Jólaboðskapur sem bjargar Ívar Halldórsson skrifar 19. desember 2017 10:29 Það er staðreynd að óeigingjörn verk kristinna manna eru að bjarga ótal mörgum mannslífum um allan heim. Nú eru jólin fram undan og þá er erfitt að skauta fram hjá fagnaðarboðskapi jólanna; boðskapi stærstu fjölskylduhátíðar flestra yfir árið, óháð lífs- og trúarskoðunum þeirra sem hátíðina halda. Þú þarft nefnilega ekki að vera trúaður til að njóta hátíðar sem fagnar fæðingu frelsara kristinna manna. Undirliggjandi boðskapur jólanna er kærleikur, friður, gjafmildi, gleði og góð verk. Það eru auðvitað allir til í svoleiðis. Sumir pirra sig þó boðskap jólanna og halda því fram að Guðs kristni í heimi sé bara til vandræða og boðberar hennar óþarfa byrði á siðmenntuðu samfélagi - fólk sem trúir á Jesúbarnið og boðskap jólanna séu bara rugludallar sem koma varla neinu góðu til vegar. Það er þó staðreynd að óeigingjörn verk kristinna manna eru að bjarga ótal mörgum mannslífum um allan heim. Þú þarft nefnilega ekki að trúa því að Guð sé til, til að sjá að hugsjónastarf trúaðra er að lyfta grettistaki í hjálparstarfsemi um heim allan í dag. Þú þarft ekki að fara í kirkju til að átta þig á öllu því jákvæða sem kristin trú hefur komið til leiðar í í baráttu gegn hungri, heilbrigðisþjónustu og menntun í heiminum í dag. Að hafna mikilvægi kristinnar trúar í heiminum er skammsýni í besta falli. Að gera lítið úr sannfæringu kristinna manna er að gera lítið úr því óeigingjarna þrekvirki sem kristið fólk er að vinna um heim allan í þágu þeirra sem minna mega sín. Fólk af öllum trúarbrögðum, ásamt þeim sem enga trú hafa, njóta góðverka kristilegra samtaka vítt og breitt um veröld okkar. Það er ekki hægt að neita því að hvar sem trúboðar hafa sett niður fót hefur átt sér stað samfélagsleg uppbygging. Kristin trú snýst nefnilega ekki eingöngu um að koma fólki til himna, heldur einnig að gera jörðina að betri stað til að búa á. Sagnfræðingurinn Kenneth Scott Latourette er líklega sá sem hefur framkvæmt viðamestu rannsókn á áhrifum kristinnar trúar á mannlíf veraldar. Hann segir kristnina hafa haft stórkostleg og mikilvæg áhrif á þróun stjórnmála, menningu, menntun, samfélagslega uppbyggingu og listmenningu um alla heimskringluna. Samkvæmt margra ára rannsóknum hans værum við í raun mun aftar á merinni ef ekki væri fyrir hugsjónastarf þeirra sem vilja sýna kristilegan kærleika í verki. Yfirlýsti trúleysinginn Matthew Parris skrifaði grein sem bar hinn athyglisverða titil „Sem trúleysingi, trúi ég heilshugar því að Afríka þurfi á Guði að halda.“ Parris fæddist í Afríku og var þar fyrstu árin sín sem ungur drengur áður en hann flutti til Vesturheims. Hann snéri aftur 45 árum síðar á heimaslóðir sínar sem í dag eru þekktar sem „Malawi“ og sá allt það sem kristilegt trúboð hafði komið til leiðar í fjarveru hans. Hann var agndofa. Hann sagðist vera sannfærður um að sú aðstoð sem kæmi frá NGO-samtökum og ýmsu framtaki stjórnvalda víða um veröld dygði alls ekki til að vinna það verk sem nú hefur hefur verið unnið í Afríku. Hann sagði: „Menntun og þjálfun nægja ekki. Kristin trú í Afríku breytir hjörtum fólks. Fólk breytist innan frá. Þessi endurfæðing er raunveruleg. Breytingin er góð.“ Þeir sem tala markvisst gegn kristinni trú og vilja gera hana útlæga úr samfélagi okkar ættu kannski að taka trúleysingjann Matthew Parris til fyrirmyndar; slökkva á tölvunni, fara af skrifstofu sinni og fylgjast með öllu því kristna fólki sem vinnur óeigingjarnt verk um heim allan; knúið áfram af trú sinni á Góða hirðinn í Biblíunni – frelsarann sem rétti út hönd sína til þeirra sem áttu um sárt að binda og hafði verið útskúfað úr samfélagi sínu. Staðreyndin er sú að kirkjan á einn stærstan þátt í byggja upp heilbrigðisþjónustu í heiminum og þá sér í lagi í fátækum ríkjum um heim allan – og því samhengi erum við eingöngu að tala um kaþólsku kirkjuna. Ef við bætum við öllum öðrum kirkjum kristinna manna þá kemst ekkert hjálparnet í heiminum með tærnar þar sem kristin samtök hafa hælana. Það er mikilvægt að átta sig á því að ef ekki væri fyrir kristileg góðgerðasamtök um heim allan sem drifin eru áfram af fólki sem tekur sér frelsara kristinna manna til fyrirmyndar, væri fátæktin margfalt meiri og sorgleg dauðsföll af völdum hungurs og sjúkdóma ólíkt stærra vandamál en nú er raunin. Nefna má fjölmarga kristna einstaklinga sem við stöndum í ævinlegri þakkarskuld við vegna framlags til þeirra sem eiga um sárt að binda vegna fáteæktar, sjúkdóma eða fötlunar: Maðurinn á bak við blindraletrið, Louis Braille, gaf Guði dýrðina á dánarbeði sínu. William Boothe, stofnandi Hjálpræðishersins (Salvation Army), var knúinn áfram af boðskapi Biblíunnar. World Vision tók að sér að styðja fátæk börn um allan heim og var stofnandinn, Dr. Robert Pierce drifinn áfram af þeirri fyrirmynd sem frelsarinn setti, er hann gekk um og hjálpaði bágstöddum. Christian Aid eru ein stærstu hjálparsamtök á heimsvísu og starfa þau með ýmsum samtökum í yfir 70 löndum um heim allan til að veita fátækustu samfélögunum aðstoð í anda fagnaðarerindisins. Kristilegu samtökin Youth With A Mission einsettu sér að hjálpa ungu fólki í samfélaginu og hafa eins og margir vita, lyft grettistaki á alþjóðavísu. Það á ekki að skipta máli hver drífur fólk áfram til góðra verka. Hvort sem það er Mikki mús, tannálfurinn, John Lennon, Spiderman eða Jesús Kristur. Ef verkin eru góð þá ættum við að standa vörð um drifkraftinn sem knýr fólk áfram til að bjarga mannslífum og gera jörðina okkar að betri stað til að búa á. Magnús Eiríksson komst vel að orði í texta sínum við hið þekkta jólalag „Gleði og friðarjól“ og undirstrikar þessi frábæri texti svo sannarlega mikilvægi góðra verka: Biðjum fyrir öllum þeim sem eiga bágt og þjást. Víða mætti vera um kærleika og ást Bráðum koma jólin, bíða gjafirnar Út um allar byggðir verða boðnar kræsingar En gleymum ekki Guði – hann son sinn okkur fól Gleymum ekki að þakka fyrir gleði og friðarjól Gleðileg friðarjól, Ívar Halldórsson Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ívar Halldórsson Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Íslenska, hvað? Gauti Kristmannsson Skoðun Kynþáttahyggja, einangrunarhyggja og Evrópusambandsaðild Haraldur Ólafsson Skoðun Keyrum á nýrri menntastefnu Arnór Heiðarsson Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson Skoðun Skoðun Skoðun Er nauðsynlegt að velta þessu fjalli? Elín Fanndal skrifar Skoðun Kæru kjósendur í Suðvesturkjördæmi Alma D. Möller skrifar Skoðun Breytum þessu saman! Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn í fortíð og framtíð Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja, einangrunarhyggja og Evrópusambandsaðild Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur skrifar Skoðun Keyrum á nýrri menntastefnu Arnór Heiðarsson skrifar Skoðun Réttindabarátta sjávarbyggðanna Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Íslenska, hvað? Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason skrifar Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Sjá meira
Það er staðreynd að óeigingjörn verk kristinna manna eru að bjarga ótal mörgum mannslífum um allan heim. Nú eru jólin fram undan og þá er erfitt að skauta fram hjá fagnaðarboðskapi jólanna; boðskapi stærstu fjölskylduhátíðar flestra yfir árið, óháð lífs- og trúarskoðunum þeirra sem hátíðina halda. Þú þarft nefnilega ekki að vera trúaður til að njóta hátíðar sem fagnar fæðingu frelsara kristinna manna. Undirliggjandi boðskapur jólanna er kærleikur, friður, gjafmildi, gleði og góð verk. Það eru auðvitað allir til í svoleiðis. Sumir pirra sig þó boðskap jólanna og halda því fram að Guðs kristni í heimi sé bara til vandræða og boðberar hennar óþarfa byrði á siðmenntuðu samfélagi - fólk sem trúir á Jesúbarnið og boðskap jólanna séu bara rugludallar sem koma varla neinu góðu til vegar. Það er þó staðreynd að óeigingjörn verk kristinna manna eru að bjarga ótal mörgum mannslífum um allan heim. Þú þarft nefnilega ekki að trúa því að Guð sé til, til að sjá að hugsjónastarf trúaðra er að lyfta grettistaki í hjálparstarfsemi um heim allan í dag. Þú þarft ekki að fara í kirkju til að átta þig á öllu því jákvæða sem kristin trú hefur komið til leiðar í í baráttu gegn hungri, heilbrigðisþjónustu og menntun í heiminum í dag. Að hafna mikilvægi kristinnar trúar í heiminum er skammsýni í besta falli. Að gera lítið úr sannfæringu kristinna manna er að gera lítið úr því óeigingjarna þrekvirki sem kristið fólk er að vinna um heim allan í þágu þeirra sem minna mega sín. Fólk af öllum trúarbrögðum, ásamt þeim sem enga trú hafa, njóta góðverka kristilegra samtaka vítt og breitt um veröld okkar. Það er ekki hægt að neita því að hvar sem trúboðar hafa sett niður fót hefur átt sér stað samfélagsleg uppbygging. Kristin trú snýst nefnilega ekki eingöngu um að koma fólki til himna, heldur einnig að gera jörðina að betri stað til að búa á. Sagnfræðingurinn Kenneth Scott Latourette er líklega sá sem hefur framkvæmt viðamestu rannsókn á áhrifum kristinnar trúar á mannlíf veraldar. Hann segir kristnina hafa haft stórkostleg og mikilvæg áhrif á þróun stjórnmála, menningu, menntun, samfélagslega uppbyggingu og listmenningu um alla heimskringluna. Samkvæmt margra ára rannsóknum hans værum við í raun mun aftar á merinni ef ekki væri fyrir hugsjónastarf þeirra sem vilja sýna kristilegan kærleika í verki. Yfirlýsti trúleysinginn Matthew Parris skrifaði grein sem bar hinn athyglisverða titil „Sem trúleysingi, trúi ég heilshugar því að Afríka þurfi á Guði að halda.“ Parris fæddist í Afríku og var þar fyrstu árin sín sem ungur drengur áður en hann flutti til Vesturheims. Hann snéri aftur 45 árum síðar á heimaslóðir sínar sem í dag eru þekktar sem „Malawi“ og sá allt það sem kristilegt trúboð hafði komið til leiðar í fjarveru hans. Hann var agndofa. Hann sagðist vera sannfærður um að sú aðstoð sem kæmi frá NGO-samtökum og ýmsu framtaki stjórnvalda víða um veröld dygði alls ekki til að vinna það verk sem nú hefur hefur verið unnið í Afríku. Hann sagði: „Menntun og þjálfun nægja ekki. Kristin trú í Afríku breytir hjörtum fólks. Fólk breytist innan frá. Þessi endurfæðing er raunveruleg. Breytingin er góð.“ Þeir sem tala markvisst gegn kristinni trú og vilja gera hana útlæga úr samfélagi okkar ættu kannski að taka trúleysingjann Matthew Parris til fyrirmyndar; slökkva á tölvunni, fara af skrifstofu sinni og fylgjast með öllu því kristna fólki sem vinnur óeigingjarnt verk um heim allan; knúið áfram af trú sinni á Góða hirðinn í Biblíunni – frelsarann sem rétti út hönd sína til þeirra sem áttu um sárt að binda og hafði verið útskúfað úr samfélagi sínu. Staðreyndin er sú að kirkjan á einn stærstan þátt í byggja upp heilbrigðisþjónustu í heiminum og þá sér í lagi í fátækum ríkjum um heim allan – og því samhengi erum við eingöngu að tala um kaþólsku kirkjuna. Ef við bætum við öllum öðrum kirkjum kristinna manna þá kemst ekkert hjálparnet í heiminum með tærnar þar sem kristin samtök hafa hælana. Það er mikilvægt að átta sig á því að ef ekki væri fyrir kristileg góðgerðasamtök um heim allan sem drifin eru áfram af fólki sem tekur sér frelsara kristinna manna til fyrirmyndar, væri fátæktin margfalt meiri og sorgleg dauðsföll af völdum hungurs og sjúkdóma ólíkt stærra vandamál en nú er raunin. Nefna má fjölmarga kristna einstaklinga sem við stöndum í ævinlegri þakkarskuld við vegna framlags til þeirra sem eiga um sárt að binda vegna fáteæktar, sjúkdóma eða fötlunar: Maðurinn á bak við blindraletrið, Louis Braille, gaf Guði dýrðina á dánarbeði sínu. William Boothe, stofnandi Hjálpræðishersins (Salvation Army), var knúinn áfram af boðskapi Biblíunnar. World Vision tók að sér að styðja fátæk börn um allan heim og var stofnandinn, Dr. Robert Pierce drifinn áfram af þeirri fyrirmynd sem frelsarinn setti, er hann gekk um og hjálpaði bágstöddum. Christian Aid eru ein stærstu hjálparsamtök á heimsvísu og starfa þau með ýmsum samtökum í yfir 70 löndum um heim allan til að veita fátækustu samfélögunum aðstoð í anda fagnaðarerindisins. Kristilegu samtökin Youth With A Mission einsettu sér að hjálpa ungu fólki í samfélaginu og hafa eins og margir vita, lyft grettistaki á alþjóðavísu. Það á ekki að skipta máli hver drífur fólk áfram til góðra verka. Hvort sem það er Mikki mús, tannálfurinn, John Lennon, Spiderman eða Jesús Kristur. Ef verkin eru góð þá ættum við að standa vörð um drifkraftinn sem knýr fólk áfram til að bjarga mannslífum og gera jörðina okkar að betri stað til að búa á. Magnús Eiríksson komst vel að orði í texta sínum við hið þekkta jólalag „Gleði og friðarjól“ og undirstrikar þessi frábæri texti svo sannarlega mikilvægi góðra verka: Biðjum fyrir öllum þeim sem eiga bágt og þjást. Víða mætti vera um kærleika og ást Bráðum koma jólin, bíða gjafirnar Út um allar byggðir verða boðnar kræsingar En gleymum ekki Guði – hann son sinn okkur fól Gleymum ekki að þakka fyrir gleði og friðarjól Gleðileg friðarjól, Ívar Halldórsson
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun