Í kjallara verslunarinnar verið svo rekið nýtt lista- og hönnunargallerí, sem ber nafnið Kjallarinn. Með því vill Geysir koma til móts við íslenska listamenn og hönnuði varðandi skort á sýningarhúsnæði og bjóða upp á vettvang fyrir sýningar í þeim tilgangi að styrkja og styðja við íslenskan lista- og menningarheim.
Verslunin verður ansi ólík öðrum Geysisverslunum og erum við hjá Glamour gríðarlega spenntar fyrir nýrri verslun í miðbæinn.
Auður Ómarsdóttir verður fyrst til að sýna í Kjallaranum, þar sem hún opnar sýninguna Hliðstæður. Sýningin samanstendur af vísbendingum um ýmsar uppgötvanir listamannsins á árinu, og eru vísbendingarnar í formi ljósmynda, teikninga, hugmynda og ferðasagna.
Geysir Heima mun opna dyr sínar kl 17 í dag fyrir gestum og gangandi. Léttar veitingar í boði. Kjörið er að kíkja við í bæjarröltinu og finna til nokkrar jólagjafir.




