Lúxus borgin Reykjavík Sævar Þór Jónsson skrifar 5. desember 2017 07:00 Það fer ekki framhjá neinum sem skoðar fasteignaauglýsingar í blöðunum að mikið framboð er af stjarnfræðilega dýrum eignum í höfuðborginni. Svo virðist sem lúxus íbúðir svokallaðar séu byggðar í meira mæli í miðbæ Reykjavíkur. Samhliða virðist verð á eldri eignum hefa hækkað mikið. Núverandi meirihluti í borginni hefur legið undir ámæli fyrir að viðhalda þessu lúxus húsnæðiskerfi m.a. með því að auka ekki framboð á lóðum. Það kann að vera einföldun að stilla þessu upp með þessum hætti en aftur á móti verður ekki horft framhjá því að framboð á ódýrari eignum í borgarlandinu hefur ekki aukist í takt við framboð dýrari eigna þrátt fyrir loforð um að auka fjölbreytni í framboði eigna. Á sama tíma heyrum við fréttir af tugum einstaklinga sem eru á götunni vegna skorts á úrræðum fyrir þá sem geta ekki fjármagnað eigin íbúðarkaup. Þá verðum við einnig að spyrja okkur að því hvernig á því standi að fjársterkir aðila geti keypt upp verðmætustu lóðir borgarsvæðisins, eins og í miðbænum, að því er virðist í þeim tilgangi einum að braska með. Þá stendur eftir sú spurning hvernig fulltrúar meirihlutans í borginni sáu fyrir sér að auka fjölbreytni með auknu framboði til allra tekjuhópa? Hvernig má það vera að borg eins og Reykjavík sé í reynd farin að keppa við dýrustu borgir í Evrópu og í Bandaríkjunum hvað varðar fasteignaverð? Þetta getur varla verið í takt við launaþróun í landinu? Það er ekki boðlegt að á landi eins og Íslandi sé ekki unnið gegn þessari þróun. Ef heldur sem horfir mun þessi þróun vinna gegn fjölbreyttu mannlífi innan borgarinnar og gegn allri félagslegri framþróun. Samhliða þessari miklu uppbyggingu lúxus íbúða og hótela í borginni hefur lítið sem ekkert verið gert í samgöngumálum. Nálgun borgarinnar hefur aðallega verið í að auka möguleika á vistvænum samgöngumátum. Jafn nauðsynlegir og vistvænir samgögnukostir eru sýnir þetta samt sem áður skort á fyrirhyggju þegar talað er um aukna fjölbreytni í húsnæðismálum. Það fer nefnilega ekki saman að byggja undir aukinn ferðamannaflaum með byggingu lúxus íbúða og hótela en á sama tíma þrengja að bílaumferð. Einhvern veginn gengur þetta dæmi ekki upp. Vandi borgarinnar er mikill og það skýtur alltaf skökku við þegar stjórnmálamenn einblína á atriði sem snúa ekki að aðalvandanum eins og húsnæðismálunum, ungu fólki, láglauna fólki og öldruðum. Það að leggja aðaláhersluna á vistvænar samgöngur og aukið öryggi á vegriðum eða hljóðmúrum hlýtur að sýna ranga forgangsröðun innan stjórkerfis borgarinnar jafn brýnt og öryggi og fjölbreytni í samgöngumálum eru. Við búum því miður ekki við þann lúxus í dag að geta leyft okkur allt og verðum að forgagnsraða verkefnum með hagsmuni borgarbúa í fyrirrúmi. Lausn húsnæðisvandans á að vera í forgangi í borginni næstu árin. Þá verður einnig að horfast í augu við staðreyndir í samgöngumálum. Almenningssamgöngur munu ekki og geta ekki leyst allan samgönguvanda borgarinnar. Því er mikilvægt að tryggja örugga umferðamenningu sem tekur bæði mið af auknum fjölda þeirra sem eru á vegum borgarinnar þar á meðal ferðamanna og öruggum og öflugum almenningssamgöngum en ekki leggja áherslu á annan kostinn á kostnað hins.Höfundur er lögmaður og áheyrnarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina í umhverfis- og skipulagsráði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sævar Þór Jónsson Mest lesið Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Sjá meira
Það fer ekki framhjá neinum sem skoðar fasteignaauglýsingar í blöðunum að mikið framboð er af stjarnfræðilega dýrum eignum í höfuðborginni. Svo virðist sem lúxus íbúðir svokallaðar séu byggðar í meira mæli í miðbæ Reykjavíkur. Samhliða virðist verð á eldri eignum hefa hækkað mikið. Núverandi meirihluti í borginni hefur legið undir ámæli fyrir að viðhalda þessu lúxus húsnæðiskerfi m.a. með því að auka ekki framboð á lóðum. Það kann að vera einföldun að stilla þessu upp með þessum hætti en aftur á móti verður ekki horft framhjá því að framboð á ódýrari eignum í borgarlandinu hefur ekki aukist í takt við framboð dýrari eigna þrátt fyrir loforð um að auka fjölbreytni í framboði eigna. Á sama tíma heyrum við fréttir af tugum einstaklinga sem eru á götunni vegna skorts á úrræðum fyrir þá sem geta ekki fjármagnað eigin íbúðarkaup. Þá verðum við einnig að spyrja okkur að því hvernig á því standi að fjársterkir aðila geti keypt upp verðmætustu lóðir borgarsvæðisins, eins og í miðbænum, að því er virðist í þeim tilgangi einum að braska með. Þá stendur eftir sú spurning hvernig fulltrúar meirihlutans í borginni sáu fyrir sér að auka fjölbreytni með auknu framboði til allra tekjuhópa? Hvernig má það vera að borg eins og Reykjavík sé í reynd farin að keppa við dýrustu borgir í Evrópu og í Bandaríkjunum hvað varðar fasteignaverð? Þetta getur varla verið í takt við launaþróun í landinu? Það er ekki boðlegt að á landi eins og Íslandi sé ekki unnið gegn þessari þróun. Ef heldur sem horfir mun þessi þróun vinna gegn fjölbreyttu mannlífi innan borgarinnar og gegn allri félagslegri framþróun. Samhliða þessari miklu uppbyggingu lúxus íbúða og hótela í borginni hefur lítið sem ekkert verið gert í samgöngumálum. Nálgun borgarinnar hefur aðallega verið í að auka möguleika á vistvænum samgöngumátum. Jafn nauðsynlegir og vistvænir samgögnukostir eru sýnir þetta samt sem áður skort á fyrirhyggju þegar talað er um aukna fjölbreytni í húsnæðismálum. Það fer nefnilega ekki saman að byggja undir aukinn ferðamannaflaum með byggingu lúxus íbúða og hótela en á sama tíma þrengja að bílaumferð. Einhvern veginn gengur þetta dæmi ekki upp. Vandi borgarinnar er mikill og það skýtur alltaf skökku við þegar stjórnmálamenn einblína á atriði sem snúa ekki að aðalvandanum eins og húsnæðismálunum, ungu fólki, láglauna fólki og öldruðum. Það að leggja aðaláhersluna á vistvænar samgöngur og aukið öryggi á vegriðum eða hljóðmúrum hlýtur að sýna ranga forgangsröðun innan stjórkerfis borgarinnar jafn brýnt og öryggi og fjölbreytni í samgöngumálum eru. Við búum því miður ekki við þann lúxus í dag að geta leyft okkur allt og verðum að forgagnsraða verkefnum með hagsmuni borgarbúa í fyrirrúmi. Lausn húsnæðisvandans á að vera í forgangi í borginni næstu árin. Þá verður einnig að horfast í augu við staðreyndir í samgöngumálum. Almenningssamgöngur munu ekki og geta ekki leyst allan samgönguvanda borgarinnar. Því er mikilvægt að tryggja örugga umferðamenningu sem tekur bæði mið af auknum fjölda þeirra sem eru á vegum borgarinnar þar á meðal ferðamanna og öruggum og öflugum almenningssamgöngum en ekki leggja áherslu á annan kostinn á kostnað hins.Höfundur er lögmaður og áheyrnarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina í umhverfis- og skipulagsráði.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun