5. október 2017 07:00
Um gæði nýju íslensku stjórnarskrárinnar – sjötti hluti Þetta er sjötta greinin í flokki greina eftir þrjá sérfræðinga í stjórnskipunarrétti við lagadeildina í Berkeley-háskóla í Kaliforníu. Við skoðum þá gagnrýni sem stjórnarskrárferlið á Íslandi hefur sætt og vísum henni á bug með rökstuðningi. 26. október 2017 07:00
Um gæði nýju íslensku stjórnarskrárinnar – annar hluti Grein þessi er annar hluti í seríu sem þrír sérfræðingar í stjórnskipunarrétti við lagadeild Berkeley-háskóla skrifa. 16. ágúst 2017 06:00
Um gæði nýju íslensku stjórnarskrárinnar – fyrsti hluti Í dag bregst ég við mótbárum þess efnis að aðferðin við að semja stjórnarskrárdrögin hafi skort lögmæti. 2. ágúst 2017 06:00
Um gæði nýju íslensku stjórnarskrárinnar – Fjórði hluti Þetta er fjórða greinin í flokki greina eftir þrjá sérfræðinga í stjórnskipunarrétti við lagadeildina í Berkeley-háskóla í Kaliforníu. Við skoðum þá gagnrýni sem stjórnarskrárferlið á Íslandi hefur sætt og vísum henni á bug með rökstuðningi. 14. september 2017 07:00
Um gæði nýju íslensku stjórnarskrárinnar – þriðji hluti Þetta er þriðja greinin í röð greina eftir þrjá sérfræðinga í stjórnskipunarrétti við lagadeild háskólans í Berkeley. Þar er gagnrýni á ferlið við gerð nýrrar stjórnarskrár á Íslandi greind og hrakin. Enn fremur er Alþingi hvatt til þess að samþykkja nýju stjórnarskrárdrögin. 1. september 2017 07:00
Vilja Bandaríkin bæta samskipti sín við Rússland og um leið styrkja stöðu sína gagnvart Kína? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Skoðun Tilfinningar í hrærigraut og engin orð til, né leyfilegt að segja það sem er... Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Vilja Bandaríkin bæta samskipti sín við Rússland og um leið styrkja stöðu sína gagnvart Kína? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar
Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Vilja Bandaríkin bæta samskipti sín við Rússland og um leið styrkja stöðu sína gagnvart Kína? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun