Heimir: Fékk leikgreiningu Freys þremur mínútum eftir dráttinn Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 1. desember 2017 17:28 Heimir Hallgrímsson í salnum í Moskvu í dag, ásamt Guðna Bergssyni og Klöru Bjartmarz. Vísir/Getty Heimir Hallgrímsson var gestur í Akraborginni á X-inu síðdegis en þá var nýbúið að draga í riðla fyrir HM í Rússlandi. Ísland lenti í riðli með Argentínu, Króatíu og Nígeríu og var Heimir ánægður með niðurstöðuna. Ekki síst með að fá að mæta Argentínu í fyrsta leiknum í Moskvu. „Það er ákveðin rómantík fólgin í því að fá Argentínu í fyrsta leik. Það er leikur sem býður mann velkominn á HM,“ sagði Heimir í viðtali við Hjört Hjartarson. Ísland var nokkuð heppið með leikstaði. Moskva er nokkuð langt í burtu frá bækistöðvum Íslands við Svartahafið en hinir tveir leikstaðrinir - Volgograd og Rostov-on-Don eru nálægt. „Það er líka gaman að vera á þessum leikvöllum. Þetta eru allt saman stórir vellir og allir í sama tímabelti. Ég held að Íslendingar geti vel farið að flykkjast til Rússlands og verið svolítið lengi í Rússlandi.“ Hann segir að hann hafi fyrirfram helst viljað fá annað hvort Argentínu eða Brasilíu en helst viljað sleppa við Króatíu - sem Ísland hefur mætt í undankeppnum síðustu tveggja stórmóta. „Ísland og Króatía eru eins og hjón sem eru alltaf að skilja en enda svo alltaf saman aftur,“ sagði hann í léttum dúr. „En þú velur þér ekki riðil og þetta er það sem við fengum. Við sönnuðum fyrir okkur síðasta sumar að við getum unnið Króatíu og það er jákvætt.“ Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins, er einn af leikgreinendum íslenska karlaliðsins. Fyrirfram var ákveðið að Freyr myndi fá fyrsta andstæðing Íslands á HM. Það reyndist vera Argentína. „Þremur mínútum eftir dráttinn var ég búinn að fá skýrsluna - að dekka leikmann númer tíu. Þar með var starfi hans lokið og þarf hann ekki að koma til Rússlands,“ sagði Heimir og hló. Landsliðsþjálfarinn sagði einnig að næstu klukkutímar myndu skipta sköpum því þá yrði reynt að semja um vináttuleiki í aðdraganda lokakeppninnar í Rússlandi. „Samningaviðræður fara fram uppi á hóteli þegar við komum þangað. Við ætlum að skoða hvað er í boði en vonandi fáum við góða leiki við lið sem henta undirbúningi okkar fyrir andstæðingi okkar á HM.“ HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Aron Einar: Hver myndi ekki vilja upplifa þetta? Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson var í hálfgerðu spennufalli þegar hann ræddi við Vísi eftir dráttinn í riðla á HM 2018. 1. desember 2017 16:36 Fjölmiðlar í Argentínu: Lítið land, mikill leyndardómur Argentínumenn eru áhugasamir um okkar menn sem verða fyrsti andstæðingur þeirra á HM í Rússlandi. 1. desember 2017 16:22 Leikir Íslands spilaðir í Moskvu, Volgograd og Rostov-on-Don Leikir Íslands á HM í Rússlandi verða spilaðir í Moskvu, Volgograd og Rostov-on-Don. Þetta varð ljóst eftir að Ísland var dregið úr pottinum í Moskvu rétt í þessu. 1. desember 2017 15:44 Svona var HM-dagurinn | Vísir fylgdist vel með Vísir fylgist vel með í allan dag þegar dregið var í riðla fyrir lokakeppni HM í knattspyrnu sem fer fram í Rússlandi næsta sumar. 1. desember 2017 16:30 Ísland í D-riðli með Argentínu, Króatíu og Nígeríu Ísland verður í D-riðli með Argentínu og Króatíu á HM í Rússlandi í knattspyrnu karla sumarið 2018. 1. desember 2017 15:47 Twitter-samfélagið um HM-dráttinn: Passa leikmann númer 10 Ísland verður með Argentínu, Króatíu og Nígeríu í riðli á HM í Rússlandi á næsta ári. 1. desember 2017 16:05 Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Fleiri fréttir Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Sjá meira
Heimir Hallgrímsson var gestur í Akraborginni á X-inu síðdegis en þá var nýbúið að draga í riðla fyrir HM í Rússlandi. Ísland lenti í riðli með Argentínu, Króatíu og Nígeríu og var Heimir ánægður með niðurstöðuna. Ekki síst með að fá að mæta Argentínu í fyrsta leiknum í Moskvu. „Það er ákveðin rómantík fólgin í því að fá Argentínu í fyrsta leik. Það er leikur sem býður mann velkominn á HM,“ sagði Heimir í viðtali við Hjört Hjartarson. Ísland var nokkuð heppið með leikstaði. Moskva er nokkuð langt í burtu frá bækistöðvum Íslands við Svartahafið en hinir tveir leikstaðrinir - Volgograd og Rostov-on-Don eru nálægt. „Það er líka gaman að vera á þessum leikvöllum. Þetta eru allt saman stórir vellir og allir í sama tímabelti. Ég held að Íslendingar geti vel farið að flykkjast til Rússlands og verið svolítið lengi í Rússlandi.“ Hann segir að hann hafi fyrirfram helst viljað fá annað hvort Argentínu eða Brasilíu en helst viljað sleppa við Króatíu - sem Ísland hefur mætt í undankeppnum síðustu tveggja stórmóta. „Ísland og Króatía eru eins og hjón sem eru alltaf að skilja en enda svo alltaf saman aftur,“ sagði hann í léttum dúr. „En þú velur þér ekki riðil og þetta er það sem við fengum. Við sönnuðum fyrir okkur síðasta sumar að við getum unnið Króatíu og það er jákvætt.“ Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins, er einn af leikgreinendum íslenska karlaliðsins. Fyrirfram var ákveðið að Freyr myndi fá fyrsta andstæðing Íslands á HM. Það reyndist vera Argentína. „Þremur mínútum eftir dráttinn var ég búinn að fá skýrsluna - að dekka leikmann númer tíu. Þar með var starfi hans lokið og þarf hann ekki að koma til Rússlands,“ sagði Heimir og hló. Landsliðsþjálfarinn sagði einnig að næstu klukkutímar myndu skipta sköpum því þá yrði reynt að semja um vináttuleiki í aðdraganda lokakeppninnar í Rússlandi. „Samningaviðræður fara fram uppi á hóteli þegar við komum þangað. Við ætlum að skoða hvað er í boði en vonandi fáum við góða leiki við lið sem henta undirbúningi okkar fyrir andstæðingi okkar á HM.“
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Aron Einar: Hver myndi ekki vilja upplifa þetta? Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson var í hálfgerðu spennufalli þegar hann ræddi við Vísi eftir dráttinn í riðla á HM 2018. 1. desember 2017 16:36 Fjölmiðlar í Argentínu: Lítið land, mikill leyndardómur Argentínumenn eru áhugasamir um okkar menn sem verða fyrsti andstæðingur þeirra á HM í Rússlandi. 1. desember 2017 16:22 Leikir Íslands spilaðir í Moskvu, Volgograd og Rostov-on-Don Leikir Íslands á HM í Rússlandi verða spilaðir í Moskvu, Volgograd og Rostov-on-Don. Þetta varð ljóst eftir að Ísland var dregið úr pottinum í Moskvu rétt í þessu. 1. desember 2017 15:44 Svona var HM-dagurinn | Vísir fylgdist vel með Vísir fylgist vel með í allan dag þegar dregið var í riðla fyrir lokakeppni HM í knattspyrnu sem fer fram í Rússlandi næsta sumar. 1. desember 2017 16:30 Ísland í D-riðli með Argentínu, Króatíu og Nígeríu Ísland verður í D-riðli með Argentínu og Króatíu á HM í Rússlandi í knattspyrnu karla sumarið 2018. 1. desember 2017 15:47 Twitter-samfélagið um HM-dráttinn: Passa leikmann númer 10 Ísland verður með Argentínu, Króatíu og Nígeríu í riðli á HM í Rússlandi á næsta ári. 1. desember 2017 16:05 Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Fleiri fréttir Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Sjá meira
Aron Einar: Hver myndi ekki vilja upplifa þetta? Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson var í hálfgerðu spennufalli þegar hann ræddi við Vísi eftir dráttinn í riðla á HM 2018. 1. desember 2017 16:36
Fjölmiðlar í Argentínu: Lítið land, mikill leyndardómur Argentínumenn eru áhugasamir um okkar menn sem verða fyrsti andstæðingur þeirra á HM í Rússlandi. 1. desember 2017 16:22
Leikir Íslands spilaðir í Moskvu, Volgograd og Rostov-on-Don Leikir Íslands á HM í Rússlandi verða spilaðir í Moskvu, Volgograd og Rostov-on-Don. Þetta varð ljóst eftir að Ísland var dregið úr pottinum í Moskvu rétt í þessu. 1. desember 2017 15:44
Svona var HM-dagurinn | Vísir fylgdist vel með Vísir fylgist vel með í allan dag þegar dregið var í riðla fyrir lokakeppni HM í knattspyrnu sem fer fram í Rússlandi næsta sumar. 1. desember 2017 16:30
Ísland í D-riðli með Argentínu, Króatíu og Nígeríu Ísland verður í D-riðli með Argentínu og Króatíu á HM í Rússlandi í knattspyrnu karla sumarið 2018. 1. desember 2017 15:47
Twitter-samfélagið um HM-dráttinn: Passa leikmann númer 10 Ísland verður með Argentínu, Króatíu og Nígeríu í riðli á HM í Rússlandi á næsta ári. 1. desember 2017 16:05